Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2005, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 Fréttir 0V í ' . .9 SSg mmm, mm Mm ? \ Mjólkurbaðið mikla Svarthöfði fór í mjólkurbað í fyrsta skipti á ævinni á miðvikudags- kvöldið. Hann hafði sankað að sér ókeypis og hræódýrri mjólk úr fjölda matvöruverslana og komið var að síðasta söludegi. Aðeins ein leið var fær til að forðast þá hneisu sem skynlaust kaupæði á útsölum vissu- lega er, og það var að brúka mjólk- ina. Mjólkurbað er reynsla sem ekki verður útskýrð með orðum. Sérstak- lega þegar mikið er buslað og mjólk- in umturnast í rjóma. Og eftirleikur- inn: silkimjúk húð frá toppi til táar! í gær fór Svarthöfði aftur í búð og Svarthöfði mjólkin var nánast gefin. Það væri synd að grípa ekki gæsina, hugsaði Svarthöfði með sér og keypti tugi mjólkurlítra með um það bil 70 króna gróða á hvurn lítra. Og hann græddi líka meira en hundrað krón- ur á hverjum Cocoa Puffs og Cheri- ospakka. Um kvöldið stóð Svart- höfða til boða að sólunda rándýru heita vatninu eða endurtaka mjólk- urbaðið. Skemmst er frá því að segja að mjólk og Cherrios fara afar vel saman. Verst að litlu björgunar- Kolbrún Linda ísleifsdóttir hefur beðið Eirík Tómasson afsökun- ar á að hafa sent út fjöldapóst frá skrifstofu lagadeildar Háskóla íslands með áróðri vegna rektorskjörs í skólanum á fimmtudag. „Ég ræddi við Kolbrúnu um þetta mál og hún baðst afsökunar, ég hef engu við þetta að bæta,“ sagði Eirík- ur Tómasson, forseti lagadeildar, um tölvupóstsendingar skrifstofu- stjóra deildarinnar. Eins og greint var frá í DV í gær þá sendi skrifstofustjóri deildarinnar, Kolbrún Linda ísleifsdóttir, fjölda- póst á nemendur þar sem hún hvatti þá til þess að kjósa Ágúst Einarsson í rektorskosningunum. Nokkur óá- nægja var meðal nemenda vegna þessa. Fannst mörgum nokkuð óviðeigandi að Kolbrún hefði mis- notað aðstöðu sína í þessu skyni. Hefur beðist afsökunar Eiríkur Tómasson sendi svo yfir- lýsingu á alla nemendur þar sem hann segir póstinn hafa verið send- an án sinnar vitundar. Eirikur segir deildina einnig hafa kappkostað að láta frambjóðendur njóta jaffiræðis varðandi kynningu á sér og sfnum málefnum: „Að mínum dómi misnotaði skrifstofu- og kennslustjóri sér aðstöðu sína með því að senda fyrrgreindan tölvupóst til nemenda lagadeildar. Ég hef skýrt henni frá þessari skoðun minni og hefur hún beðist afsökunar á gjörðum sínum," segir Eiríkur í lok yfirlýsingarinnar. Nemendur sammála deildar- forseta Nemandi lagadeildar sem DV ræddi við í gær sagði laga- nemum almennt hafa fundist pósturinn óviðeigandi og væru sammála deildarfor- seta sínum. Hann sagði að sending Kolbrúnar Lindu hafl ekki haft tilætluð áhrif. „Ég held að svona hafl öfug áhrif á mann. ekki viss hvern ég átti a en svo kom þessi póstur og þá ákvað ég að styðja Kristínu Ingólfsdóttur sem er örugglega fínn leiðtogi," sagði laga- neminn. Kristín var efst í rektorskjörinu og er því kominn í aðra umferð ásamf Ágústi. Seinni umferðin fer fram 17.mars. breki@dv.is „Ég hefskýrt henni frá þessari skoðun minni og hefur hún beðist afsökunar á gjörðum sínum hringimir pössuðu ekki á Svart- höfða! Lífsgleðin