Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2005, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2005, Blaðsíða 29
DV Helgarblað LAUCARDAGUR 12. MARS 2005 29 kkar var alvöru barn Harpa Guðmundsdóttir fæddi andvana dóttur í febrúar á síöasta ári. Hún hefur haldið á lofti minningu hennar með heimasíðu sem hefur fengið misjöfn viðbrögð. Hún segir það hafa verið mikilvægt þar sem hún fann fyrir því að mörgum fannst þetta lítið mál. Hún vildi því gera fólki grein fyrir því að þetta var alvöru barn sem hún fæddi þó að það hafi verið látið. „Ég vissi hvernig þetta gekk fyrir sig. Hafði lesið bækur um þetta og var undirbúin að því leyti," segb Harpa Magnúsdóttir sem fæddi andvana barn fyrir rúmu ári síðan. „Ég var algerlega dofin og fram- kvæmdi þetta hugsunarlaust. Eftir á að hyggja er þetta allt mjög skrítið hvernig maður fer í einhvern doða sem verður til þess að maður gerir þetta svona eins og vélmenni," segir Harpa. Hún ákvað að nefna andvana dóttur sína Perlu Dís í höfuð á móð- ur sinni sem heitir Margrét sem þýð- ir Perla. „Það var lítið sem ég gat gert fyrir hana annað en að gefa henni failegt nafn,“ segir Harpa. Perla Dís fæddist þann 14. febrúar 2004 kl 11.05. Hún fæddist andvana, hafði látist í móðurkviði um það bil tveim- ur sólarhringum áður. Hún er fædd 2640 gr og 51 cm, myndarlegasta dama eftir ekki lengri meðgöngu. En hún hafði aðeins verið í móðurkviði í 36 vikur rúmar. Perla Dís á bróður sem heitir Kristófer Darri. Þau eru sammæðra. Faðir Perlu Dísar heitir Birgir Freyr Andrésson. Meðgangan hjá Hörpu hafði geng- ið vel þar til hún fór að fínna fyrir því að óvenju rólegt var í bumbunni. Langaði að vakna af martröð- inni „Ég hugsaði að það væri nú kannski ekkert skrítið, ég væri nú kom- in rúma 8 mánuði og kannski farið að þrengja að ört vaxandi krílinu mínu. Þegar ég fann svo ekkert heldur á föstudeginum ákvað ég að láta nú at- huga með þetta. Fór því upp á mæðra- vemd seinnipartinn og var hlustuð. Þaðan var ég send í monitor. Eftir að sérfræðingurinn hafði séð að engan hjartslátt væri lengur að finna, fengum við sttax svo mikla hlýju og aðstoð frá starfsfólkinu á Landsspítalanum, “ seg- ir Harpa þegar hún rifjar upp þessa skelfilegu lífsreynslu. „Okkur langaði mest til að VAKNA af þessari marttöð. Litla bamið okkar sem við hlökkuðum svo til að fá var dáið," segir Harpa sem leitaði svara við óteljandi hugsunum sem leituðu á huga hennar. Eftir þessi skelfilegu tíðindi fóm þau heim þar sem hún knúsaði Kristófer son sinn sem þá var tæplega tveggja ára og fann Barnið fæðist látið Harpa segir starfsfólkið á spítalan- um hafa sýnt mikin stuðning og nær- gætni við þessar erfiðu aðstæður. Þau komu inn á Landsspítala um miðnætti þar sem fæðingin var sett í gang. „Við fengum yndislega ljósmóður sem heit- ir Unnur. Hún talaði við okkur, veitti okkur upplýsingar og stuðning og dreifði huganum. Um hálf eitt fengum við sína svefntöfluna hvort og sofhaði ég fljótt, Biggi átti erfiðara með að sofha en svaf fast þegar ég vaknaði fjórum og hálfúm tíma seinna. Þá hef- ur undirmeðvitundin vakið mig, og þá fékk ég annan stll. Svo sofnaði ég lflca aftur. Biggi svaf fast til morguns en sí- harðnandi samdrættir vöktu mig mjög reglulega," segir Harpa. Fjölskyldan Harpa og Birgir ásamt Kristófer óljóst á sér að eitthvað væri syni Hörpu. að. Eftir að Harpa og Birgir Freyr höfðu komið Kristófer í pössun hvfldu þau sig saman, grétu og undir- bjuggu sig fyrir fæðinguna þar sem framkvæma átíi með gangsetningu. Stóðu saman í sorginni Um morguninn vom þau svo færð í aðra stofu þar sem fór að styttast í fæðinguna. „Yndislegar hjúkrunarkonur hreyfðu við belgjun- um og þá fór fæðingin fyrir alvöm af stað. Ég fékk mænudeyfmgu og leið betur eftir að hafa fengið mjög harðar hríðar í einni dembu. Rétt fýrir hádegi skaust svo daman í heiminn," segir Harpa sem fékk svo bamið í fangið eft- ir að hún fæddist rétt eins og tíðkast um hefðbundnar fæðingar. „Hún var svo falleg. Alveg eins og bróðir sinn, bara stelpa. Með mfldð dökkt hár og ftfllkomin í alla staði. Það er svo sárt að fá ekki að njóta hennar við,“ segir hún. Harpa og Birgir Freyr fóm svo heim seinnipart dags eftir að hafa fengið að njóta þess að vera með litla baminu sínu sem hafði fæðst andvana. Hún segist bæði hafa verið bæði með lítið hjarta og aum á sál eftir atburði dagsins. Alvöru barn sem dó Harpa er mjög ánægð og þakklát með þann frábæra stuðning sem hún fékk frá starfsfólki Landsspítalans við þessar aðstæður. „Við fengum frábæra ljósmóður sem hjálpaði okkur mfldð. Hún kom hingað heim eftir á og talaði við okkur. Það var mikill stuðningur af henni," segir Harpa. Hún leitaði lflca til CFramhaldá | næstusíðu J Þrjú skeið meðgöngunnar Myndir úr móðurkviði eru úr bókinni Barn verður til, birtar með leyfi útgefanda. Myndir teknar afLennart Nilsson. Annað skeiðið er frá 14. viku að 29. viku. Með hjálp sónars er hægt að greina kyn fóstursins i kringum 16. viku. Mismunandi er hvenær móðirin fer að finna fyrir hreyfingum en algengt er að það byrji i kringum 17. viku. Á 17. viku eru andlits- drættirnir farnir að þroskast og lengd barnsins er orðin ca 18 cm. Á fjórða mánuði meðgöngu er hættan á fósturláti verulega minni en áður. Á 28. viku er fóstrið talið lífvænlegt en með tækninni sem til er i dag hefur tekist að bjarga lífi enn yngri barna. wl Þriðja og síðasta skeið meðgöngunnar er frá 29. viku fram að 42. Hér þroskast lungun og nýrun og lifrin tekur til starfa. / þessum tima fer barnið að skorða sig til gera sig tilbúið fyrir fæðinguna. Barnið á myndinni er komið 36. vikur á meðgönguna og á aðeins einn mánuð eftir. Áætluð stærð er um það bil 34 cm og þyngd 2000 til 3000 grömm en barnið mun liklega bæta á sig kilói i viðbót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.