Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2005, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAOUR 2. FEBRÚAR 2005
Fréttir DV
Ábyrgð á
textavarpi
Pétur Gunnarsson, full-
trúi Framsóknarflokks
í útvarpsráði, vill fá
upplýst hvort Ríkisút-
varpið hafi farið þess á
leit að fá að senda staf-
rænt út á Digital ís-
land keppinautarans
365. Á fúndi ráðsins í
gær var ekki hægt að upp-
lýsa um þetta atriði. Var því
ákveðið að kanna máhð
með þvf að vísa því til þró-
unarsviðs RÚV. Á fundinum
í gær vildi Pétur einnig fá
upplýst hver bæri ritstjórn-
arlega ábyrgð á textavarp-
inu. Það sagðist Bogi
Ágústsson gera og kvaðst
fagna ábendingum ífá Pétri
varðandi textavarpið.
Skoða sölu
heimaafurða
Nefnd á vegum landbún-
aðarráðherra segir að kanna
skuli hvort breyta eigi þeim
reglum sem í gildi eru um
heimasölu
mjólkurafúrða.
Ógerilsneydd
mjólk er til að
mynda seld á
slflcan hátt og
óvíst hvort það
verði leyft áfr am.
Mælst er til þess
að sérfræðingar
á sviði smitsjúk-
dóma geri áhættumat.
Landsamband kúabænda
vill halda heimasölu á hrá-
efnum sem framleidd og
seld eru á búunum áfram
en segir ástæðu til hvetja til
varfæmi í framleiðslu.
Framganga
Steingríms
Hermannssonar
í Silfri Egils
Kristinn H. Gunnarsson,
þingmaöur Framsóknarflokksins
„Mér fannst Steingrímur
standa sig vel eins og hann
gerir yfirleitt, komst vel að orði
íþvísem hann tók fyrir. Ég er
sammála honum varðandi
umgengni við blaðamenn og
kenning hans er athyglisverð
þó svo að ég vilji ekki gera
hana að minni, að minnsta
kosti að svo stöddu."
Hann segir / Hún segir
„Mér fannst bara gamli Stein-
grlmur birtast þarna, hinn blá-
eygi heiðarlegi maður. Ftann
var mjög góður og ég hefði
getað skrifað undir mest allt
sem hann sagði. Það eralveg
magnað hvernig hann getur
ofureinfaldað flóknustu hluti.
Það þykir mér góöur kostur
hjá fólki, ekki síst stjórnmála-
mönnum sem mættu gera
það oftar."
Katrín Júlfusdóttir
þingmaöur Samfylkingarinnar
17 ára piltur réðst fyrirvaralaust á nemanda í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ með
skóflu í gærmorgun. Ekkert hefur komið fram sem útskýrir árásina. Fjöldi nemenda
varð vitni að því þegar árásarmaðurinn sló með skóflu í hnakka fórnarlambsins.
„Maðurþarfekki að vera
hissa á þvt að það komi
svona tilefnislaus og
glórulaus tilfelli þegar
fíkniefni flæða um allt"
Vettvangur árásarinnar Gunnar Örn var við innganginn þegar árásarmaöurinn kom 1
aftan aö honum.
Gunnar Örn Heiðdal, sautján ára nemandi á málabraut, var á
leið í kennslustund klukkan níu í gærmorgun. Þar sem hann
stóð við inngang Fjölbrautaskólans í Garðabæ var hann sleginn
fyrirvaralaust í hnakkann með skóflu og hné niður.
„Læknirinn segir að ég sé búinn
að missa einhverja heym á öðm
eyra. Ég á víst að vera marinn inni á
hausnum. Svo er ég slasaður á öxl,“
segir Gunnar Örn Heiðdal.
Gunnar var í samræðum við fé-
laga sinn þegar ofbeldismaðurinn
kom aftan að honum. Fjöldi vitna sá
árásina. „Ég hef aldrei talað við
þennan mann. Þetta var einstaklega
skrítið. Ég hné niður og rankaði svo
við mér. Ég leit á vin minn sem sagði
við mig, er ailt í lagi með þig? Ég
spurði bara: Hvað gerðist?" segir
Gunnar. Enginn veit hvers vegna
árásarmaðurinn réðst á Gunnar.
Viðkomandi er 17 ára gamall og býr í
Reykjavflc. Hann er ekki nemandi við
skólann, en hafði komið á skólalóð-
ina til að hitta vin sinn.
Óskiljanlegt ofbeldi
Hvorki nemendur, skólayfirvöld
né lögreglan átta sig á því hvers
vegna 17 ára pilturinn ákvað að ráð-
ast á Gunnar Öm. Læknar fullyrða
að högg sem þetta á hnakkann geti
haft mjög alvarlegar afleiðingar í för
með sér. Skemmst er að minnast
frétta af tveimur mönnum sem lét-
ust eftir hnefahögg í fyrra.
