Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2005, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2005, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 Lífíð eftir vinnu DV Tenórar geta ekki hætt að syngja Fréttatilkynning hefur borist frá hinu þekkta fyrirtæki Guðmundar Ólafssonar rithöfundar, leikara og söngvara með meiru:„Enn og aftur ræskir TENÓRINN sig i Iðnó og byrjar sýningar að nýju eftir langt og gott jólafrí. Þorrinn hefurfarið ákaflega vel í söngvarann sem og undirleikara hans enda súrmeti með eindæmum hollt fyrir raddböndin. Hrökk upp úr undirleikaranum á sfðustu æfingu að sennilega hefði Tenórinn aldrei sung- ið betur en einmitt núna! Hvort sem það er hákarli eða hrútspungum að þakka. Nú þegar von er á fleiri heimsfræg- um tenórum til landsins er ekki seinna vænna að tryggja sér miða á sýning- una í Iðnó svo áheyrendur geti gert samanburð þegar þeir Carreras og Domingo hefja upp raustsína i íþróttahúsum höfuðborgarinnar. Þess má geta að bæði Domingo og Carrer- as eru góöir kunningjar Tenórsins og koma lítillega við sögu í Iðnó. Vegna anna, bæði hérlendis sem er- lendis, fer nú sýningum á Tenórnum fækkandi en næstu sýningar verða næstkomandi föstudag, 4. febrúarog síðan sunnudagana 13., 20. og 27. febrúar. Miðasala og pantanir íIðnó." Við þetta er því einu að bæta að engin sýning sem nú er á boðstólum I Reykjavlk hefur veriö jafn lengi á fjöl- unum og tfttnefndur Tenór og ætti því menn að líta gripinn augum. Spyrja má: hvar er sjónvarpið og frjálsu stöðvarnar? Ætlar enginn að festa Tenórinn á band? Hvenær kemur disk- urinn? Guðmundur Ólafsson Tenórinn erlið- tækur í eldhúsi eins og aörir tenórar. Þaö er sko ekkert pasta sem hann eldar. ' Bára Grímsdóttir Ber I alla ábyrgð á drauga- gangi úr Húnavatns- sýslum í kvöld í kvöld verða lúðrasveitartónleikar sem helgaðir eru konum á Myrkum músíkdögum á Litla sviði Borgarleikhússins og hefjast stundvíslega kl. 22.00. Þar flytur Lúðrasveit Reykjavíkur undir stjórn Lárusar Halldórs Grímssonar verk eftir Elizabeth Raum, Báru Sigurjónsdóttir, Báru Grímsdóttir og Ida Gotkovsky. Einleikarar á tónleikunum eru: Berglind MaríaTómasdóttir, flauta og Bára Sigurjónsdóttir, saxófón Á tónleikimum verður frumflutt verk Báru Grímsdóttur Skinnpilsa. Þá verður einnig flutt verkið nöfnu hennar Sigurjónsdóttir Hver tók ost- inn minn? sem skiptist í fjóra kafla sem heita þeim skemmtilegu nöfn- um: Þefur, Loki, Lási og Þeytingur. Tveir karlar eiga verk á tónleikunum, hljómsveitarstjóri sveitarinnar, Lár- us Haildór Grímsson og heitir það Óðurll, ogFerrerFerran frá Valencia á Spáni. Oststykki Verk Báru Sigurjónsdóttur um ostinn byggir á samneftidri sjálfs- hjálparbók. Bókin fjallar um tvær mýs (Þef og Þeyting) og tvo litla menn (Loka og Lása) og leit þeirra að ostinum, sem oft vill klárast þegar síst varir. Mýsnar hafa þann háttinn á að fara strax að leita að nýjum osti og flnna hann fljótlega, en litlu mennirnir ræða það ffam og til baka hvað gera skuli og hver hafi tekið gamla ostinn. Þegar útséð er að um- ræðan skilar ekki tilætluðum árangri fer Lási af stað og finnur nýjan ost. Loki ákveður hins vegar að bíða eftir ostinum. Ekki er vitað nánar um ör- lög hans. Eins og titlar þátta tón- verksins gefa til kynna, lýsir hver þáttur persónu í bókinni. Lengi býr að fyrstu gerð Bára Sigurjónsdóttir fæddist á Egilsstöðum 1979. „Lágt og feimnis- lega í fyrstu byijaði hún að læra á klassískan gítar um 9 ára aldur en nokkru síðar komst hún í lúðrana og þá fýrst byrjuðu lætin. Nú dugar henni ekki lengur að þeyta sinn eigin lúður, heldur hefur hún lokið próf- gráðu í því hvernig kenna skuli öðrum slflct hið sama. Svo er hún tekin upp á því að semja þartilgerð tónverk þar sem margir lúðrar skulu þeytast samtfmis,“ segir í tilkynn- ingu frá aðstandendum. Hver tók ostinn minn? er fyrsta tilraun höf- undar til að bera persónulega ábyrgð á meiriháttar lúðraþyt, bumbuslætú og annarri hljóðmengun. Draugagangur Bára Gríms segir svo um sitt verk: „Skinnpilsa er draugur, aftur- gengin stúlkukind í skinnklæðum. Ég var í sveit sem krakki hjá frænku minni í Þórormstungu í Vatnsdal og heyrði þá fyrst um hana og kannski í henni líka. Var stundum að leika mér í gamla torfbænum og heyrði þá marr, skelli og