Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2005, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2005, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 Helgarblað DV Kíktí SJtlli*tí/HI£lcfllflCl Elskar rakakrem „Mér þykir mest til rakakrema koma af öllum snyrtivörum. Ég elska góð rakakrem sem eru með mildri lykt. Ég er nýbúin að klára eitt alveg frábært frá Lancome, það er bara svo dýrt að ég ætla að bíða þar til einhver fer til útlanda og getur keypt það fyrir mig í frihörh- inni." Fyrsta púðrið glatað „Eg áttí púður frá Clinique sem vinkonur mínar úr leiklistarskólan- um gáfu mér og það var mitt fyrsta púður en ég týndi því þegar ég fluttí svo núna á ég ekkert." Meðan ég beið keypti ég þennan gullfallega græna augnskugga sem er ansi ólíkt mér en ég er ekki frá því að þetta hafi verið ein bestu kaup mín í langan tíma, nota hann oft og iðulega." Blýantur fyrir glataða púðrið „Ég fann þennan blýant frá Lancome þegar ég flutti, ég tel að hann hafi komið í staðinn fyrir glataða púðrið og hef aðeins verið að leika mér með hann. Það gengur bara vel, gaman að prófa eitthvað nýtt." ,tf-.'" Vill þurra maskara „Ég á þennan fína Max factor maskara, hann er þurr þannig að hann klessist ekki. Eg þoli ekki þeg- ar maskarar eru blautir og maður má ekki blikka augunum í lengri tíma eftir að hann er settur á." GullMegur augnskuggi ¦ „Ég fór síðasta sumar með Unni Stefáns- dóttur vinkonu minni á snyrtí- stofu þegar hún var að fara í brúnku- sprautun fyrir Hárið Ólífuolía allra meinabót „Það er algert búst fyrir húðina jf að nota ólífuolíu. Bera hana á sig og leyfa henni að vera í nokkra klukkutíma þannig að hún fari vel inn í húðina. Svo er hún ekki verri fyrir hárið, ég er með þurrar krullur og það er eins og besta djúp- næring að láta ólífuolíu í hárið og setja blautt handklæði yfir. Hollráð fyrir alla með þurrt hár." Maríanna Clara Lúthersdóttir útskrifaðist úr Leiklistarskóla Islands árið 2003. Síðan þá hefur hún leikið í stuttmyndum og sjónvarpsmyndum. Hún lék í Hinum útvalda (leikstjórn Gunnars Helgasonar og var í sýningu sem sett var upp á Hótel Sögtf svo fátt eitt sé nefnt þannig það hefur verið nóg að géra. Fyrirviku sfðan frumsýndu Marianna og Sólveig Guðmundsdóttir leikritið Kaktusmjólk en það er spuni sem unninn er upp úr nokkrum verkum. Þær stöllur eru meðlimir í leikfélaginu Kvenfélagið Garpur og er leikritið sýnt f Klink og Bank. Maríanna úti- lokar ekki að verkið verði jafnvel flutt út fyrir landsteinana. „Þetta er hrá og ein- föld sýning og við erum auðvitað bara tvær að leika þannig að það er auðvelt að uppfæra hana hvar sem er," segir Maríanna. f stórskemmtilegu spjalli sagði Marfanna okkur frá ínnihaldi snyrtibuddunnar sinnar. Guðmundur Bragason þulur í Sjónvarpinu hefur líklega starfað lengst allra þula. Guðmundur verður alltaf að hafa nóg áð gera og hefur nú hellt sér út í markaðsstarf fyrir bandaríska símafyrirtækið Ubi fone. „Ég verð alltaf að hafa nóg fyrir stafni, það er það sem heldur mér gangandi," segir Guðmundur Braga- son sem íslendingar kannast við úr Sjónvarpinu þar sem hann les fyrir okkur sjónvarpsdagskrána. Guð- mundur hefur starfað sem þulur í Sjónvarpinu í tæp níu ár og er þessa dagana eini karlinn í þessu kvenna- veldi. „Ég datt inn í þetta starf fyrir slysni. Ég sóttí um sem fréttamaður fyrir um níu árum síðan en fékk starf sem þulur í kjölfarið," segir Guð- mundur og bætir við að hann hafi afar gaman af þessu starfi. Lítur allt öðruvísi út í raun- veruleikanum „Ef ég hefði ekki gaman af þessu væri ég löngu hættur. Starfið er mjög þægilegt og ég vinn með frábæru fólki." Guðmundur neitar því að hann setji sig í einhverjar ákveðnar stellingar áður en hann birtist á skjánum, svona komi hann einfald- lega fyrir. Hann viðurkennir þó að margir kannist við hann úti á götu en segir fæsta vita hvaðan. „Sem betur fer lítur maður allt öðruvísi út í raunveruleikanum. Krakkarnir mínir eru löngu hættir að taka eftir því þegar ég birtíst á skjánum enda er þetta bara starf." Frí símtöl Starfíð sem þulur er aukastarf Guðmundar, en hann starfar sem tryggingaráðgjafi hjá Alliance og er nýbyrjaður að markaðssetja banda- ríska símafyrirtækið Ubi fone. „Mér . var bent á þetta af félögum