Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2005, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2005, Page 19
DV Sport FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2005 19 Lehmann hugðist fara fráArsenal Jens Lehmann markvörður Arsenal hefur greint frá því að litlu munaði að hann yfirgæfi herbúðir Arsenal þegar hann missti sæti sitt í liðinu í hendur hins spænska Almunia. „Wenger þjálfari sagði mér í vetur að ég myndi missa stöðu mína í liðinu því Almunia væri búinn að vera ferskari á æf- ingum", sagði Lehmann, sem er þekktur fyrir að liggja aldrei á skoðunum sínum. Hann sagði að sér þætti þessi röksemdarfærsla stjóra síns afar undarleg, því mikiil munur væri á því að standa sig vel á æfingum eða í leikjum. Lehmann hefur nú endurheimt sæti sitt í byrjunarliði Arsenal og líkar lífið betur þannig. „Ég á eitt- hvað eftir af samningi mínum og ég hef alltaf sagt að ég vilji leika út þann tíma. Vel gæti komið til greina að ég verði lengur héma, en það er ekki undir mér komið - það eina sem ég get gert er að halda áfram að gera mitt besta á hverjum degi", sagði Þjóðverjinn. Suns styrlcja hópinn Lið Phoenix Suns í NBA-deild- inni í körfubolta hefur farið mik- inn í vetur og er í næstefsta sæti deiidinni sem stendur, en Akkiles- arhæll liðsins hefur verið vara- mannabekkurinn en hann er afar þunnur og em það fyrst og fremst byrjunarliðsmenn liðsins sem hafa lagt grunninn að góðu gengi. Nú hefur liðinu loks borist liðs- styrkur fyrir átökin á síðari helm- ingi deildarkeppninnar. Phoenix hefur fengið Walter McCarty frá Boston Celtics til að styrkja hjá sér varamannabekkinn, en hann er duglegur framherji sem hefur ver- ið 9 ár í deildinni og er því reyndur leikmaður og gefur liðinu kost á að hvíla þá Amare Stoudamire og Shawn Marion meira. McCarty er þriðji reynsluboltinn sem Suns fá til sín á leiktíðinni, en liðið hafði áður fengið til sín þá Jimmy Jackson og Bo Outlaw. Dennis Rodman úr fötunum Vandræðagemlingurinn Denn- is Rodman, sem á sínum tíma gerði garðinn frægan í NBA deild- inni, er sjaldan langt undan þegar skrítnar uppákomur eru annars vegar. Nú má sjá þennan húðflúr- aða furðufugl á áróðursvegg- spjöldum í New York þar sem hann situr fyrir nakinn og hefur þetta vakið mikla athygli. Vegg- spjaldið er uppátæki dýravemd- imarsinna sem vilja hvetja fólk til að kaupa ekki föt sem gerð em ú skinnum eða feldum dýra. Rod- man hefur veitt þessu málefni smðning sinn en undir myndinni af honum stendur „think ink - not rnink". Þetta á sem sagt að hvetja fólk til að fá sér frekar húðflúr en minkapels. Rodman kallar ekki allt ömmu sína í kynningarmálunum og áritaði ævisögu sína m.a. íklæddur brúðarkjól þegar hún. Sven-Göran Eriksson blandaöi sér í gær í deiluna á milli Chelsea og Arsenal með því að segja að Ashley Cole hafi átt fullan rétt á því að hitta forráðamenn Chelsea að máli. Eriksson segir það sjálfsagt að menn í vinnu fái að skoða ný möguleg atvinnutilboð. Atti hi llan réttá „Atvinnumenn í knattspyrnu hljóta að eiga rétt á því að hlusta ef í Ijds kemur að önnur og betri atvinnutilboð eru til staðar. Það á við um fótboltann eins og hverja aðra vinnu," sagði Sven-Göran Eriksson, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, í gær þegar hann var spurður um álit sitt á máli Ashleys Cole, sem sagður er hafa hitt forráðamenn Chelsea að máh í vikunni án vitundar yfirboðara sinna hjá Arsenal. Eriksson segir núverandi reglur út í hött og að þær brjóti í bága við almenn mannréttindi. „Við lifum ekki á tímum einræðishyggju, í þessu landi ríkir lýðræði," segir Eriksson. Eriksson er kannski ekki alveg sá hlutlausasti til að tjá sig um máhð en í mars á síðasta ári var hann sjálfur gagnrýndur fyrir að hafa staðið í við- ræðum við Chelsea á sama tíma og hann var samningsbundinn enska knattspymulandsliðinu. Á endanum ákvað Eriksson hins vegar að fram- lengja dvöl sína með enska landslið- ið og forráðamenn Chelsea snéru sér að Jose Mourinho sem síðan varð þjálfari