„Þetta virðist alveg tilefnislaust.
Við þurfúm að fá þennan árás-
armann í hús,“ sagði Gunnar Hilm-
arsson, varðstjóri í Hafnarfirði, um
miðjan dag í gær.
Þorsteinn Þorsteinsson, skóla-
meistari Fjölbrautaskólans í Garða-
bæ, segist hafa orðið var við það í
samfélaginu að fflcniefiianotkun
verði almennari. „Strákurinn sem
lendir í þessu botnar ekki neitt í
neinu. Sá sem ræðst á hann er
sennilega einhver dópsahnn í
Reykjavík. Það þarf ekki nema að
ganga niður Laugaveginn til að sjá
fólk í annarlegu ástandi. Maður þarf
ekki að vera hissa á því að það komi
svona tilefnislaus og glórulaus tilfelli
þegar fíkniefni flæða um allt," segir
hann.
Þorsteinn segist hvetja alla til að
kæra slflcar árásir. „í hvert skipti
sem eitthvað svona hefur komið
upp í bænum hvetjum við fólk til
að kæra svona mál. Svo þekki ég
mörg dæmi þess að fólk þori ekki
að kæra," segir Þorsteinn.
Önnur árás
Aðeins er tveir og hálfur mán-
uður síðan síðast var ráðist á nem-
anda í Fjölbrautaskólanum í
Garðabæ um miðjan dag. Þá réð-
ust þrír menn á nemanda við
skólann í matsalnum um miðjan
dag. Hann var nefbrotinn og rif-
beinsbrotinn.
Gunnar öm hefur gefið lög-
reglunni þær upplýsingar sem
hann hefur um málið og hyggst
fylgja því eftir. Tengsl hans við
árásarmanninn em engin. „Ég
veit bara hver hann er eins og ég
veit hver Lalli Jones er.“
jontrausti@dv.is
Skólameistarinn Þorsteinn Þorstemsson,
skólameistari FG, segir ekki hægt að koma i
veg fyrir aö fíkniefnaneytendur láti sjá sig á
skólalóðinni eins og annars staðar.
Stjórnar fjöldasöng á þorrablóti í
Kaplakrika
Róbert Marshall færvinnu
Róbert Marshall, formaður
Blaðamannafélagsins og fyrr-
um fréttamaður á Stöð 2, hef-
ur fengið sitt fyrsta starf eftir
uppsögnina á Lynghálsinum.
Hefur Róbert verið ráðinn til
að stjórna íjöldasöng á þorra-
blóti FH sem haldið verður í
Kaplakrika á laugardaginn.
Róbert er vanur að stjórna
fjöldasöng og hljóp sem
kunnugt er í skarðið fyrir Árna
Johnsen í brekkusöng á Þjóð-
hátíð í Vestmannaeyjum þeg-
ar Árni var vant viðlátinn
vegna fangelsisvistar.
Mikið er í lagt í þorrablóti FH.
Hljómsveitirnar Brimkló og Papar
halda uppi fjörinu og veislustjór-
arnir sóttir í hóp skærustu sjón-
varpsstjarna landsins; Sirrý á Skjá
einum og Gaupi á Stöð 2. Aðgöngu-
Róbert Marshall Kominn Igang á ný eftir
uppsögn. Hér I Brekkusöng á Þjóöhátlð í Eyj-
umþarsemhann leysti Árna Johnsen af.
miðaverð er 4.900 krónur en 2.500
krónur ef menn vilja aðeins fara á
dansleikinn og sleppa þorramatn-
um.
Eagles Margir vilja sjá
þá í Baltimore I aprii.
Uppselt en bullandi eftirspurn
Biðlistar á Eagles með Bo
Allt útlit er fyrir að færri komist en
vilja á tónleika með hljómsveitinni
Eagles sem haldnir verða í Baltimore 5.
aprfl næstkomandi. Björgvin Halldórs-
son, söngvari og fararstjóri á tónleik-
ana, segir uppselt en ferðin er skipu-
lögð með Icelandair:
„Við fengum 50 miða á tónleikana
og þeir ruku út. Vandamálið er að nóg
er til af flugmiðum en ekki aðgöngu-
miðum á tónleikana. Við erum að
vonast til að fá 30 miða í viðbót og
mæta þannig eftirspurn. Nú þegar
eru 25 á biðlista," segir Björgvin Hall-
dórsson.
Tónleikaferð þessi er boðin á 71
þúsund krónur og er þá allt innifalið,
flug, hótel, miði á tónleikana og ferðir
tij og frá flugvelli og hóteli. Björgvin
Halldórsson leggur áherslu á að sér-
staklega góður veitingastaður sé á hót-
elinu sem gist er á en Björgvin er, sem
kunnugt er, landsþekktur sælkeri og
fióður um matargerð og gæði veitinga-
húsa víða um heim og þá ekki síst í
Bandaríkjunum.