Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2005, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2005, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 7 0. FEBRÚAR 2005 Fréttir DV ístak hreppir stórverk Ný íþróttamiðstöð sem byggja á í Lækjarhlíð í Mos- fellsbæ mun kosta 876 milljónir króna. Bæjarráð ákvað á síðasta fundi sínum að semja við ístak um að vinna verkið fyrir þessa upphæð sem fyrirtækið bauð og var sú lægsta sem barst í alútboði. Öll tilboðin sem bárust voru talsvert yfir kostnaðaráætlun. Flugleððir kaupa Bláfugl Flugleiðir hafa gert samning um kaup á fraktflugfélaginu Bláfugli hf. og flutningsmiðlunar- fyrirtækinu Flugfluming- um ehf. Kaupin eru gerð með fyrirvara um áreið- anleikakönnun og sam- þykki samkeppnisyfir- valda. Kaupverð fyrir- tækjanna nemur samtals 3,8 milljörðum króna auk þess sem Flugleiðir yfir- taka vaxtaberandi skuldir vegna fjármögnunar flug- véla fyrir um 1.400 millj- ónir króna. Kaupverðið er greitt með peningum og með eigin hlutabréf- um í Flugleiðum fyrir 1.350 milljónir króna. Heildarumsvif Flugleiða- samstæðunnar í frakt- flutningum eftir þessi kaup verða rúmlega sjö milljarðar króna á ári. Suðurnesin í tangó Sfðastliðin sunnudag ákváðu nokkrir dansáhuga- menn að stofna til tangódansfélags á suður- nesjum. Markmið þeirra er að kynna efla og útbreiða argentínskan tangó og aðra suðræna menningu á svæðið. Viðtök- urnar hafa fari fram úr öllum vonum og voru yfir þrjátíu á stofnfundin- um. Stefnan er að halda að minnst kosti þrjá tangódans- leiki árlega og mun félagið hafa milli- göngu um frekari námskeið og æfingar. Félagið mun leita eftir samstarfi við önn- ur félög sem starfa með sama markmiði. rt. „ívetur hafa verið umhleyp- ingar og frekar rysjótt. Þó ekki hafi veriö miklir kuldar hefur þetta alltafverið við kulda," segir Þorleifur Hjaltason, fvrrverandi hreoospórl á Hól- umí Horna- .... ||JI firði.„Það hafa verið óvenju mikil stórviðri í vestanátt en algengast er að hér sé logn. Þegarþað hafa verið nánast engir vetur, eins og í fyrra vetur, fara menn að Imynda sér aö það sé eitthvað að ger- ast I himingeimnum sem þeir gætu haft áhrifá. Þeir eru kannski komnir aftur niður á jörðina núna." Séra Pálmi Matthíasson keypti nammi fyrir tvöföld mánaðarlaun verkamanns og geymdi á hótelherbergi sínu í Túnis. Þegar liðið datt óvænt úr keppni sat Pálmi uppi með miklar nammibirgðir. Hann gekk því á milli hótelgesta og reyndi að selja góssið með þeim orðum að það yrði að bjarga Himnaríki. z -, -X J, „Ég held að þetta hafi ekki verið nein himnasæla í rekstrinum hjá honum Pálma,“ segir Viggó Sigurðsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta. Séra Pálmi Matthíasson, fararstjóri íslenska liðsins, rak sjoppu fyrir leikmenn í Túnis sem gekk undir nafninu Himnaríki. Logi Geirsson landsliðsmaður í handbolta segir frá stóra nammi- málinu á heimasíðu sinni. Hann segir einn mann standa upp úr í huga sínum sem maður heims- meistaramótsins í Túnis. Það er séra Pálmi Matthíasson, fararstjóri landsliðsins og prestur í Bústaða- kirkju, sem brást við ákalli lands- liðsmanna og stofnaði sjoppu í hótelherberginu sínu. Himnaríki kemst á koppinn Landsliðsmaður sem ekki vildi láta nafns sín getið sagði nammiúr- valið á hótelinu sem gist var á ekki boðlegt fyrir menn í landsliðsklassa og því var séra Pálmi gerður út af örkini til að bjarga málunum. Logi Geirsson segir að Pálmi hafi snúið heim með