Uðsins. „Jú, vissulega er holl- usta mikilvæg en allir samningar taka ein- hvern tíma enda „Ég hafði fullan rétt á því að ræða við Chelsea á sínum tíma," heldur Eriksson en fram og bætir við að á sínum þjálfaratíma með félagslið á Ítalíu hafi hann ávallt byrjað á því að ræða við umboðsmenn leikmanna sem hann hafði áhuga á að fá, en ekki félagið sem viðkomandi leik- maður var samningsbundinn. „Jú, vissulega er hollusta mikil- væg en allir samningar taka ein- hvern tíma enda. Þarmig er h'fið," segir Eriksson og finnst greinilega búið að gera úlfalda úr mýflugu í máh Coles. Reglur eru reglur Ummæli Eriksson vöktu tölu- verða reiði og ekki síður furðu inn- hvíað Höldum alltaf í okkar mann Á sama tíma í gær lét David Dein, varaformaður Arsenal, hafa eftir sér að félagið muni ekki hika við að kæra umboðsmann Coles, mann að nafni Jonathan Bamett, ef það sannast að Cole og Jose Mour- inho, stjóri Chelsea, hafi rætt sam- an í síðustu viku á hóteli í London. „Umboðsmaður fær ahtaf ákveðna prósentu af samningi félags við skjólstæðing okkar. Við höfum ávallt klausu í samningi okkar við leikmann að umboðsmanni hans beri skylda til að þjóna hagsmun- um félagsins. Við gerum kröfu um að umboðsmaður virði það sam- komulag. Nú ef ekki, þá er það und- ir okkur komið að kæra. Við gætum farið með umboðsmanninn fyrir al- menna dómstóla ef við kysum svo," sagði Dein en bætti stoltur við að til þess hefði aldrei komið hjá Arsenal og að það myndi vonandi ekki breytast nú. „Enda sjáið þið að við höfum ahtaf haldið í þá menn sem við viljum halda í,“ sagði Dein og glotti. vignir@dv.is an enska knattspyrnusam- bandsins. Talsmaður þaðan sagði reglur um samnings- bundna leikmenn afar skýrar. „Leikmaður á samning má ekki ræða við annað félag án þessa að fá leyfi frá vinnuveitanda sínum. Ef í ljós kemur að þessar reglur hafi verið brotnar þá mun þeim seku verða refsað," sagði talsmaðurinn en bætti við að ekki yrði gert neitt stórmál úr ummælum Erikssons. „Við erum ekki á leið í stríð við Eriksson - við erum aðeins að gera honum ljóst að reglur eru til staðar og þær ber að virða." Sven-Göran Eriksson Lemií mjog svipaöri aöstööu og Cole i fyrra og styðursinn mann heilshugar. Eriksson segir málið spurningu um mannréttindi. tala við Chelsea Náinn vinur Ashleys Cole greinir frá samskiptum sínum við leikmanninn Cole er búinn að gera upp hug sinn Þær sögusagnir ganga nú í Bret- landi að Ashley Cole hafi þegar náð munnlegu samkomulagi við Chel- sea um að ganga til liðs við félagið næsta sumar. Gengið hafi verið frá þeim samningi á meintum fundi Coles með Jose Mourinho og Peter Kenyon á hóteli í London í síðustu viku. Samningurinn mun færa Cole rúmar 10 mihjónir króna á viku í aðra hönd sem gerir hann einn af launahæstu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar. Náinn vinur Coles, sem vildi ekki koma fram undir nafni, segir að þó að Arsenal jafni samningstilboð Chel- sea muni Cole ávaht kjósa Eið Smára og félaga fram yfir núver- andi félag sitt. „Ef Arsenal hefði boðið Ashley samning fyrir mánuði síðan hefði hann skrifað undir hann," segir vinurinn en Cole á eftir tvö ár af núverandi samningi sínum við Arsenal. Heimhdir herma að samn- ingur sem hefði tvöfaldað þriggja mihjóna króna vikulaunin sem Cole er nú með hjá Arsenal hafi legið á borðinu fyrir mánuði síðan, en seinagangur hjá forráðamönnum Arsenal hafi ohið því að undirritun samningsins seinkaði. „Síðan þegar það henti Arsenal að skrifa undir höfðu umsamin laun hans lækkað töluvert. Ashley er mjög óánægður með það hvemig fé- lagið hefur komið fram við hann og skhur ekki þennan tvístíganda í samningamálunum," bætti vinur- inn við. Nú virðist svo komið að eina von Arsene Wenger, stjóra Arsenal, tíl að halda Cole í sínum herbúðum, sé að sannfæra David Dein og félaga um að lyfta launaþaki félagsins upp úr öhu valdi. Samherjar á naesta ári? Mourinho hefur aldrei fariö leynt meö áhuga sinn á Ashley Cote. »

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.