Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2005, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2005, Blaðsíða 12
72 MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2005 Fréttir 0V Framsókn gegn klámi Landssamband fram- sóknarkvenna hefur sam- þykkt ályktun þar sem skorað er á heil- brigðisráðherra að stofna starfs- hóp sem hefði það sérstaka hlutverk að finna leiðir til að vinna gegn ^ ótíma- VÍ bæru og óeðlilegu kynlífi unglinga. Var ályktunin samþykkt á fundi lands- stjórnar framsóknarkvenna þann 1. april. DVhefur ítar- lega íjallað um klámkyn- slóðina svokölluðu þar sem landlæknir staðfesti að allt niður í 14 ára gamlar stúlk- ur hefðu leitað sér hjálpar vegna eymsla eftir enda- þarmsmök. Jóhanná niðurleið Þrátt fyrir mikinn byr í íslensku skáklífi eig- um við aðeins einn stórmeistara á nýjum lista yfir hundrað bestu skákmenn heimssem Fide var að gefa út. Það er Jó- hann Hjartarson sem fellur reyndar úr 53 sæti niður í það 83 síðan síðasta listi leit dagsins ljós. Gary Kasparov trónir á toppnum í síðasta sinn með 2812 Elo- stig en hann hefur tilkynnt opinberlega að hann sé hættur að tefla þrátt fyrir að hafa í tuttugu ár verið á toppi heimslistans. Sjóvarnir fari ekki í mat Fyrirhugaðar sjóvarnir við Stokkseyri ættu ekki að vera háðar um- hverfismati seg- ir bæjarráð Ár- borgar sem tel- ur um að ræða mikið þjóðþrifa- mál. Afar að- kallandi sé að ráðist verði í gerð varnargarðanna til þess að vernda land: „Á nokkrum stöðum er um að ræða aðgerðir til þess að verja menningarminjar, meðal annars eldri hlaðna sjóvarnargarða. Þess verður sérstaklega gætt að sjó- vörnin falli vel að fjöru- landslagi og verndi einstaka útivistarfjöru sem er á nátt- úruminjaskrá." Landsíminn „vao er rmt ao ireuu ui mei, ég er aö vinna hérna á fullu I álverinu og það er brjálað að gera," segir Reynir Hrafn Stefánsson véla- maður á Egilstöðum.„Ætli maður fari ekki I eitthvaö partí um helgina og svo er lokaumferðin í snjó- krossinu eftir þrjár vikur. Við vorum einmitt að meta þetta ígær og leita afsköfl- um, við fundum eitthvað en það er liklega nokkurra daga vinna að moka þetta til svo hægt sé að keppa." Skákfélagið Hrókurinn er með tvo af sínum mönnum í Namibíu þar sem þeir kenna fátækum skólabörnum að tefla. Verkefnið er kostað af Þróunarsamvinnustofnun íslands og er kostnaður um 1,2 milljónir. Þar af fá Hróksmennirnir tæpa milljón í sinn vasa. Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, er stoltur af sínum mönnum. Fá milljón typii* aö kenna fátffikum börnum skák Tveir starfsmenn Hróksins fá milljón í laun frá Þróunarsam- vinnustofnun fslands íyrir að kenna fátækum börnum í Namibíu skák. Heildarkostnaður við ferð stórmeistarans Hen- riks Danielsens og Kristians Guttesens er um 1,2 milljónir. „Það gengur mjög vel hérna úti,“ segir BCristian Guttesen tæknistjóri Hróksins sem staddur er í Namibíu ásamt Henrik Daníelsen, stórmeist- ara Hróksins, að kenna fátækum börnum að tefla. „Við heimsækjum skóla, höfum farið á heimili fyrir munaðarlaus börn og eigum eftir að fara á spítala og í fangelsi." Kristian telur að þeir félagar séu búnir að hitta yfir þúsund skólabörn í Namibíu. Almenn kjör Samkvæmt upplýsingum frá Þró- unarsamvinnustofnun Islands sem kostar verkefttið er heildarkostnaður um 1,2 milljónir. Þar af kostaði flug- farið 240 þúsund krónur en laun Hróksmannana tveggja vega þyngra eða 15.000 dollurum. Samkvæmt genginu í gær eru það 921 þúsund krónur sem skiptast jafnt mili þeirra tveggja. „Þaö getur enginn ætlast til þess að menn séu í sjálfboða- vinnu árum saman." Kristian Guttesen tæknistjóri Hróksins Stjórnar beinum útsendingum frá Namibíu á netinu. Þessi kjör munu vera í samræmi við