Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2005, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2005, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2005 Sport DV Lampard kosinn bestur Frank Lampard, leikmaðnr Chelsea, hefur verið útnefndur besti enski leikmaðurinn í nýlegri kosningu á heimasíðu enska knattspyrnusambandsins. Um 20000 manns tóku þátt í kosning- unni og sigraði Lampard með nokkrum yflrburðum. Það var Wayne Rooney sem hafnaði í öðru sæti í og þriðji varð Steven Gerrard hjá Liverpool. Það kom fáum á óvart að Lampard skyldi verða fyrir valinu í þetta sinn og lét Sven Göran Eriksson, lands- liðsþjálfari Englands, hafa eftir sér að ef að hann hefði haft atkvæðis- rétt hefði hann LQdega valið Lampard, þvík hann væri búinn að leika einstaklega vel allt síðasta ár. „Það er ekki langt síðan ég varð fastamaður í Chel- - - sea og því þykir mér «♦•' mjög vænt um að ég hafi orðið fyrir val- inu. Ég er mjög stoltur af þessu", sagði Lampardívið- tali á síðu enska knattspyrnusam- bandsins. lohnsen leggur skóna á hilluna Norski varnarmaðurinn Ronny Johnsen, sem lengi lék með liði Manchester United, hefur ákveðið að leggja knattspymuskóna á hill- una, 35 ára að aldri. Johnsen var á mála hjá Aston Villa og Newcastle um tíma, en samningi hans var sagt upp þar og því ákvað kappinn að snúa aftur til heimalandsins. Þar hafði lið Valerenga gert hon- um tilboð sem hann hafitaði. Johnsen getur verið sáttur við feril sinn sem hefur verið einstaklega glæsilegur og nægir að neftia að hann var í liði Manchester United sem vann þrennuna frægu árið 1999, þegar liðið sigraði í deild, bikar og Evrópukeppni, þar sem hann lék lykilhlutverk í hópi Alex Ferguson. Kappinn hefur sagt að haxm sé sáttur við að vera hættur og ætli að setjast að aftur í Noregi. Brassar sjóð- heitir gegn Hong Kong Lið Brasilíu og Hong Kong átt- ust við í vináttulandsleik í fyrri nótt, á heimavelli þeirra síðar- nefndu. Leikurinn var ekki ýkja spennandi og í raun var um knatt- spyrnusýningu að ræða hjá brasil- íska liðinu, sem hafði sigur f leikn- um, 7-1. Brasilíumennimirléku án Ronaldos, sem fékk að hvíla vegna mikils áiags sem hefur verið á honum undanfarið, ekki síst í kjöl- far veikinda í fjölskyldu hans. Það kom þó aldrei að sök eins og markatalan gefur til kynna, því Suður-Ameríkumennirnir rúlluðu liði heimamanna upp. Það vom þeir •' i Alex, Ronaldihno, •. ti' Robinho, Lucio og Ro- berto Car- los sem ,* gerðu sitt markið hver og Ricardo Olivera setti tvö mörk. • ■ m Það verða Stjarnan og Grótta/KR sem leika til úrslita í SS-bikarkeppni kvenna þann 26. febrúar næstkomandi. Stjarnan lagði Val á heimavelli, 23-18, en hið unga lið Gróttu/KR, undir stjórn Kára Garðarssonar, kom geysilega á óvart með því að leggja atvinnumannalið ÍBV að velli í Vestmannaeyjum, 32-30. Vantaði hunnriö hjá ÍBV Einhver óvæntustu úrslit í háa herrans tíð urðu í SS-bikarnum á þriðjudagskvöldið þegar botnlið DHL-deildar kvenna, Grótta/KR, gerði sér lítið fyrir og vann sigur á íslandsmeisturum ÍBV í Vestmannaeyjum, 32-30. Þetta voru úrslit sem fáir reikn- uðu með enda er Grótta/KR að byggja upp nýtt lið á meðan ÍBV hefur stillt upp atvinnumannaliði undanfarin ár þar sem lands- liðsmenn, íslenskir og erlendir, hafa verið í flestum stöðum. DV Sport sló á þráðinn til hins unga og óreynda þjálfara Gróttu/KR, Kára Garðarssonar, og spurði hann að því hvernig stelpurnar hans hefðu eiginlega farið að þessu. „Það em fáir sem trúa því að okk- ur hafi tekist þetta. Hungrið í liðinu var aftur á móti mjög mikið og stelpurnar vom klárar frá fýrstu mínútu," sagði Kári en stelpurnar hans leiddu nánast allan leikinn og voru einu marki yfir í leikhléi, 15-14. „Þær vom búnar að fá nóg af þessu slaka gengi og vildu nýta þennan leik til þess að sýna hvað í þeim býr. Ég fann það allan leikinn að þær gætu klárað dæmið og þær misstu aldrei trúna. Það kom mér líka á óvart hversu lítið hungur var í Eyjaliðinu. Ég beið alltaf eftir því að þær myndu hrökkva í gang en það gerðist aldrei. Kannski vanmátu þær okkur." Aðeins þremur dögum áður mættust þessi sömu lið á Seltjarnar- nesi og þá sigraði ÍBV með þriggja marka mun. Kári segir ÍBV-liðið henta sínu liði að mörgu leyti vel. „Við erum búin að stúdera sókn- arleik þeirra mjög vel og þekkjum nánast allt sem þær gera í sókninni. Það kemur okkur ekkert á óvart í „Það kom mér líka á óvart hversu lítið