Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2005, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2005, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 Helgarblaö DV Brúðkaup eru alltaf jafn yndisleg og ógleymanleg Qölskylduathöfn. DV leit- aði uppi sex pör sem gengu í það heilaga síðasta sumar og spurði þau spjörunum úr. Það er greinilegt að nýja brumið er alls ekki farið á þessu eina ári sem ungu brúðhjónin hafa verið gift og greinilegt að þau eru öll ennþá ástfangin upp fyrir haus. „Við gerum þetta allt í réttri röð,“ segir Bryndís Valdimarsdóttir en hún og eigin- maður hennar Sævar Þór Helgason giftu sig sunnudaginn 25. júlí í fyrra. Bryndís er kom- in 5 mánuði á leið og er skrifuð inn á fæð- ingadeild 17. júlí og þá munu þau eignast sitt fyrsta barn. „Þetta er svolítið minn stfll, ég verð að hafa allt í réttri röð,“ segir Bryndís hlæjandi. Brúðkaupið var haldið í Hvera- gerðiskirkju en hjónakomin búa í Hvera- gerði. Bryndís segir bónorðið hafa verið sameiginleg ákvörðun í upphafi en hann hafi síðan komið með lokahnykkinn. „Við vorum búin að vera saman í fimm ár og þetta var kannski frekar óformlegt. Við kynntumst í Kennaraháskólanum en fómm fýrst að tala saman af viti þegar hann var að spila á balli um aldamótin," segir Bryndís en Saévar Þór er gítarleikari í hljómsveitinni á Móti Sól. „Þetta var alveg yndislegasti dagur í h'fi okkar sem endaði svo með brúðkaups- ferð til Barcelona sem var alveg æðislegt. Veislan var haldin í Hvíta húsinu á Selfossi og á meðal gesta var náttúrulega fullt af poppurum svo það vantaði ekki tónlistar- fólkið," segir Bryndís en viðurkennir að það sé stundum svoh'tið erfitt að vera gift pópp- ara þar sem hann sé svo oft að spila um helg- ar og að taka upp plötur en bætir við að það sé þó algjörlega þess virði. Falleg athöfn Biyndis er komin 5 mán uði á leiö og er skrifuö inn 17.júli og þá þá munu þau eignast sitt fyrsta barn. Sævar Þór Helgason og Bryndís Valdimarsdóttir Brúðkaupið var haldið í Hveragerðiskirkju sunnudaginn 25.júli en hjónakornin búaí Hverageröi. Astfangin „Þetta var alveg yndis asti dagur i llfi akkar sem endaði í með bruðkaupsferð til Barcelona < var alveg æðislegt," sagði Bryndfs. Berglind Björk Halldórs- I dóttir og Hannes Þór Bald- ursson Falleg brúðhjón á skemmtilegum degi. Berglind segir allt hafa verið sam~ kvæmt uppskriftinni og nú sé hún ófrisk og eigi að eiga i apríl, nákvæmlega ári eftir brúðkaupsdaginn. Stress, læti en mikil hamingja „Dagurinn heppnaðist bara ótrúlega vel,“ segir Berglind Björk Halldórsdóttir en hún og Hannes Þór Baldursson gengu í það heilaga í Safnakirkjunni í Arbæjarsafni þann 4. apríl á síð- asta ári. „Fyrir brúðkaupið var búin að vera mik- il geðveiki í gangi svo ég bjóst ekki við að þetta myndi ganga svona vel. Ég tel okkur vera afar hógvært fólk sem er ekki fyrir mikið tilstand og í fyrstu ætluðum við að hafa þetta afar heimilis- legt og kósý,“ segir Berglind Björk en bætir við að eftir því sem á undirbúninginn hafi liðið hafi stressið og lætin magnast og yfirtekið þau. „Ég var meira að segja farin að væla yfir því að ser- víetturnar væri ekki í réttum lit og að allt væri ekki fullkomið. Síðan þegar kom að stóru stund- inni gekk þetta bara eins og í sögu og fólk er enn að tala um að þetta sé skemmtilegasta veisla sem það hefur lent í,“ segir Berglind Björk brosandi þegar hún rifjar upp brúðkaupsdaginn. „Ég var mjög stressuð varðandi kjólinn. Amma heitin hafði saumað hann á mömmu þegar hún gekk með mig, svo það má segja að ég hafi klæðst honum tvisvar. Þegar við skáluðum byrjaði ég náttúrulega á því að sulla yfir hann en þá var ég orðin rólegri enda reddaðist það." Berglind segir Hannes eldd hafa tekið í mál nema presturinn sem pússaði þau saman væri gamall og virðulegur. Þau hafi leitað lengi áður en þau fundu einn sem kominn var á eftirlaun, með hvítan hökutopp og nægQega settíegur. „í veislunni fengum við Brúðarbandið tQ að spila og ég söng með þeim í tveimur lögum og var hk- lega enn meira stressuð fyrir það en sjálft brúð- kaupið." Hún segir aUt hafa verið samkvæmt upp- skriftinni og nú sé hún ófrísk og eigi að eiga í aprfl, nákvæmlega ári eftir brúðkaupsdaginn. „Þetta er allt mjög siðsamlegt enda eru við svo vel upp alin. Við vorum búin að vera saman í sjö ár og ætíuðum aUtaf að gifta okkur áður en við myndum eignast barn," segir Berglind að lokum. Yndislegur dagurút í gegn „Ég fékk kjól af ömmu hans sem er alveg æðislegur," segir Kristín Magdalena Ágústsdóttir en hún og Úlfar Guðbrandsson gengu í það heUaga þann 12. júní síðastiiðinn. Brúðkaupið fór fram í Staða- hraunskirkju sem er lítil kirkja á Mýrunum í Borgarfirði og það var séra Guðjón Skarphéðinsson sem pússaði ungu hjónin saman. Krist- ín og Úlfar höfðu búið saman í m'u ár áður en þau ákváðu að láta vígja sambúðina. Þau eiga saman þrjá stráka en kynntust er þau léku saman í leikriti í Borgarnesi. „Við höfðum vitað af hvoru öðru í ein- hvern tíma en kynntumst svo al- mennilega í leikdeUdinni," segir Kristín sem er leUcskólakennari. „Núna búum við á Flúðum og erum að fara að byggja svo það er rosalega spenna í gangi. Ef ég hugsa tU baka tíl brúðkaupsdags- ins þá verð ég að segja að þessi dagur var alveg yndislegur út í gegn. Fjölskyldur okkar voru dug- legar að hjálpa okkur við undir- búninginn og svo gáfu systkini hans gistingu um nóttina á hóteli sem var alveg rosalega flott og punkturinn yfir i-ið og góður endir á góðum degi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.