Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2005, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2005, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2005 3 Þegar götur borgarinnar fyllast af snjó fara jeppakarlar á stjá. Oftar en ekki hafa þeir komið eins og riddari á hvítum hesti og dregið fólk upp úr skafli eða aðstoðað á annan hátt. Þeir Hafsteinn og Agnar létu ekki bíða eftir sér þegar snuðra hljóp á þráðinn hjá kunn- ingja þeirra og komu galvaskir að gefa honum start í hríðinni. Skyndimyndin „Hann varð rafmagnslaus karlinn, hafði gleymt ljósunum á, svo það var ekki annað að gera en kippa þessu í liðinn fyrir hann,“ sagði Hafsteinn Númason hinn hressasti. „Maðurverð- ur að vera boðinn og búinn þegar neyðin er sem mest og þá er gott að vera með allar græjurnar tilbúnar," sagði Agnar Þórðar- son sem greinilega hafði búist við ýmsum uppákomum enda klæddur í vetrargallann í tilefni dagsins. Spurning dagsins Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Mamma gerir besta matíheimi „Súrsætur pottréttur eins og mamma gerir hann. Mamma býr til besta mat í heimi, finnst hún samt mega gera réttinn oftar. Hann er svogóður." Vala Magnúsdóttir aðstoðar- verslunarstjóri. „Allt frá mömmu, það er líklega vegna þess að það ersá mat- ur sem ég þekki best. Ekki það að hún sé slæmur kokkur, maturinn henn- ar er betri en flest það sem maður fær þegar maður fer út að borða." Hrannar Már Gunnarsson nemi. „Það er lasagna eins og mamma gerir, það klikk- ar seint. Þetta erleyniupp- skrift, ég má ekki segja hvað það er sem er svo gott við þetta lasagna, fjölskylduleyndarmál." Elín Eva Karlsdóttir nemi. „Hamborgar- hryggur, fæ hann reyndar bara á jólun- um. Það væru ekki jól ef maður mundi ekki fá hamborgarhrygg. Pabbi eldar hann, mamma eldaryfír- leitt heima en efþað er eitthvað mikið í húfí eldarpabbi." Björn Þór Karlsson nemi. „Spaghetti er klassískt. Ég geri það nokk- uð oft heima. Mamma gerir það samt bet- ur en ég fínnst mér." Ásta Guðrún Jóhannsdóttir verslunarkona. Viðmælendur DV eru hrifnir af matargerð mæðra sinna. Námsmenn mótmæla við Stjórnarráðið „Ég man nú ekki vel eftir þessu," segir Gunnlaugur Guðmundsson, núverandi stjömuspekingur og framkvæmdastjóri Samtaka náms- manna erlendis (SÍNE) á ámnum 1982 og 1983. Myndin sem hér fylgir með er tekin sumarið 1983 fyrir framan Stjómarráðið. „Það var nú reyndar ekki algengt að fara í svona mótmælagöngur. Var ekki alltaf verið að skerða námslán? Baráttan snerist meðal annars um að verið var að þurrka út tenginguna á milli lána og raunverulegs kostn- aðar í viðkomandi borgum. Minnir mig. Og það var lfka verið að berjast fyrir þvf að ekki yrðu felld niður félagsgjöldin að SÍNE,“ rifjar Gunn- laugur upp. Gunnlaugur segir starfið hjá SÍNE hafa verið mjög skemmtilegt: „Þetta var dálítið mikil námsráðgjöf. Hjá menntamálaráðuneytinu var einn starfsmaður sem veitti ráðgjöf um nám erlendis. Hann var við milli klukkan tvö og fjögur á fimmtudög- um. Og ef menn mættu þangað gat vel verið að hann væri veikur eða í fríi. Þá var lokað. Við stóðum þá fyr- ir því að taka saman bók með leið- beiningum um nám erlendis. Sú bók hefur verið gefin út reglulega sfðan." ÞAU ERU FEÐGIN Leikkonan & lögfræðingurinn ja_ Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona er dóttir Arnar Clausen lögmannsjóhanna Vigdís eralnafna móðurömmu sinnar. Þau feðgin eru þekktar opin- berar persónur I samfélaginu. Örn hefur getið sér 4 gott orð sem lögmaður og þykir sá allra snjallasti I sinni grein. Dóttirin hefur sungið sig og leikið inn I hjörtu landsmanna á slðustu árum. Þó hún hafi út- ''^^skrifast sem leikari fyrir þónokkrum árum varð hún ■f fyrst landsþekkt eftir frábæra frammistöðu slna I ■Bj söngleiknum Chicago I fyrra. Pöntunarsími

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.