Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2005, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2005, Blaðsíða 31
DV Siðast en ekki síst FIMMTUDACUR 10. FEBRÚAR 2005 31 „Bank, bank Nú standa yflr kosningar í Há- skóla íslands. Árlegur viðburður sem brýtur upp skólaárið. Venjulega hafa verið tvær fylkingar sem bítast um völdin. Stundum, eins og t.d núna, er þriðji möguleikinn til stað- ar. Venjulega eru þetta grínframboð sem einhver fi'fl standa fyrir. Það er einnig raunin núna. Sem nemandi við HÍ verð ég að viðurkenna að þessar kosningar fara verulega í taugarnar á mér. Dæmi: „Bank bank, hvísl..passst, hóst. Megum við trufla aðeins?" Fjórir frambjóðendur ganga inn í stofuna og byrja að þylja upp á furðulegum hraða hversu frábær stefnumálin sín séu. Ég á ekkert gott með að tala hratt, enda gamall stamari, og dáist því að þessu fólki sem virðist hafa tekið upp morskerfi í stað hefðbundinna tjá- skipta. Fyrst koma fulltrúar Vöku og síðan Röskvu. Allt gott um þetta að segja nema að þessir ffambjóðendur eru varla búnir að slíta barnaskón- um! Samkvæmt útreikningum mínum er meðalaldur frambjóð- enda 22 ár. Reyndar tók ég elsta frambjóðandann út en hann var 38 ára. En hann var í snobbsæti enda frægur fjölmiðlamaður. Þessi ungi Röskva heftír veríð tal- in til vinstrí og vill „berjast" gegn órétt- lætinu. Röskvufólk er samkvæmt steríótýp- unni hippar og her- stöðvaandstæðingar. Baráttumálin eru út- kljáð á eldheitum fundumþarsem hurðum er skellt og fúkyrði fljúga um sali. Stál í stál er málið. Ekkert pukur og plott, bara harkan sex. ... megum við trufla aðeins?" Teitur Atlason skrifar um kosningarnar í Fláskóla Islands. aldur frambjóðenda til embætta innan HÍ endurspeglar alls ekki meðalaldur nemenda við HÍ, en hann er víst u.þ.b 27 ár. Nú er ég ekkert að segja að þetta „unga og gfæsilega fólk" geti ekki sinnt sínu starfl, en ég upplifi þetta eins og 10. bekkingurinn sem sér eintóma 7.bekkinga í stjórn skólafélagsins. Þessir unglingar sem nú berjast um völdin í HÍ gera grín að 80’s-inu og detta í það með blásið hár í pastellit- uðum samfestingum. Léttúðin og virðingarleysið virðast ekki eiga sér nein takmörk. Ég upplifði þennan hrylling! Hugtök á hvolfi Eg tengi því ekkert við þessa krakka og mín hugðarefni samræm- ast í engu meintum baráttumálum fylkinganna tveggja. Með einni und- antekningu þó, en það er upptaka skólagjalda viði HI. Menntamála- ráðherra reynir að vísu að snúa sér út úr málinu með því að kalla þetta „skráningargjald“ en hún uppsker aðeins vanvirðu og aðhlátur með slíku yfirklóri. Hún hlýtur að geta gert betur í viðleitni sinni í þvi að koma á skólagjöldum í HÍ en að reyna að snúa hugtökum á hvolf. En nóg um útúrsnún- inga mennta- málaráðherra og aftur að Vöku Röskvu. Smjör- Sreiddir eildsalasyn- ir Vökufólk er venju- lega talið til hægri og hliðhollt Sjálfstæðis- flokknum, enda margir (ef ekki allir) þingmenn Sjálfstæðisflokksins verið formenn Stúdentaráðs einhvern tíma á lífsleiðinni. Steríótýpurnar eru smjörgreiddir heildsalasynir og fj álshyggj ufurs tar. Eiga heima i smá- borgaralegum húsum úr smáborg- aralegum fjölskyldum og verða að fyrirtaks smáborgurum einhvern daginn. Baráttuaðferð Vökuliða ein- kennist ekki af baráttu. Þeir „koma málum í gegn“. Helst í kokteilboð- um með ráðhernun og fyrrverandi stúdentapólitíkusum sem komnir eru aðeins framar