almenn ráðningakjör skamm- tímaráðgjafa við Þróunarsamvinnu- stofnunina. Ný verkefni Telma Tómasson, upplýsinga- fulltrúi Þróunarsamvinnustofnunar fslands, segir verkefnið óhefðbund- ið: „Við höfum lagt áherslu á stærri verkefni í Namibíu, sérstaklega í tengslum við sjávarútveg landsins. Skólabörn f Namibíu tefla Henrik Danielsen sést hérþungthugsi. Hrafn Jökulsson forseti Hróksins Ánægður með skákvæöinguna I Namiblu. Nú á að draga úr styrkjum við stærri verkefnin og leggja meira í smærri menningartengd verkefni eins og þetta." Telma segir jaftrframt að verk- efnið sé unnið í samvinnu við Hrók- inn. Þeir leggi til kennslugögn en stofnunin sjá um launakostnað. Gott starf Hrafn Jökulsson forseti Hróksins segir það afar ánægjulegt að menn fái stundum greitt fyrir vinnu sína. „Það getur enginn ædast til þess að menn séu í sjálfboðavinnu árum saman. Þá verður lítið eftir af mönn- um. Okkur finnst þetta mjög spenn- andi tækifæri til að útbreiða upp- byggilegt og skemmtilegt starf í Afríku og erum mjög stoltir af okkar mönnum," segir Hrafn. Fátækt land Hrafn bætir við að skákin henti vel í fátækum löndum eins og Namibíu því hún sé svo ódýr. „Það kostar h'tið að hafa áhuga á skák og geta teflt," segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá CIA- world factbook er þriðjungur Namibíumanna með undir 1000 dollara í árslaun. Eyðnifaraldurinn herjar einnig á landið og eru rúm- lega 23% landsmanna smitaðir af eyðni. Hróksmennirnir Kristian og Hen- rik eru væntanlegir aftur til landsins þann 11. apríl. simon&dv.is Uppsagnir á gæsluvöllum vekja deilur i menntaráði Aðsóknin réttlætir ekki fé í gæsluvelli Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í menntaráði Reykjavíkur segjast líta það alvarlegum augum að verið sé að segja upp starfsfólki gæsluleik- valla, þvert gegn því sem áður hafi verið ákveðið. „Mótmælt er þeim áformum R-listans að j loka gæsluleikvöllum borgarinnar yfir vetrar- . tímann enda fæli það í sér skerðingu á þeirri þjónustu við barnafólk sem nú er fyrir hendi. Skýrt Stefán Jón Hafstein Ekki góð ráðstöfun á skattfé að reka gæsiuvetii þegar aðsókn er svo lltii, segir for- maður menntaráðs. kom fram með almennri undir- skriftasöfnun í Vesturbænum fyrir ári að íbúar þar telja þessa þjónustu nauðsynlega og vilja ekki að hún sé aflögð," var bókað eftir sjálfstæðis- mönnum sem lögðu til að haldið yrði við lágmarks- þjónustu þannig að minnst yrði opinn einn gæsluleikvöllur í hverjum borgarhluta allt árið. Meirihluti R-listans vísaði tillögunni ffá: „Reynt hefur verið að koma til móts við þá starfs- menn gæslu- leikvalla sem hafa viljað að- stoð Reykjavíkurborgar við að fá annað starf innan stofnana borgar- innar. Ásókn í þjónustu gæsluleik- valla í Reykjavík er orðin svo htil að spurningar vakna um hve góð ráð- stöfun á skattfé borgarbúa það sé að halda úti svo mikilli ^ þjónustu svo dýru verði. 11 R-hstinn telur að í tihögu sinni felist að lágmarks- þjónustu sé viðhaldið, það er að opið sé á sumrin þar sem þó einhver eftir- spum er,“ sagði í bólcun fuhtrúa R-hstans. Guðrún Ebba Ólafsdóttir íbúar telja þjónustu g æsivaHa nauðsynlega, segja fulltrúar sjálfstæðismanna. Bæjarhátíð á Hólmavík . Taka á upp sérstaka bæjarhátíð á Hólmavík frá og með næsta sumri. Menningarmálanefnd Hólmavíkur vih frá svör frá hreppsnefndinni um hugsanleg fjárframlög th nefndar- innar úr hreppssjóði. Vih menning- armálanefnd að ráðinn verði starfs- maður vegna bæjarhátíðarinnar sem haldin yrði fyrrihluta sumars. Hreppsnefndin mælti með því að menningarmálanefndin ynni að bæjarhátíðinni og að hún myndi móta frekar starfsgmndvöh og hugs- anlegan kostnað af verkefninu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.