Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2005, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2005, Side 14
74 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2005 Tækni DV Fjölnota sög „Mig dreymir um að eignast Elu-sög, sem er bæði borðsög til að rista í og svo krúttsög til að saga í sundur lista og annað dót. Mig hef- ur lengi langað í þessa sög og hugsa að það komi að því að ég láti þennan draum rætast. Ég hef bara ekkert pláss fyrir hana, Draumatækið maður verður að h;ifa, ' einliverja aðstöðu eins og 1 til dæmis bílskúr. Annars langar mig ekki í neitt ann- að, nema kannski nýjan , bíl eins og alla aðra," segir Steinn Ár- 'y' ? mann Magn- ússon leik- j ari. ,y Konur hrifnar af silfurlituðum bílum Fyrir 20 árum varstu ekki maður með mönnum nema fóta- nuddtæki væri til á heimilinu. í dag á þetta við um Tivoli- útvarpstækið. Þetta er dýrt tæki en margrómað fyrir mikil hljómgæði þrátt fyrir einómahönnun. Karlmenn sem aka á silfur- lituðum bflum eru líklegri en aörir til þess að ná sér í stelp- ur. í könnun sem gerð var meðal kvenna í Bretlandi kom fram að menn á silfurlituðum bflum eru fýsilegastir, en næstir í röðinni koma svartir bflar og svo rauðir. Næstum því helmingur kvennanna við- urkenndi að litur á bfl væri nóg til þess að þær vildu sjá hvern- ig bflstjórinn liti út. Karlmenn á gráum, hvítum eða grænum bflum eiga engan séns, sam- kvæmt könnunni. Breskar konur eru ekki hrifnar af mönnum sem eru með risa- græjur í bflunum sínum, svo sem bassabox í skottinu. Loðnir ten- ingar hangandi úr baksýnisspegl- inum, vindskeið og skyggðar rúð- ur eru heldur ekki máíið. Ein af hverjum tíu konum sagðist fara á stefnumót með mönnum út af bfl þeirra. Silfurlitaður Benz Skotheldur til að ná sér/gellur. SgNN 69921 Sýslumaðurinn á Akranesi Stillholti 16-18, 300 Akranes, s: 431 1822 UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Stillholti 16-18, Akranesi, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Skólabraut 2-4, mhl. 01-0102, fastanr. 226-9204, Akranesi, þingl. eig. Útlit ehf, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Akranesi, miðvikudaginn 16. febrúar 2005 kl. 14:00. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Höfðabraut 10, mhl. 01-0301, fastanr. 210-0926, Akranesi, þingl. eig. Hall- dór Kristinn Haraldsson og Hjördís Edda Olgeirsdóttir, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður, Ibúðalánasjóður og Kaupþing Búnaðarbanki hf, mið- vikudaginn 16. febrúar 2005 kl. 10:00. Skagabraut 24, mhl. 01-0101, fastanr. 210-1701, Akranesi, þingl. eig. Helga Oddrún Sævarsdóttir, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður og Vátrygginga- félag islands hf, miðvikudaginn 16. febrúar 2005 kl. 10:30. Vesturgata 83,n.h. mhl. 010101, fastanr. 210-1148, Akranesi, þingl. eig. Vig- dís K Sigurðardóttir og Anton Þór Harðarson, gerðarbeiðendur Akranes- kaupstaður, fslandsbanki hf og Landcbanki Islands hf,aða!stöðv, miðviku- daginn 16. febrúar 2005 kl. 11:30. Víðigrund 1, mhl. 01-0101 og 02-0101 (bílskúr) fastanr. 210-2833, Akra- nesi, þingl. eig. Berglind Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Akraneskaup- staður, miðvikudaginn 16. febrúar 2005 kl. 12:00. Sýslumaðurinn á Akranesi, 9. febrúar 2005. Esther Hermannsdóttir, ftr. M tröllPÍDur íslenskum heimilum „Hjá okkur seldist tækið upp fyrir jólin,“ segir Sigrún Baldurs- dóttir í versluninni Epal. „Model One er vinsælasta tækið og var greinilega jólagjöfin í ár,“ bætir hún við. Model One kostar í Epal 17.700 krónur og er sambærilegt verði í öðrum íslenskum verslun- um sem selja tækið. Þá er það einnig til sölu í fríhöfninni, á 13.990 krónur. Eins og sést á myndinni er Tivoli Model One einfalt í útíiti. Einn hátalari og þrír takkar (tíðni, hljóm- styrkur, FM/AM). Það þykir smart í útíiti og ber hljóminn einstaklega vel - það verður að segjast. Gervihnattaútvarp á leiðinni Til er einnig Model Two og Three sem bjóða upp á tengingu við aukahátalara sem þýðir að tækið er þá víðóma. Einnig er hægt að fá geislaspilara með þeim vöruflokkum sem og bassahátal- ara. Þá er einnig til sölu á íslandi PAL-ferðatækið sem getur gengið fyrir rafhlöðum og hægt er að tengja við ferðaspilara af hvaða tegund sem er. Tivoli lætur þó ekki þar staðar numið, fjöldamargar vörur eru í boði fyrir Bandaríkjamarkað á heimasíðu fyrirtækisins. Nýjasta viðbótin er gervihnattaútvarp, sem fer jafn vel í hillu og hinar tegundirnar. Er það fyrsta sinnar tegundar í heiminum, samkvæmt heimasíðunni. Model One Klassíska útgáfan afModel One-útvarpinu frá Tivoli. Það er til Imörg- um mismunandi litasamsetningum. Eiga að endast lífsttíðina Henry Kloss lést árið 2002 en þótti brautryðjandi á sviði út- varpshönnunar. Tivoli-útvörpin eru afrakstrur margra áratuga vinnu hans og þótti Tom DeVesto, stofnandi fyrirtækisins, svo mikið til Model One-útvarps- ins koma að hann stofnaði sér- stakt fyrirtæki um rekstur þess. Öll tækin frá Tivoli eru framleidd í þeirra eigin verksmiðju sem býður upp á mikið og strangt gæðaeftirlit. Fyrirtækið gefur sig út fyrir að framleiða vöru sem mun endast viðskiptavinunum lífstíðina. Hvort það verði komið við hliðina á fótanuddtækinu inn í geymslu eftir 5 ár skal ósagt látið. eirikurst@dv.is Lavalampi 21. aldarinnar gler, kristall, plast eða annað efni sett á topp- inn á honum bregst lampinn við því. Til að njóta hans sem best er nauðsynlegt að hafa algert myrkur og leyfa sér að verða töfrum lampans að bráð. Loks hefur verið komið til móts við kröfur 21. aldarinnar um nú- tímalegan lavalampa. Sem von er hefur nýja gerðin slegið í gegn meðal tækjafíkla heimsins og er gripurinn kallaður Laserpod. Hann er sagður gefa frá sér töfr- andi, jafnvel dáleiðandi, birtu og lífrænar eldingar. Síbreytilegir litir og áferð eiga að hafa losandi og róandi áhrif á þann sem horfir. Það er samt merkilegast af öllu við þennan lampa að hann hefur gagnvirk áhrif. Sé

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.