í biðröðinni. Vökuliðar eru ekki andvaka á kvöld- in og sofa vært svefni hinna órétt- látu. Frjálsar ástir á aðalfundum Röskva hefur verið talin til vinstri og vill „berjast" gegn órétdætinu. Röskvufólk er samkvæmt steríótýp- unni hippar og herstöðvaandstæð- ingar. Baráttumálin eru útkljáð á eldheitum fundum þar sem hurðum er skellt og fúkyrði fljúga um sali. Stál í stál er rnálið. Ekkert pukur og plott, bara harkan sex. Framhjáhöld og frjálsar ástir á aðalfundum. Tilfinningar bera rökin gjarnan ofur- liði og ruglingslegur mála- flutningur fylgir gjarn- an einföldustu gaman að tala fyrir framan fólk en að stunda pólitík. Þau halda nefni- lega að þetta tvennt sé það sama. Röskva er and-vaka. Svona er þetta þó ekki í rauninni. Ég er bara að stríða. Frambjóðend- umir er allt hið besta fólk og málefnin góð. Svik á svik ofan Árin 2000 - 2002 var Dagný Jóns- dóttir alþingismaður eldheitur baráttumaður fyrir bættum hag stúdenta og skeleggur talsmaður nemenda við HÍ, enda sat hún á þessum tíma í Stúdentaráði og Há- skólaráði. Baráttumálin þá vom keimlík þeim í dag, þótt aðstæður hefðu ekki verið eins ískyggilegar og núna. En eftir að Dagný var kosin til setu á Alþingi var eins og hún hefði gleymt þessum árum í Háskólanum og kaus ítrekað gegn öllum þeim fmmvörpum sem gagnast hefðu stúdentum. Þetta vom meiriháttar vonbrigði fýrir stúdenta og gleymast seint. Dagný skemmdi nefhilega ekki bara fyrir sjálfri sér með þessum ömurlegu svilaim, heldur einnig fyrir öllum þeim sem með heilind- um og heiðarleika vinna fýrir hönd stúdenta. Stúdendapólitíkin er því í dag í svipuðum sporum og 80’s hljómsveitin The Real Milli Vanilli sem stóð í skuggan- um af hinum svikulu Milli Vanilli sem sungu aldrei nótu en uppskám samt Grammy-verðlaun. Það er því leiðinlegt hlut- skipti unga fólksins sem er í ffam- boði, þau þurfa ekki bara að sannfæra mig og aðra nem- endur við HÍ um að stefnuskrá- in þeirra sé góð, heldur þurfa þau lflca að sann- færa okkur um að þau sé í raun og vem „for real". Fáránleg kosningabarátta IKlNc; Gestum á Langa- bar finnst gaman aðþjórabjór. Rónar halda fyrir mér vöku Háskólanemi skriíai. Ég hef fengið meira en nóg af svokallaðri kosningabarátm í Há- skólanum. Röskva og Vaka hafa mætt í tíma - meðal annars hjá mér - og eru allt upp í 10 mínútur í einu. Til hvers? Lesendur öll þessi flokkabarátta er fárán- leg og ég þekki ekki neinn sem hef- ur áhuga á þessu, nema þá sem eru í framboði. Það sorglegasta við þetta er að stúdentar eru einn hags- munahópur sem búið er að sundra í baráttu sem virðist snúast um per- sónulegan áhuga frambjóðenda á frekari ffama í Sjálfstæðisflokknum eða Samfylkingunni. Að auki er ótrúlegt að Röskva og Vaka skuli fá gosdrykki og matvæli í styrki frá fyrirtækjum. Ekki myndi ég kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef kosningabarátta þeirra snerist um að bjóða mér Pepsí. Loks myndi ég kunna að meta það ef fólk úr Röskvu og Vöku myndi hætta að hringja í mig til skiptis og biðja mig að kjósa þau. Og ef þau verða endilega að gera það myndi ég kunna afskaplega meta að þau biðu mér ekki far eða gull og græna skóga ef ég segist ekki hafa tíma til að kjósa. Jósefskrifar Ég bý í miðbæ Reyjavflcur, nánar tiltekið við Laugaveg. Ég er ekki vanur að kvarta undan hávaða enda geri ég mér grein fyrir því að það er eitthvað sem fylgir því að búa svona