Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2005, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2005, Blaðsíða 40
i"1/7 0 11 í\j>J ÍO Við tökum við fréttaskotum atian sólarhringinn. Fyrirhvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fulirar ^wfnleyndar er gætt. ^ ^ q j-1 Q SKAFTAHLÍÐ24,105REYKJAVÍK [STOFNAÐ 1910] SÍMI5S0S000 690710 111117' • Ráðning nýs rit- stjóra Viðskipta- - blaðsins, Gunn- laugs Árnasonar, þykir bera nokkurn keim af ráðningu Auðuns Georg Ólafssonar sem fréttastjóra Ríkisútvarpsins. Samlfkinguna segjast menn sjá í því að hvorugir maðurinn hafi nokkra starfsreynslu sem orð sé á gerandi til að gegna slfku yflr- mannsstarfi á fjölmiðli. Á Við- skiptablaðinu var Jónasi Har- aldssyni, gamalreyndum blaða- manni, vikið niður í fréttastjóra- stól til að rýma fyrir ungum há- skólamanni sem verið hefur skrifari fyrir Reuters-fréttastof- una út í heimi. Þykir með þessu sem síst vænkist staða eins besta blaðamannsins á Við- skiptablaðinu, Sigurðar Más Jónssonar, sem starfað hefur þar í kyrrþey í nær tíu ár... Vamos alla playa! / Egill Ólafsson talar írá Madríd Ekki í meöferð heldur að læra spænsku „Allar sögur eru betri en engar," segir Egill Ólafsson sem dvelur nú á Spáni við nám en ekki í áfengismeðferð eins og sumir héldu fram. Meðan framh'ð Stuðmanna er óljós lærir Egill tungumál innfæddra á Spáni og slakar á í 26°C hita. Hann segir gott að vera á Spáni - þar sem rigni bara í skamma stund í einu. „Þetta var löngu ákveðið," segir Egiil en að- eins nokkrum dögum áður en hann brá sér af landi hætti Ragga Gísla í Stuðmönnum á eftirminnilegan hátt. Egill segir ekkert óvænt í þessum bransa og hlær þegar blaðamaður spyr hvort Stuð- mannaævintýrinu sé lokið. „Nei, Stuðmenn eru ekki ævintýri heldur vinna. Þetta er okkar starf og lífið heldur áfram. Það hafa margir komið og farið í þessu bandi en ég trúi því að Stuðmenn verði til áfram," segir Egili og ítrekar að liðsmenn Stuðmanna séu duglegt fólk og búnir að koma miklu í verk. „Ef menn - 1 . Egill Ólafsson tónlistar- maður Dvelur í Madrid og nýtur spænskrar menningar. -----i------- halda heilsu verður haidið áfram." Meðan stórsöngvarinn og sjarmör- inn spásserar um götur Madríd sinnir eiginkona Egils, Tinna Gunnlaugsdótt- ir þjóðleikhússtjóri, áfram sínu starfi. Henni finnst spennandi að eiginmað- urinn hafl ákveðið að ganga mennta- veginn. „Hann byrjaði að læra spænsku í vetur hjá einkakennara og er nú kominn út til Madríd," segir Tinna, sem, eins og Egill, kom af fjöllum spurð um meinta meðferð eigin- mannsins. „Nei, Egill hefur aldrei átt við drykkjuvanda- mál að stríða," segir hún. Og Egill Ólafsson segist taka lífinu létt úti í Madríd. Veðrið sé gott, frekar svalt, og þegar rignir rigni aðeins í skamma sttmd. Hann segist stunda leikhús og kvikmyndahús af kappi og semji söngtexta þar á milli. En hvenær kemur Egill heim? ,Ætii ég komi ekki þegar líða fer á mánuðinn," segir Egill og bætir Tinna Gunnlaugsdóttir þjóð- leikhússtjóri Eiginkonu Egils þykir nám hans spennandi. Statisti afguðsnáð „Þetta eru nú engir leiksigrar sem ég er að vinna," segir Bryndís Björgvinsdóttir, texta- stjórnandi Spaugstof- unnar, hógvær. Bryndís er að verða alþekkt andlit enda orðinn einn reyndasti statistinn í íslensku sjónvarpi. Varla h'ður það laugardagskvöld að andliti Bryn- dísar bregði ekki fyrir í einhverju Spaugstofuatriðinu. „Ég er á mínu þriða ári með Spaugstofunni," segir Bryndís. „Strákamir lesa oft af svona textavél Bryndís Björgvins- dóttir Vinnur hér enn einn leiksigurinn. þegar þeir eru að leika at- riði og mitt starf er að snúa henni svo réttur texti blasi alltaf við þeim." Bryndís segir að þegar hún þurfi ekki að snúa textavélinni sé hún oft fengin til að vera statisti. „Það vantar svo oft fólk í svona hópatriði og þá hleypur maður í skarðið," Aðspurð hvort þessi reynsla sé kannsld stökkpallur inn í frekari afrek á leiklistarsviðinu segir Bryndís: „Ég var nú einu sinni smituð af leiklistar- bakteríunni á menntaskólaárunum en ekki lengur." Fangaði ref á fermingargjöfina „Ég var að fara að prófa mynda- vélina þegar ég sá eitthvað sem ég hélt að væri minkur, svona tíu til fimmtán metra frá mér. Ég súmmaði eins og ég gat og smellti af," segir Ari Guðmundsson um mynd sem hann tók við götuna sína, Hásali í Kópa- vogi. Ari var með stafræna myndavél sem hann fékk í fermingargjöf frá frænda sínum og frænku á laugar- daginn og var þetta fýrsta myndin sem hann tók á hana. Þegar hann sýndi frænda sínum myndina kom upp úr krafsinu að um ref var að ræða en ekki mink. En burtséð frá dýrategundinni er Ari mjög sáttur Tófa á hóli Refurinn sem Ari náöi á stafrænt form í Salahverfi. Upprennandi Ijósmyndari Ef tækifæri gæf- ist stykki Ari óhikaö í Ijósmyndarabransann. við þessa fyrstu mynd sem hann náði á fermingargjöfina sína. Aðspurður svarar Ari að hann hafi alltaf haft gaman af því að taka myndir og stefnir jafnvel að því að verða ljósmyndari. „Það kemur vel til greina ef tækifæri gefst til þess," segir Ari sem virðist vera efni í ljós- myndara enda greinilega vandlátur á gæði myndanna því hann eyddi níu af þeim tíu myndum sem hann smellti af þessum óvænta gesti í Salahverfmu. Að sögn Ara var refur- inn á vappi á milli Seljahverfis og Salahverfís að því er virtist ekki að gera neitt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.