Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2005, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 Fréttir DV Forða börnum frá offitu Reykjanesbær býður börnum á leikskólaaldri að notfæra sér íþróttamann- virki bæjarins svo forða. megi þeim frá offitu. Leik- skólastjórar í Reykjanesbæ eru hvattir til að nýta lausa tíma, sérstaklega á morgn- ana, í íþróttamannvirkjun- um. Er þetta sagt gert í ljósi nýlegra rannsókna sem sýni að íslensk börn séu alltof þung. „Því þarf að leita allra ráða til að auka ¦ hreyfingu þeirra," segja bæjaryfirvöld sem ítreka að boðið^gildi líka fyrir þau börn sémeru yngri en fimm ára en eru ekki í leikskóia. Kasparov hættur Skákmeistarinn Gary B Kasparov er hættur að keppa.í skák. Þetta tilkynnti hann eftir að hafa borið sigur úr býtum á hinu fræga skákmóti í Linares á fimmtudaginn. Kasparov tapaði reyndar síðustu skák sinni á mótinu - og þeirri síðustu á ferlinum - en stóð engu að síður uppi sem sig- urvegari. Ástæðan fyrir þess- ari ákvörðun sem kom öll- um á óvart sagði Kasparov vera óánægju sína með skákheiminn en miklar deil- ur eruinnan FIDE-skák- ¦ hreyfingarinnar. Sagði hann að engu stefna og því hefði hannhætt. Ekiðádreng á reiðhjóli Drengur á reiðhjóli lenti í samstuði við bfl við Þver- holt í Mosfellsbæ á milli klukkan fimm og sex í gær- dag. Að sögn lögreglunnar í Reykjavflc var talið að drengurinn hefði fót- brotnað. Það fékkst þó ekki staðfest. Þegar lögregla kom á vettvang var faðir drengsins þegar búinn að aka honum á heilsgæslu- stöðina í Mosfellsbæ. Að sögn lögreglunnar eru til- drög slyssins ekki ljós. Það heyrir til undantekninga að skipanir stjórnmálamanna í störf á vegum ríkisins séu hafnar yfir vafa um að eðlilegra vinnubragða sé gætt. Að minnsta kosti tíu skipanir pólitíkusa í stöður á vegum ríkisins síðasta árið hafa getið af sér umræðu um vafasama starfshætti. Stjornmálamenn troða pjonum sínum í stöður I ram hja reglum Skipan Auðunar Georgs Ólafssonar í fréttastjórastarf RQcisútvarps- ins er ekki fyrsta pólitíska skipunin sem er talin orka tvímælis. Síð- asta árið hefur leikið vafi á að stjórnmálamenn hafi fylgt lögum og reglum um rétt vinnubrögð í að minnsta kosti tíu málum. Allt hefur logað í illdeilum á Rflc- isútvarpinu eftir að fulltrúar Fram- sóknarfiokks og Sjálfstæðisflokks í pólitískt kjörnu útvarpsráði töldu Auðun Georg Ólafsson sem síðast starfaði sem sölu- og markaðsmað- ur hjá Marel í Asíu, hæfari öllum þeim fréttamönnum sem sóttu um starf fréttastjóra á fréttastofu út- varpsins. PóUtfskt skipaður útvarps- stjóri, Markús örn Antonsson valdi Auðun síðan til starfans og hefur uppskorið vantraust frá fréttamönn- um og áskorun frá flestum starfs- mönnum um að draga ákvörðunina til baka. í tilefni af þeirri umræðu rifjaði Jónatan Þórmundsson laga- prófessor upp í viðtali á Morgunvakt Ríkisútvarpsins, ¦ að nýlega hefðu tvær konur verið skipaðar í mikilvæg embætti á vegum ríkisins þar sem ekki hafi verið farið að reglum og aðrar umsóknir en þeirra sem hand- valdar voru í störfin, hafi ekki verið skoðaðar. Skyndiráðning umboðs- manns Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra skipaði Ingibjörgu Rafnar hæstaréttar- lögmann sem umboðsmann barna aðeins þremur dögum eftir að um- sóknarfrestur um embættið rann út. Aðrir umsækjendur kölluðu á skýr- ingar og töldu sýnt að ákveðið hefði verið að Ingibjörg fengi starfið. Um- sækjendur gáfu í skyn að þeirra um- sóknir hafi ekki verið skoðaðar. Þjóðleikhús og Hæstiréttur Tinna Gunnlaugsdóttir var skip- úð þjóðleikhússstjóri fyrir skömmu af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Jónatan gaf í skyn í viðtalinu að þarna hefði ekki: verið ástunduð rétt stjórnsýsla. Hann tók einnig dæmi af Hæstarétti þar sem hann sagði að hæfasta um- sækjandanum hafi verið refsað fyrir að vera ekki nógu fylgispakur í fjöl- miðlamálinu. Þar var Jón Steinar Gunnlaugsson, einkavinur Davíðs Oddssonar fyrrverandi forsætisráð- herra skipaður af símavini sínum Geir H. Haarde, en ári áður hafði Björn Bjamason skipað náfrænda Davíðs; Ólaf Börk Þorvaldsson í Hæstarétt. f bæði skiptin var hæfnis- mat Hæstaréttar sjálfs að engu haft. tlnnú Gunníaugsdóttir vat skipud þjóðleik- hússstjóri fyrir skömmu afÞorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Jónatan gafískyn ívíö» talinu að þarna hefði ekki veriö ástunduð rétt stjórnsýsla, Ráðuneytisstjórar og upplýs- ingafulltrúar Síðastliðið ár hafa ráðherrar framsóknarmanna skipað tvo ráðu- neytisstjóra, annan í félagsmála- ráðuneytið og hinn í forsætisráðu- neytið. Mikið sjðnarspil var í kring- um skipanina í félagsmálaráðuneyt- ið þar sem umsóknarfrestur var lengdur til að fá fleiri umsóknir en þær sem höfðu borist. Ein þeirra var frá Helgu Jónsdóttur, framsóknar- konu til langs tíma. Hún kærði að Árni Magnússon skyldi hafa valið Ragnhildi Arnljótsdóttur, milli- stjórnanda í heilbrigðisráðuneytinu, til umboðsmanns Al- þingis. f forsætisráðuneytið valdi Halldór Ásgrímsson Bolla Þór Bolla- son og sótti hann í fjármálaráðu- neytið án þess að auglýsa stöðuna. Með sömu túlkun þarf ekki að aug- lýsa stöður hjá ráðuneytum ef ráð- herra getur fundið í einhverju ráðu- neyti mann sem honum lflcar. í for- sætisráðuneytið var lflca ráðinn upp- lýsingafulltrúinn Steingrímur Ólafs- son án auglýsingar. Davíð Oddsson utanríkisráðherra skipáði annan upplýsingafulltrúa, í þetta sinn fyrir NATO fram hjá öllum listum sem ís- lenska friðargæslan hefiir á sínum snærum. Davíð útvegaði lflca góð- vini sínum, Júh'usi Hafstein, sendi- herrastöðu í utanrfldsráðuneytinu. Ekki deilur um Georg og Hildi Guðni Ágústsson fékk mikla gagn- rýni fyrir að skipa Ágúst Sigurðsson sem rektor Landbúnaðarháskólans. Aðrir umsækjendur sem töldii sig hafa ekki síðri menntun, ætluðu að kvarta til umboðsmanns. Tvær stöð- ur sem voru auglýstar nýlega á veg- um Björns Bjamasonar dómsmála- ráðherra hafa ekki vakið néikvætt umtal ogvifðist sem öllum skilyrðuni hafi verið fullnægt um lögmætt ferli, nókkuð sem heyrir tíl tíðinda.; Þetta voru skipanir Georgs Lárussonar í Landhelgisgæsluna og Hildar Dungal í Útlendingastofnun. kgbé'cfvis Búslóðageymsla fór á hausinn og eigendur búslóðanna finnast ekki. Óvíst hvað verður um 40 búslóðir „Okkar bissness er ekki að vera í búslóðageymslu, segir Vilhelm Bern- höft hjá fasteignafélaginu Eik sem vinnur nú hörðum höndum að því að koma um fjörutíu búslóðum í hendur sinna réttu eigenda. Talsverð vandræði hafa skapast vegna þessara búslóða. Eigendur þeirra höfðu komið þeim fyrir í geymslu hjá Búslóðageymslu Baldurs Þorleifssonar í Skeifunni 5. Þar er nú dekkjaverkstæðið Nýdekk. Hvað liggur á? Vilhelm Bernhöft hjá fasteignafé- laginu Eik segir að fyrirtækið hafi fest kaup á húsnæðinu par sem Búslóða- geymsla Baldurs Þorleifssonar var áður. Búslóðageymslan sé ekki starf- rækt lengur og skrár um eigendur búslóðanna virðist glataðar. Fyrir skömmu birtíst auglýsing frá Eik í Fréttablaðinu þar sem tilkynnt var að eigendur búslððanna hefðu til 10. aprfl að setja sig í samband við Eik og nálgast búslóðir sínar. „Eik eignaðist fasteignina í októ- k«Mr> „Það liggur mest á að hægja á umsvifum ísamfélaginu og fyrir fólk að njóta þess að vera til,"segir Árni Steinar Jóhannsson, garðyrkjustjóri IFjarðabyggð og fyrrverandi þingmaður.„Það liggur á að hætta að trylla fólk með einnar krónu mjólk og svoleiðis brjálæði. Það liggur með óðrum orðum á fyrir mig og alla aðra að slaka á og njóta lifsins." ber og óskaði þá eftír upplýsingum um hverjir ættu búslóðirnar sem voru í húsnæði Baldurs Þorleifssonar svo hægt væri að hafa samband við eig- endur þeirra og rýma húsnæðið af búslóðunum. Þær upplýsingar feng- ust ekki frá Baldri. Þá hafi verið gripið til þess ráðs að pakka saman búslóð- unum og flytja þær í annað húsnæði," segu;Vilhelm. Að sögn Vflhelms höfðu aðeins þrír haft samband við Eik og fengið búslóðir sínar áður en félagið auglýstí eftir fleiri eigendum. En eftír auglýs- inguna hafi nokkrir bæst við: „Ég get ekkert sagt hvað verður um þessar búslóðir eftir 10. aprfl," segir Vilhelm einnig og gefur ekki upp hvort búslóðunum verði fargað eða þær gefnar til góðgerðamála, segist aðeins vonast tíl að sem flestír komi og sæki búslóðirnar sínar. Skeifan 5 Hér var búslóðageymsla Baldurs Þorleifssonar til húsa. Ekki náðist í Baldur Þorleifsson en þeir sem áttu búslóðir í geymslu hjá honum geta sem sagt enn haft sam- band við fasteignafélagið Eik tíl þess að nálgast þær. andri@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.