Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2005, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2005, Blaðsíða 13
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2005 13 Bræðslan opnará Djúpavogi Djúpavogshreppur hefur gengið frá kaupum á loðnubræðsl- unni á staðn- um. Á horna- íjordur.is greinir frá því að Björn Haf- þór Guðmundsson sveita- stjóri á Djúpavogi taki fram að afsalið sé ekki komið í hendur kaupanda en hann sé búinn að greiða útborg- un samkvæmt samkomu- lagi. Þá segir að byrjað sé að undirbúa vinnslu í bræðslunni, kynda hana og skoða tæki. Actavis á Indlandi Actavis hefur keypt lyfjarannsóknarfyrirtæk- ið Lotus Laboratories á 1,6 milljarði króna og gert samstarfssamning við Emcure, sem er ind- verskt samheitalyfjafyrir- tæki. Gengið verður frá kaupunum, sem háð eru ákveðnum skilyrðum, á næstu vikum. Hjá Lotus starfa um 230 manns. Helgi Auöunsson atvinnurekandi á Vestfjörðum segir reiða bæjarbúa reka áróður gegn sér. Patreksfirðingar í stríði við kennitöluflakk „Þetta er ekkert kennitöluflakk," segir Helgi Auðunsson á Patreksfirði, en fyrirtæki hans, Vöruafgreiðslan, var á sínum tíma umboðsaðili Eim- skipa á sunnanverðum Vestfjörðum. Eftir að Vöruafgreiðslan fór á hausinn færði Helgi reksturinn yfir á annað fyrirtæki í sinni eigu, Nönnu ehf. Helgi blæs samt á ailar sögur um kennitöluflakk og segir það hluta af rógburði óvina sinna á Patreksfirði. „Það eru menn hér á Patreksfirði sem em beinlínis í stríði við mig og dreifa um mig óhróðri," segir Helgi og bætir við að hann hafi átt erfitt síðan Vöruafgreiðslan fór á hausinn. „Ég misstí flestar eignir mínar í þrota- búið og er að böðlast við að halda Nönnunni gangandi." Sigrún Þorleifsdóttir, forstöðu- maður sölu og þjónustusviðs hjá Eimskipum, segir að mál Vömaf- greiðslunar komi Eimskipum ekki við. „Nanna ehf. hefur öfl tilskflin réttindi og stendur í skflum við okk- ur. Meðan svo er er ekkert athugavert við þetta" Patreksfjörður Helgi Auðunsson segirað menn f Patreksfirði séu ístríði við sig Samkvæmt Helga er Sparisjóður Vestfirðinga búinn að kaupa hús- næði Vömafgreiððslunar af þrotabú- inu og leigir það til hans svo hann getí haldið rekstri Nönnu ehf. áfram. „Ég veit ekkert hvort ég fái að vera hér áfram með reksturinn. Eimskip em ekki búnir semja við mig um fram- haldið því þeir em að kaupa upp all- ar skipaafgreiðslur á landinu. Eg býst við því að þeir séu að koma sér fyrir hér á Patró líka," segir Helgi sem skilar því til bæjarbúa að hann sé búinn að fá nóg af kjaftasögum um fyrirtækjarekstur sinn. andri@dv.is Róbert Wayne Love svaf yfir sig þegar hann átti að bera vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur gærmorgun. Róbert er ákærður fyrir að hafa barið ungan dreng í andlitið með brotinni flösku. Róbert neitar þessu öllu og segist hafa verið að verja sig. Lamdi 16 ára dreng með broOnni flösku á menningarnótt „Ég var bara að verja mig," segir Róbert Wayne Love sem ákærður er fyrir alvarlega líkamsárás á menningamótt sumarið 2003. Rétt- að var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Róbert Wayne var þó hvergi sjáanlegur. Fómarlambið lýsti því hins vegar hvemig Róbert hefði látið höggin dynja á sér með brotinni flösku. Mikið var um ryskingar og slags- mál meðal ungmenna á menning- amótt þetta árið og ölvun var mikil. Fyrir Héraðsdómi Reykjavíktir í gær sagði fórnarlambið, ungur karlmað- ur sem var aðeins 16 ára þegar hann varð fyrir árásinni, frá því að vinur sinn hafi komið tfl sín alblóðugur og leitað sér hjálpar. Vinurinn hafi bent á Róbert og sagt hann hafa kýlt sig. Fórnarlambið gekk á Róbert og spurði hvað honum gengi tfl. Um leið sauð upp úr og segir fórnar- lambið að þá hafi Róbert slegið sig ítrekað með flösku. „Þetta var brútal og hefði getað farið mun verr," sagði fórnarlambið. „Skurðurinn var alveg við augað á mér." Blóðug menningarnótt „Ég var ekki með neina flösku," segir árásarmaðurinn, Róbert Way- ne Love sem var aðeins 17 ára þessa örlagaríku nótt. Aðspurður um gler- brotin í sárum fórnarlambsins segir Róbert: „Þetta var á menningamótt og glerbrot vom út um allt, það réð- ust einhverjir gaurar á mig og ég var bara að verja mig. Áður en ég vissi af var löggan búin að taka mig og ég var orðinn alblóðugur". Óeinkennisklæddur lögreglu- maður sem var á vettvangi bar fyrir dómi í gær að Róbert hafi haldið