birgðir af sætind- um sem Logi heldur að hljóti að hafa kostað tvöföld mánaðarlaun vinnandi manns í Túnis. Innan skamms var Pálmi búinn að setja upp sjoppu í hótelherberginu sínu, „með verðlista og allt“, eins og Logi kemst að orði á síðunni sinni. Leikmenn landsliðsins efndu svo til samkeppni um besta nafnið á nýju sjoppuna og það varð svo úr að sjoppan hlaut nafnið Himnaríki. Himnaríki verður fyrir áfalli Þeir landsliðsmenn sem DV ræddi við voru sammála um að það hefði verið mikið áfall fyrir rekstur Himnaríkis þegar liðið féllu úr leik í riðlakeppni heimsmeistarakeppn- innar. Eins og flestir íslendingar hefur Pálmi væntanlega gert ráð fyrir að íslenska landsliðið yrði viku lengur í Túnis, enda markið sett hátt fyrir mótið. Logi segir að þegar ljóst hafi verið að strákarnir væru á heimleið hafi Pálmi og konan hans T. "I S >,yi 5 í .ÍI « jf •J. > Logi Geirsson Skrifar um ævintýrið á heimaslðu sinni. gengið um ganga hótelsins og boð- ið gestum birgðirnar til sölu. „Hver vill bjarga Himnaríki?“ eru þau orð sem Logi segir að prest- urinn úr Bústaðakirkju hafi notað í von um að hótelgestir mundu ekki skorast undan jafn mikilvægri áskorun. Engin himnasæla heldur Viggó Viggó Sigurðsson vildi ekki taka undir þá tilgátu blaðamanns að nammiát landsliðsmanna hafi orðið þeim að falli í Túnis. „Ég held að þetta hafi ekki verið nein himna- sæla í rekstrinum hjá honum Pálma. Hann hefur áður farið með landsliðinu á stórmót og situr stjórn HSÍ.“ Ekki náðist í séra Pálma vegna málsins og er þeirri spurningu því ósvarað hver framlegðin af sjoppurekstri hans í Túnis varð. andri@dv.is Séra Pálmi Eyddi tvöföldum mánað arlaunum íTúnis. íbúi á Stöðvarfirði óánægður með atvinnuhorfurnar Þreytt á framtíðarsýn gangamanna „Ég verð að viðurkenna að ég er að verða dálítið þreytt á þessari fram- tíðarsýn, hvort sem er stjórnenda sveitarfélagsins eða ráðamanna al- mennt, að hér muni allir hafa at- vinnu og vandamál nánast hverfa þegar göngin opna og álver tekur til starfa á Reyðarfirði í 50 kílómetra fjarlægð frá okkur," skrifar Aðalheið- ur Birgisdótúr Stöðfirðingur í pistli á heimasíðu Austurbyggðar. Aðalheiður skrifar undir þeim skugga sem hún segir nú bera á at- vinnulífið í plássinu, að meiri líkur en minni séu á að Samherji hætti landvinnslu fisks á Stöðvarfirði og færi vinnsluna til Dalvíkur. „Ég býst við að einhverjir íbúar Austurbyggðar, sem og Suöurfjarða almennt, muni sækja vinnu í álver á Reyðarfirði en jafnframt hef ég enga trú á að við fjölmennum þangað í störf. Og við hver á Stöðvarfirði? Erum við að tala um hjónin sem bæði vinna í frystihúsinu og eiga þrjú börn í grunnskólanum? Eða einstæðu móðurina með barnið sitt á leikskólanum? Já, eða konuna og manninn sem hafa unnið í frysti- húsinu allt sitt líf, þekkja þá vinnu bara nok vel, og höfðu ekki reiknað með að verða hent þaðan út, til að keyra 50 kilómetra til vinnu kvölds og morgna bara til að geta búið í húsinu sínu og í byggðarlaginu sínu, sem þau eru búin að vinna fyrir allt sitt líf, helga líf sitt?" spyr Aðalheið- ur. Að því er Aðalheiður fullyrðir eiga þeir sem ekki geta eða vilja ferð- ast 100 kílómetra á dag til að vinna í álverinu ekki aðra möguleika en að flytja burt. En þá blasi við það vandamál að hús á Stöðvarfirði séu „næsta verðlaus". Aðalheiður Birgisdóttir Hefurenga trú á að Stöðfirðingar fjölmenni i vinnu i álverinu á Reyðarfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.