allskyns skrítin hljóð. Fólkið sagði að þetta væri Skinnpilsa og að hún héldi til þar. Það var líka henni að kenna að það flaug steinn úr heyblásaranum í hnéð á bóndanum og að það kom upp eldur í fjósinu! Við nánari eftir- grennslan á Skinnpilsu hef ég kom- ist að því að hún hefur sveimað um Vatnsdalinn og aðrar fagrar sveitir Húnavatnssýslu og verið mönnum og dýrum til ama síðan á fyrri hluta 19. aldar. Henni var uppálagt að fylgja Snæbjarnarættinni í átta til níu ættliði. Nú heyrist ekki meir í Skinnpilsu." Hljómskálahvöt Óðurvar samið af sérstöku tilefni vorið 2004. Verkið var þá flutt í kammerútgáfu, á einum af átta tón- leikum Listahátíðar Reykjavíkur, sem haldnir voru í Hljómskálanum. Á þeim tónleikum voru flytjendur 20 og sæti fyrir áheyrendur 35, í þessu fyrsta og lengi vel eina tónlistarhúsi Reykvíkinga. „Það er nú samt þannig, að flestir halda að Reykjavík- urborg eigi Hljómskálann, en svo er ekki. Það voru meðlimir Lúðrasveit- ar Reykjavíkur sem byggðu húsið sjálfir fyrir rúmum 80 árum og eiga það enn. Stór hluti af mínu tónlistar- uppeldi og starfi sem tónlistarmað- ur, hefur farið fram í Hljómskálan- um. Þar lærði ég á piccalóflautu, spilaði í skólalúðrasveit og var ungur að árum flautuleikari í Lúðrasveit Reykjavikur. Þar fékk ég æfingaað- stöðu fyrir „Eikina" sem ég spilaði með á þessum tíma, hljómsveiún Eik gat því ekki kallast bflskúrsband meðan hún æfði í Tónlistarhúsinu við Tjömina,“ segir Lárus Grímsson um þeúa tillegg siú í efnisskrá hljómleikanna. Hefur verið bætt við verkið, einhverju breytt og útsetn- ingin að þessu sinni fyrir stóra blás- arasveit. NÚ ÞEGAR kvikmyndahátfðir láta hátt f fréttatfmum er ekki örgrannt um að menn hafi áhyggjur afþeim árekstri sem er fyrirsjáanlegur er hér í höfuðborginni: Kvikmyndahátíð dreifingaraðila tilkynnti í fyrradag hver verði helsti spaðinn á þeirra hendi,Walter Salles, sem hingað kemur fyrir orðastað Frið- ^ riks Þórs og sýnir “ hér kvikmynd sýna Motorcycle Dairies.Ekkerthef- ur heyrst af því hvernig kvikmyndahá- tíð undirstjórn Hrannar Marinós- dóttur reiðir afnúna þegar dreifing- arfyrirtækin hafa markað séryfir- burða stöðu á þessum vettvangi. Menntamálaráðuneytið veitti Hrönn og félögum tilstyrk sinn en lét af áralöngum stuðningi við hátíð fag- félaganna. Og ekkert hefur enn heyrst úr þeirra ranni. Hver eru orðin örlög kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavíksem varnú upphafþess kvikmyndahátíðaæðis sem runnið er á áhugasama hátíðarhaldara? Allt erþetta orðið nokkuð spaugilegt. Flugur IUNDIRBÚNINGI er þátttaka Is- lendinga á kvikmyndahátíðinni I Berlfn sem er einna stærst hátfða af þessu tagi I Evrópu eftir að þýsk stjórnvöld ákváðu að marka sér for- ystu íþeim efnum íEvrópu. Hátíða- hald afþessu tagi er talið styrkja borgarímyndir í þeim harða slag sem fram fer um athygli, frægð og gestakomur. Það hefur einhverra hluta vegna ekki enn komist í gegn þrátt fyrir fleiri en eina skýrslu að kvikmyndahátfð í Reykjavlk sem stæði undir nafni gæti orðið að- dráttarafl fyrir íslenskan iðnaö, ekki bara kvikmynda heldur líka ferða- mannaiðnað. Það er meöal annars afþeim sökum sem Kvikmyndahá- tlðinni I Kaupmannahöfn var hleypt afstokkunum fyrir tveimur árum - fyrst og fremst til að auka hróður borgarinnar -útá við. MÖNNUM veröur tíðrætt um fyrir- bærið Sundance sem reyndar er ný- lokið. Þar varð smá- bærá nokkrum árum að stór- merkilegu fyrir- bæri í banda- rísku þjóðllfi. Hann margfald- aðistaðstærð meðan sjálfstæðir kvikmyndagerðarmenn flykktust þangaö, erlendir gestir og áhuga- mennum kvikmyndir. Þar sem ekk- ert líf var áður er skyndilega komið nafn á kortið. RÁÐAMÖNNUM væri sæmst áður en frekari skrefveröa tekin í þessu kvikmyndahátíðarmáli aö átta sig á mikilvægi hátlða, bæði f menn- ingarlegu tilliti og ekki síður í hreinum og klárum bissness. Inn- flytjendur á útlendum bíómyndum verða aldrei bakhjarl fyrir hátlö sem hefur sjálfstæði og metnað. Þeir munu seint láta aftilhneigingu til að troöa slnu fremst. Á því kærleiks- heimili hefur löngum verið grunnt á þvl góða. Kvikmyndahátfðir með metnaö verða aldrei til nema fyrir áhuga og alúð stjórnvalda. Sem hefur reyndar sannast hér- eftir- minnilega. . •*. v-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.