Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2005, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2005, Blaðsíða 27
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 27 Foreldrar sem lenda í fósturláti eða eignast andvana barn eru stór en þögull hópur í íslensku samfélagi. Sorg þessa fólks er mikil en þjóðfélagið er ekki tilbúið að viðurkenna hana. Mikil þögn hefur ríkt um þetta málefni. Umræðan hefur verið þögguð niður jafn skjótt og hún fer af stað. DV ræddi við nokkrar hugrakkar mæður sem voru tilbúnar að ræða um líðan sína eftir að hafa misst barnið sitt. Þessar konur vilja rifta þessu tabúi sem ríkt hefur á umræðunni. Þótt barnið sé enn í móðurkviði hugsa foreldrar og systkini um það og eru á fullu að undirbúa komu þess í heiminn. Dauði þess er því mikið áfall sem margir eru lengi að ná sér eftir og fæstir ná sér nokkurn tímann að fullu. jjÍplÉ „Ég missti bamið mitt árið 2001 og hafði þá gengið 22 vikur," segir Hildur Jakobína Gísladóttir sem stofnaði samtökin Litlir Englar fyrir foreldra sem hafa misst bam á meðgöngu, í fæðingu eða eftir fæðingu. ,AUir sem hafa misst bam em velkomnir, sama hvað bömin vom gömul. Það er ekki hægt að meta sorgina og þetta er alltaf ja&i erfitt. Þeg- ar ég missti bamið mitt vom eidá til nein sam- tök fyrir fólk með svipaða reynslu. Ég leitaði uppi konu í Vestmannaeyjum sem ég vissi að hafði líka misst bam og fann hvað við höfðum gott af því að tala saman þótt við þekktumst ekki neitt," segir Hildur en samtökdn hafa nú breyst í heimasíðu sem hún ritstýrir. Óskiljanleg sorg fyrir áhorfanda ' Á heimasíðunni tala foreldrar um sameig- inlega reynslu sína og ákveðnir hópar hittast reglulega. Fyrsta árið efdr stofnun samtak- anna höfðu 100 manns skráð sig svo þörfin DAUÐI var greinilega til staðar. „Umræðan hefúr opnast mildð á síðustu þremur árum. Á síð- unni geta foreldrar hist og talað saman og svo svörum við fyrirspumum og erum með uppá- komur og fleira. Ég held að þeir sem hafi aldrei lent í þessu geti ekld skilið það sem við göngum í gegnum. Sérstaklega þegar með- gangan var komin stutt á veg. Þá er oft minni skilningur fyrir að manni fiði illa. Þær konur sem em að missa fyrir 12. viku koma líka inn á síðuna en finnst þær ekki eiga heima þama. En það er sem betur fer að breytast smátt og smátt," segir Hildur og bætir við að hún og þeir sem standi að síðunni hafi haft samband við kvennadeildina í Reykjavík og á tveimur stöðum úti á landi auk þess sem hún hafi beð- ið ljósmæður að benda fólki sem lendi í fóst- urláti eða vöggudauða á heimasíðuna. „Það em samt ekki allir sem vita af þessu en ég veit hvað þetta skiptir miklu máli. Maður sér það á skilaboðunum þama inni. Fólk er að fá útrás fyrir tilfinningar sínar og talar oft beint til bamanna sinna. Heimasíðan er orðinn nokk- urs konar staður þar sem fólk leitar huggunar og kemst í nálægð við bamið sitt.“ Meðganga eftir fósturlát erfið Eins og fyrr segir missti Hildur bamið sitt þegar hún var gengið 22. vikur og veit því hversu erfið sú lífsreynsla er. Núna er hún hins vegar nýbúin að eignast litla stúlku sem er orðin 4 og hálfsmánaða og auk þess á hún fjögurra ára son. Hún segir meðgönguna eftir fósturlátið hafa verið afar erfiða. „Meðgangan var gífurlega erfið en ég held að það fari mik- ið eftir ástæðu fósturlátsins. Hjá þeim konum sem em með veikan legháls getur þetta gerst í hvert skipti en hjá mér kom upp sýking og þá em minni líkur á að þetta gerist aftur. Maður er samt alltaf hræddur," segir Hildur og bætir við að hún hafi verið undir afar góðu eftirliti hjá kvennadeild Landspítalans og Mæðraeftirlitinu. Þar fái konur sem hafi misst fóstur mikla hjálp á síðari meðgöngu. „Við fimm sem byrjuðum í samtökunum emm núna allar búnar að eignast heilbrigð böm. Lífið heldur þvíáffam." Z' ~7 , indiana@dv.is ( FrCMJnClld G ' . . "....................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................... . r næstuopnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.