á brotinni flösku þegar hann sá hann fyrst en hún hafi horfið í æsingnum þegar Róbert var yfirbugaður og færður af vettvangi. „Róbert var mjög æstur og ekkert hægt að tala við hann, öskraði og lét lét öllum illum Æ ‘*rw' látum," sagði lög- í ‘ * % reglumaðurinn. Orð gegn orði Fyrir dómnun í gær sögðu vitni að Róbert Wayne Love Svaf yfir sig en segist saklaus. Menningarnótt Mikil ölvun varímiðbæn- umþegar árásin átti sér staö. flaskan sem Róbert á að hafa notað hafi brotnað í átökunum og því hafi hann verið með stórhættulegt vopn í höndunum. Fórnarlambið segist hafa verið með marga skurði eftir árásina og glerbrot föst í sárum sínum. Róbert neitar því hins vegar staðfastíega að hafa verið með flösku. Defla má um hvað vægi þessi fullyrðing hefur gegn framburði lögreglumannsins og fórnar- lambsins. Þá hefur framganga Róberts gagnvart réttínum vakið athygli en þegar þingfesta átti málið við héraðsdóm 14. september síðastliðinn mætti Róbert ekki og var handtökuskipun gefin út á hendur honum í kjölfarið. Það - sama var upp á teningnum í gærmorgun þegar aðal- meðferð málsins hófst. „Égsvafyfir mig" segir Róbert spurður um ástæðu fjarvist- arinnar. andri@dv.is L '1 HVERIUIG ER .. .að vera sykursjúkur „Helstu einkenni sykursýki eru þorstí og tíð þvaglát, svo getur það gerst að sykurinn fellur niður og þá getur viðkomandi fallið í það sem kallað er sykurdá. Við sem erum sykursjúk fylgjumst auðvit- að með þessu og vitum alveg hvað er að gerast þegar þetta er að koma upp á og reynum að bregð- ast við aðstæðum með viðeigandi hættí, annaðhvort með því að borða sykur eða með lyfjagjöf. Það er náttúrulega algert neyðarúr- ræði hjá okkur að borða sykur en það getur í sum- um tilfellum verið nauðsynlegt því þegar sykurfall verður minnkar sykurinn í blóðinu og þá verður mað- ur að innbyrða sykur tfl jafna það upp. Erfitt að sprauta sig fjórum sinnum á dag Það eru til tvær gerðir að sjúk- dómnum. Sykur- sýki eitt er insúlín- háð sykursýki og þá verður fólk að sprauta sig. Hin gerðin af sykur- sýki, eða það sem kallað er sykursýki tvö, og getur verið mjög margbreytfleg. Sumir geta stjómað þessu með mataræði en aðrir nota töflur, þetta fer allt eftir því á hve háu stígi sjúkdómurinn er. Ég er með sykursýki tvö og sjúkdómurinn er á það háu stígi að ég verð að nota sprautu ásamt töflum til að hafa stjóm á þessu. Ég þarf sem betur fer bara að sprauta mig einu sinni á dag þannig þetta er ekkert sérstaklega mikið mál fyrir mig en ég efast ekki um að þetta getur verið erfitt fyrir þá sem þurfa að sprauta sig allt upp í fjórum sinnum á dag. Ég þarfsem betur fer bara að sprauta mig einu sinni á dag þannig þetta er ekkert sérstak- lega mikið mál fyrir mig en ég efast ekki um að það getur verið erfitt fyrir þá sem þurfa að sprauta sig allt upp í fjór- um sinnum á dag. Reynum að fræða alla sem vilja Þessi sjúkdómur hefur áhrif á ailar æðar. Augnbotnamir em við- kvæmastir og ef það blæðir inn á þá getur fólk orðið blint. Sjálfur er ég í reglulegu sex mánaða eftirlití hjá augnlækni og gripið er inn strax og eitthvað kemur upp á. Við sem erum í Samtökum sykur- sjúkra reynum að gefa út eins rnikið af leiðbeiningum og upplýsingum og við mögulega getum fyrir fólk með sykursýki, við höldum svo fræðslufundi þrisvar tfl fjórum sinnum á ári og förum svo í stutt ferðalag innan- lands einu sinni á ári. í stuttu máli er þetta félags- skapur sem reyn- iraðfræðaallaþá sem vflja ffæðast um málið eins mikið og við get- um. Margt getur komið upp á Það sem ég held að mikfl- vægast sé fyrir al- menning að vita um þennan sjúk- dóm er að þetta er ekki jafn bráðalvarlegt og margir halda. Fólk þarf því ekki að stökkva upp til handa og fóta þó það heyri að fólk sé haldið þessum sjúkdómi því það er vel hægt að lifa með honum ef rétt er að farið. Samt sem áður ber einnig að taka þetta alvarlega því þetta getur ver- ið alvarlegur sjúkdómur ef hann er ekki rétt meðhöndlaður, því eins og margir vita þá getíir margt komið upp á, menn hafa misst út- limi og orðið blindir og því er mjög mikflvægt að sykursýkin sé meðhöndluð á viðeigandi hátt." um allt ki en auðvitað sé afar mikilvægt að sjukaomurmn óvarlega farið geti afleiðingarnar verið alvarlegar. Af *°ku ,ggja meðlimir Samataka Sykursjúkra mikla áherslu á að fræða fólk em tengist sjúkdómnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.