Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2005, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2005 Fréttir DV „Mér brá rosalega," segir Óskar Guð- laugsson, starfsmaður fiskimjölsverk- smiðjunnar í Grindavík, þar sem stærðar- innar hitaþurrkari sprakk um miðjan dag í gær með þeim afleiðingum að verk- smiðjan brann. 20 manns voru að störf- um þegar sprengingin varð. Óskar var um 10 - 15 metra frá þurrkaranum sem sprakk. „Sprengingin var há og snögg, ég sá engan eld þegar ég kom að þurrkaranum og grunaði ekkert. Nokkrum mínútum síðar fann ég reykjarlykt frá þakinu og áttaði mig á því að eldur væri kominn upp, þá var lítið annað að gera en forða sér,“ sagði Óskar í gær, greinilega í upp- námi eftir atburði dagsins. „Ég veit ekki hvað ég á að gera á morgun. Ég er búin að vinna á þessum stað í 6 ár." Móðir Óskars, Elsí Sigurðardóttir segist hafa óttast mjög um son sinn. „Um leið og ég heyrði af brunanum stökk ég upp í bíl með dóttur minni og keyrði að fiskimjölsverksmiðjunni. Ég reyndi strax að hringja í Óskar en hann svaraði ekki," segir Elsí. „Hann hringdi svo loks í pabba sinn og lét vita að hann væri heill á húfi," segir móðirin. Minnst 35 mínútur liðu frá sprenging- unni áður en slökkviliðið mætti á stáðinn, að sögn Alberts Sævarssonar, starfs- manns í Straumi og markvarðar í knatt- spyrnu, sem var að störfum í næsta húsi. Hann segir að sér hafi brugðið mjög við sprenginguna. „Við vissum ekkert hvað þetta var,“ segir Albert. „Nokkru síðar vorum við í kaffi og þá urðum við fyrst varir við eldinn, það var ekki fyrr en nokkrum mínútum síðar sem slökkviliðið mætti á svæðið." Albert segir að þá hafi eldurinn verið orðinn svo mikill í þaki verksmiðjunar að engin von hafi verið fyrir slökkviliðið að bjarga málunum. Albert Sævarsson Markvóri iteinsnar frá sprengingunnE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.