miðsvæðis. Ef ég vildi ró og næði öll kvöld væri ég löngu fluttur í Hafnar- fjörðinn eða einhvern álflca svefnbæ. Þolinmæði mín er samt að bresta gagnvart veitingahúsi sem er mjög nálægt húsinu mínu. Langibar við Laugaveg virðist vera samastaður ógæfuólks af ýmsum sortum. Þaðan rúlla út rónar á öllum tímum sólar- hrings í virkilega slæmu ástandi. Það gæfi svo sem ekki mikið tilefni til kvörtunar ef þetta fólk hefði vit á að koma sér heim til sín. Það virðist hins vegar vera til of mikils mælst. Alltaf þarf að brjóta glös eða brjóta rúður. Hvað eftir annað verður mað- ur var við slagsmál fyrir utan þenn- an Langabar með tilheyrandi öskrum og ópum. Veit svo sem ekki hvað er hægt að gera í þessu. Á með- Lesendur an þessi staður hefur vínveitinga- leyfi mega eigendur hans líklega þjóna hvetjum sem þeim sýnist. Eg myndi hins vegar fagna því ef hætt yrði að þjóna rónum svo við hin getum sofið í friði. Sandkorn með Eirfki Jónssyni • Toyota - umboð- ið hefiir fengið gífur- lega auglýsingu að undanförnu í kjölfar fjölskyldusætta þeg- ar Bogi Pálsson var leystur af vara- mannabekknum og sendur aftur inn á völlinn. Bogi hrökklaðist ffá fýrirtækinu fyrir þremur árum eða svo þegar með- eigendum hans þótti hann fara offari í endurnýjun og viðhaldi á heimili sínu sem er eitt hið glæsi- legasta í höfuðborginni. Færri vita að strax eftir að upp úr sauð fór Bogi og keypti Porche-sportbfl handa frúnni í Bílabúð Benna og skömmu síðar birtist hann hjá B&L og keypti Range Rover handa sjálf- um sér. Toyota var ekki inni í dæminu í þeim bflakaupum... • Tvöföldun Reykjanesbrautar hef- ur lengi staðið í Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra og mönnum hans. Haldnir eru borgara- fundir með reglu- legu millibili þar sem fólk bæði græt- ur og rífst. Þykir mörgum þetta und- arleg vandkvæði og þá sérstaklega með tilliti til þess að aðeins er verið að ræða um 10 kflómetra vegspotta. í því sambandi má benda á að nokkrir strákar með vinnuvélar lögðu 24 kflómetra veg á 90 dögum við Kárahnjúka án þess að halda einn einasta borgarafund... • Það styttist í að Davíð Oddsson utanrfldsráðherra komi heim úr mánaðarleyfi sínu í Flórída. Davíð hefur viðkomu í París á heimleiðinni og bíða menn spenntir eftir að sjá for- ingjann í Leifsstöð. Og þá sérstaklega að sjá hvaða lækni hann hafði með sér í fríið minnugir þess að læknir Maós formanns í Kína skrifaði einmitt bók um skjólstæð- ing sinn... • Eldvamarkerfið fór í gang í Vín- kjallaranum á bak við Dónflárkjuna kvöld eitt fyrir skemmstu. Uppi varð fótur og fit meðal gesta, sem voru fjöl- margir, og þurfti að rýma staðinn í skyndi. Gekk það vel og fljótt fyrir sig og er það helst þakkað því að á staðnum var staddur Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar og sannkallað- ur hershöfðingi. Stjómaði hann rým- ingu staðarins fumlaust og af öryggi. Enginn var þó eldurinn... • Athyglisvert til þess að hugsa að formannsslagurinn í Samfýlkingunni og vangaveltur um arf- takaHalldórsÁs- grímssonar byggja allar á 13 atkvæðum úr síðustu Alþingiskosningum. í kosningunum mun- aði 13 atkvæðum á því að Ingibjörg Sól- rún næði inn og Ámi Magnússon fé- lagsmálaráðherra væriúti. Efþessi 13 atkvæði hefðu fallið á annan veg væri ástandið í íslenskum stjórnmálum friðsælla og allt annað en raun ber vitniídag... .*■ X-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.