hungur var í Eyjalið- inu. Ég beið alltafeftir því að þær myndu hrökkva í gang en það gerðist aldrei. Kannski vanmátu þær okkur." þeirra leik. Þær em líka frekar hæg- fara. Þær hafa tvær hávaxnar stelpur fyrir miðju sem em svolítið klunna- legar. Vörnin þeirra hentar okkur líka vel því við emm með snöggar og flinkar stelpur sem gengur vel að opna vörn IBV-liðsins,“ sagði Kári. Bjartsýnn fyrir úrslitin Grótta/KR mætir Stjörnunni í úr- slitum bikarsins og Kári er nokkuð bjartsýnn fyrir þann leik þó stelpun- um hans hafi ekki gengið eins vel með Stjörnuna og ÍBV. „Stjarnan er með hörkulið og spila fínan varnarleik sem er þeirra aðalsmerki og svo hafa þær líka frábæran markvörð. Þetta verður hörkuleikur og ég efast ekki um að við getum unnið hann líka.“ Kári er aðeins 23 ára gamall og á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari í meistaraflokki. Hann er fæddur og uppalinn á Akureyri en flutti í bæinn fyrir þremur ámm síðan. Hann er tiltölulega nýhættur að spila sjálfur en hann lék sem markvörður með KA og Gróttu/KR. Hann byrjaði að þjálfa hjá KA aðeins 15 ára gamall og hélt því áfram eftir að hann flutti í bæinn. Mikil vinna og keyrsla Hann aðstoðaði Agúst Jóhanns- son með karlalið Gróttu/KR í fyrra þegar Alfreð Finnsson tók við kvennaliði Gróttu/KR en hann að- stoðaði Ágúst framan af tímabilinu. Kári leysti síðan Alfreð aftur af þegar hann lét af þjálfun kvennaliðsins til þess að taka við ÍBV-liðinu og Kári launaði honum greiðann með því að sigra Alfreð í Eyjum. Kári nemur íþróttafræði á Laug- arvatni en er samt búsettur í bæn- um. Hann keyrir á Laugarvam á morgnana og síðan heim seinni partinn þar sem við taka æfingar. Mikið álag á ungum manni sem hefur mikinn memað sem þjálfari. „Ég er rétt að hefja minn þjálfara- feril og ég býst ekki við öðm en að þjálfa þessar stelpur áfram á næsta ári enda emm við að byggja upp nýtt lið. Mér liggur ekkert á en ég leyni því ekki að hugurinn stefiiir hátt. Ég hef mikinn memað til þess að bæta mig sem þjálfari og reyni að læra af íslenskum og erlendum þjálfumm. Markmiðið er alltaf að stefna hærra og það væri gaman að fá tækifæri með karlalið seinna meir. Ég geri mér samt grein fyrir því að það gerist ekki alveg strax en ef það kemur gott tilboð þá mun ég skoða það með opnum huga," sagði Kári Garðars- son, þjálfari kvennaliðs Gróttu/KR. henry@dv.is f’t ii í Íf Ungur og efnilegur Hinn 23 ára gamli þjálfari kvennaliðs Gróttu/KR stendur sig vel með ungt lið Seltirninga. DV-mynd Vilhelm Mikill missir Chelsea verður ekki aðeins án Arjens Robben á næstunni þvl læknir liðsins er hættur vegna heilsufarsástæðna. Reuters Chelsea sendir frá sér tilkynningu um örlog læknisins Neils Frazer Hætti vegna heilsufars - var ekki rekinn frá Chelsea Chelsea segir ekkert til í þeim orðrómi að læknir félagsins, Neil Frazer, hafi verið rekinn frá liðinu eftir að hafa lent í rifrildi við Jose Mourinho. Yfirlýsing frá félaginu segir að Frazer og Mourinho hafi skilið sem mestu mátar og að brott- hvarf þess fyrrnefnda megi rekja til heilsufarsástæðna. „Sökum hrakandi heilsu neyðist Neil Frazer til að segja starfi sínu lausu. Félagið vill þakka honum fyrir vel unnin störf og óskar honum alls hins besta í framtíðinni," segir í tilkynningunni. Eftir að Frazer hætti skyndilega störfúm fóm af stað sögusagnir um að Mourinho hefði hreinlega tapað sér úr reiði eftir að Frazer tilkynnti honum að Robben myndi missa af úrslitaleik deildarbikarsins gegn Liverpool í lok mánaðarins. Kannski skiljanlegt þegar tekið er tillit til mikilvægi Robbens í liði Chelsea eins og vel sést í úttektinni hér fyrir ofan, en nú hefúr það verið leiðrétt að reiði Mourinho var orsök brotthvarfs Frazer. Robben mun verða frá keppni í 6-8 vikur og bætist á meiðslalista Chelsea þar sem fyrir eru framherj- inn Didier Drogba og varnarmaður- inn Ricardo Carvalho. Sjúkraþjálfari Chelsea, Mike Banks, hefúr tekið við starfi Grazer tímabundið og segir hann að meiðsli Robbens séu ekki þau sömu og þau sem ógnuðu þátttöku David Beckham á HM hér um árið. „Það em tvö bein brotin í fæti Robbens en um er að ræða smá- vægileg brot. Þetta er ekki týpískt ristarbrot °g Robben ætti að vera kom- inn á gott skrið eftir tvo mánuði." vignir@dv.is Eftir að Frazer hætti skyndilega störfum fóru afstað sögu- sagnir um að Mo- urinho hefði hrein- lega tapað sér úr reiði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.