mínum og leist vel á. Fyrirtækið stefnir á að bjóða alltaf upp á lægstan taxta og er eina fyrirtæki sem bíður upp á al- þjóðlega lausn ásamt mörgum öðr- um fídusum sem fólk hefur ekki séð hingað til. Til dæmis er hægt að senda svokallaðan hringihnapp með tölvupóstinum. Þá getur sá sem fær tölvupóstinn hringt frítt til baka úr tölvunni. Þennan hnapp geta svo fyrirtæki og einstaklingar sett á heimasíður sínar til að auðvelda viðskiptavinum sínum að hafa sam- band." Netsími er framtíðin Guðmundur er bjartsýnn fyrir hönd fyrirtækisins og hann segir símaheiminn afar spennandi vett- vang. „Þetta er það sem koma skal enda er reiknað með að 75% símtala muni koma í gegnum netið árið 2007. Hérna eru miklar breytingar í gangi og sími og net eru smám saman að renna saman í eitt. Ég hef mikla trú á því að þetta eigi eftir að verða mjög stórt, það eru miklar sviptingar í gangi í þessum heimi og ég tek spenntur þátt enda hef ég gaman af ögrunum," segir hann og bætir við að það sé Kka gaman að geta strftt hin- um símafyrirtækjunum aðeins. „Ef fólk vill kynna sér þetta betur hvet ég það til að kíkja á heimasíðuna www,- ubitel.ws og ef einhver hefur áhuga á að markaðssetja þetta með okkur þá er um að gera að hafa samband. Miðað við viðtökurnar hingað til reikna ég með að þetta muni ganga vel. Þetta er afar hentugt, sérstaklega fyrir þá sem hringja mikið tíl útlanda. Allir meðlimir Ubi Fone hringja líka fritt sín á milli og því fleiri sem nota þetta kerfi því fleiri fri' símtöl." Gluggar í stjörnuspeki Guðmundur þrífst greinilega ekki nema hafa nóg að gera en hann keppir einnig í keilu með fé- lögum sínum. Hann hefur líklega unnið lengst allra þula í sjónvarp- inu og segir kannski tíma kominn að kveðja. „Ég á örugglega eftir að finna mér eitthvað meira að gera í framtfðinni. Ég er bara þannig gerður, þykir gaman að koma víða við og taka þátt í ögrandi verkefn- um. Kannski er þetta bara einkenni bogamannsins," segir hann og við- urkennir að hann hafi gaman af þvr að glugga í stjörnuspeki þó hún stjórni ekki lífi hans. Guðmundur býr ásamt fjölskyldu sinni í Mos- fellsbænum en hann er uppalinn á Hellissandi á Snæfellsnesinu. „Ég er Sandari í eðli mínu og stoltur af þ VÍ." indiana@dv.is Þegar Jenný Jóakimsdóttir útskrifaðist með gráðu í alþjóða markaðsfræði vissi Mn ekki hvað hún ætti að gera. Hana dreymdi um að vera sinn eigin herra og í dag hefur sá draumur ræst. Jenný er umboðs- maður fyrir Magic Tan sem hefur slegið í gegn út um allan heim. Brúnkuklefar eru framtíðin „Ég var að leita að einhverju til að gera og datt niður á þetta," segir Jenný Jóakimsdóttír umboðsaðili fyrir brúnkuklefana Magic Tan hér á landi. „Ég vil meina að brúnkuklefar séu framtíðin, þeir hafa tekið við af ljósabekkjunum. Þessir klefar eru ofboðslega sniðugir, nú getur maður farið inn í klefa og orðið , brúnn á einni mínútu." Jenný er 36 ára tveggja barna móðir. Arið 2002 kláraði hún alþjóða markaðsfræði við Tækni- háskóla fslands og vantaði eitthvað að gera. Hún segir drauminn alltaf hafa verið að gera eitthvað sjálf. „Það kom alveg til greina að vinna hjá einhverjum öðrum en það var aíltaf eitthvað í mér svo sagði mér að gera eitthvað sjálf. Mig langaði ekki að vera 9 til 5 manneskja og bíða eftír launaseðlinum um mán- aðarmótin. Ég á tvo stráka og þó það geti stundum verið erfitt að sameina móðurhlutverkið við bisnesinn þá er ég þó frjálsari með þessu móti. Ég hef líka svo margt annað að gera. Ég er til dæmis félagi í JCI og er farin að leiðbeina á námskeiðum þar. JCI er félagsskapur fyrir fólk yngra en fertugt og við erum alltaf að læra eitthvað nýtt. Við förum á nám- skeið, lærum aukið sjálfsöryggi og ræðufækni," seg- ir Jený og bætir við að í framtíð- inni sé markmið hennar að koma brúnkuklefunum á sem flesta staði. „Þetta er mjög stórt fyrir- "------------- tæki í útlöndum og við stefnum á að fá sem flestar snyrtistofur á landinu til að bjóða upp á þessa þjónustu." Jenný Jóakimsdóttir„/W/g langaði ekki að vera 9 til 5 manneskja og biða eftir launaseðlinum um mánaðamótin Eg á tvo strdka og þó það geti stundum verið erfitt að sameina móðurhlutverkið og bisnesinn þá er ég þó frjálsari með þessumóti."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.