er vanmetin. Hún felst í litlum hugmyndum sem verða að stórkostlegri reynslu. Lítill hundur veltir sér upp úr grasinu. Stór maður fer í mjólkurbað með Cherios. En verðstríðið hefur sínar myrku hliðar. Frést hefur að sala á Pampers bleyjum hafi stóraukist. Tölur sýna ekki fram á fjölgun bama á sama tímabili. Hvað verður um bleyjurn- ar? Fullorðna fólkið. Það er að öllum líkindum byrjað að nota bleyjur. Svokallaðir infcmtflistar em þekktir í Danmörku og talið er að 100 þúsund manns noti þar bleyjur til hátíðabrigða, sér til yndisauka. Fólkið er bert og það babblar. Er hér um stórhættulega þróun að ræða sem verður að Unna. Því hver á ann- ars að vinna, að mjólka kýrnar og selja Cherios? Svarthöföi hefþað alveg prýðilegt enda sólin farin að skína og tónleikar á morgun (I dag) með okkur og Brain Police," segir Kristján Frosti Logason, gítarleikari Mínus og dag- skrárgeröarmaður á Popptívl. „Þar verður án nokkurs vafa mikið rokk og bara að vona að sem fiestir mæti enda ekkert aldurstakmark og óhætt að lofa þrusustuði." Kolbrún Linda ísleifsdóttir, skrifstofustjóri lagadeildar Háskóla íslands, sendi tölvupóst á alla nemendur deUdarinnar þar sem hún hvatti þá tU þess aö kjósa Ágúst Einarsson sem næsta rektor. Eiríkur Tómasson, forseti deUdarinnar, segir Kolbrúnu Lindu hafa misnotað aðstööu sína. Nemendur sammála deildarfor- seta Laganemi sem DVræddi við sagði tolvupóstinn hafa haft öfug áhrifá sig oghannhafi kosiö Kristfnu I kjöifarið. x < Klasi með í Gullmolanum Hugmyndir Steinþórs Jónssonar, hótelstjóra og bæjarfulltrúa í Reykjanes- bæ, um verslunarmiðstöð í bænum hafa nú tekið stakkaskiptum. Undirbún- ings vinna að verslunar- miðstöðinni munu langt á veg komnar og sterkir ijár- festar sagðir að baki Stein- þórs. Miðstöðin mun fá nafnið Gullmolinn. Þar er fyrirhugað 5000 fermetra rými fyrir verslanir á fyrstu hæð og íbúðarhúsnæði á efri hæðum. Dótturfyrir- tæki Fasteignar ehf., Klasi, sem er í eigu íslandsbanka hefur tilkynnt aðkomu sína að málinu. Risalán í Fjarðabyggð Fjarðabyggð hefur tekið 1,2 milljarða króna að láni vegna upp- byggingar í sveitarfélaginu og uppgreiðslu eldri og óhag- stæðari lána. Lánið er tekið hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Að því er segir á heimasíðu Fjarðabyggðar er Guð- mundur Bjarnason bæjar- stjóri er afar sáttur við þau kjör sem sveitarfélaginu buðust á láninu. Heildar- ijárfestingar Fjarðabyggðar á árinu verða 1.538 milljón- ir króna. í veitufram- kvæmdir fara 500 milljón- um, 430 milljónir í hafnar- framkvæmdir og 400 millj- ónir skóla- og íþrótta- mannvirki. Röð innbrota á Nesinu Lögreglan í Reykjavík handtók í gærdag tvo unga drengi fyrir röð innbrota á Seltjamar- nesi. Drengirnir eru báðir fimmtán ára ogliggjaund- ir grun um að hafa framið níu afbrot á Seltjarnarnesi og nokkur önnur á öðrum svæðum á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Ómars Smára Ár- mannssonar aðstoðaryfir- lögregluþjóns var farið fram á varðhald yfir drengj- unum og það veitt til mánudags. Innbrotin áttu sér stað yfir síðustu 2 eða 3 vikur. Litlu var stolið. Hvernig hefur þú það?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.