Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2005, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2005, Blaðsíða 13
DV Fréttir MÁNUDAQUR 4. APRÍL 2005 13 Aðalfundur Cavalier-deildarinnar Aðalfundur Cavalier-deildarinnar, sem er tíu ára um þessar mundir, verður haldinn á fimmtudaginn kemur, þann 7. apríl. Fundur- inn hefst klukkan 20.00 í húsakynnum S.Guð- jónsson, Auðbrekku 9-11, Kópavogi en geng- ið er inn austanmegin. Að loknum venjubundnum aðalfundar- störfum mun Brynja Tomer frá VÍS kynna hunda- og hvolpatryggingar. Mjög áhuga- vert fyrir ræktendur. Á eftir verður afmæliskaffi, kökur og rabb og ætlar Helga Finnsdóttir dýralæknir að ræða helstu heilbrigðisvandamál hjá Cavalier-hundum og sitja fyrir svörum. Eigendur Cavalier-hunda eru hvattir til að mæta og fylgjast með starfi félagsins og eiga síðan saman notalegt spjall og fræðast um leið hvers vænta má um heilsufar hunda þeirra. bergtjot@dv.is Veðreiðar enda með árekstri hesta og máva Það varð heldur betur uppi fótur og fit, eða öllu heldur fætur og fiður, á veðreiðarmóti í Melbourne í Ástralíu í síðustu viku. Þegar hestarnir og knapar þeirra komu inn á lokakafla veðhlaupsins varð fyrir þeim stór hópur af mávum sem hafði fundið sér hvíldarstað fyrir framan mark hlaupsins. í einni svipan gerðu mávarnir sér það Ijóst hópur hesta, á harða- spretti, stefndi á þá og við það hófu þeir sig á loft en í uppþotinu varð þeim það á í messunni að fljúga beint framan á hestahópinn. Eftir áreksturinn, þegar fiðrið og mesta rykið hafði sest kom í Ijós að fimm knapar höfðu fallið af hestum sínum og tveir þeirra slasast, annar handleggsbrotnað og hinn misst tönn. Aðstandendur veðhlaupsins ákváðu eftir að hafa skoðað atvikið í sjónvarpi, að lýsa því yfir að hlaupið væri ógilt þar sem allir hestarnir hafi orðið fyrir áreiti mávanna. Bergljót Davíðsdóttir skrifarum dýrin sín og annarra á mánudögum í DV. NUTRO - 30% AFSLATTUR 8 Þurrfóður fyrir hunda og ketti í hæsta gæðaflokki. Full búð af nýjum vörum. 30% afsl.af öllu. Opið mán. til fös 10 - 18, Laugard. 10 - 16, sunnud. 12-16. TOKYO HJALLAHRAUNI 4 HAFNARFIRÐI SIMI 545 8444 Tíu ára afmælis- sýning Cavalier- deildarinnar í tilefni af tíu ára afmæli Cavalier-deildarinnar efnir deildin til tveggja sjálfstæðra meistarastigssýninga fyrir Cava- lier- ------ hunda helg- ina 7. ogö maí, en á sunnu- daginn 8. maí verður einnig meistarastigssýn- ing fyrir aðra hunda í tegunda- hópi 9. Dr. Annukka Paloheimo, sem hefur ræktunarnafnið Anncourt og er frá Finnlandi, dæmir Cavalier á laugardaginn og aðra hunda, en Chihuahua og Poodle í tegundahópi 9 á sunnudaginn. Á sunnudaginn dæmir Marja Kurittu en hún hefur ræktunar- nafnið Marjaniemen og er einnig frá Finnlandi. Francesco Cochetti frá Ítalíu, með ræktun- arnafnið Di San Gimignano ítai- íu, dæmir Chihuahua og Poodle á sunnudaginn og einnig úrslit sýningar. Deildin minnir á að eins og fyrir aðrar sýningar þarf að skrá hunda til þátttöku mán- uði fyrir sýningu, í síðasta lagi þann 8. apríl. Cavalier-eigendur sem ætla að sýna báða dagana verða að nota tvö skráningar- blöð, þar sem þetta eru tvær sjálfstæðar sýningar. Greindarvísitölupróf fyrir hunda Hversu greindur er hundurinn þinn? Sjónvit 1. Þegar þú hendir hlut upp í loftið fyrir hundinn, hvernig telurðu að hann reikni út hraða hlut- arins og fjarlægð- ina? A Frábærlega B. Vel C I lagi 2. Þegar hundurinn er að horfa á þig skaltu teygja þig og þykjast taka eitt- hvað og tyggja það. Hundurinn þinn: A Horfir á þig fullur áhuga á þvísem þú ert að tyggja. B. Rannsakar staðinn sem þú teygðir þig á til að sjá hvort eitt- hvað sé þar að finna. C Sýnir þessu eng- an áhuga. D. Virðist gera sér grein fyrir aðþúert að þykjast. 3. Virðist hundurinn þinn gera sér grein fyrir því að þú ert að fara í ferðalag? A Já, um leið og ég tek fram ferðatösk- urnar og byrja að pakka niður. B. Já, jafn vel áðuren ég tek töskurnar fram. C Hugsanlega þeg- ar ég erað ganga út um hurðina hlaðin farangri. D. Nei. 4. Finnur hundurinn þinn fyrir skapgerð- arbreytingum hjá þér? AJá, hann ermjög næmur á það hvern- ig mér líður. B. Stundum. C Nei, ekki svo ég viti. 5. Farðu snögglega inn í myrkvað her- bergi með hundinn þinn og kveiktu á vasaljósi. Beindu Ijósgeislanum á Ingenya snyrtivörurnar tryggja fljótvirkari árangur og eru þaö fullkomnasta í gæludýraumönnun á frábæru verði. Allar vörurnar eru framleiddar án natríum klóríðs sem er ekki einungis skaðlegt fyrir þig heldur lika gæludýrið þitt. ÍRARIKIÐ Grensásvegi s:5686668 - Dýrarikið Akureyri s:4612540 - www.dyrarikid.is gólfið og hreyfðu hann. Hundurinn þinn: A Eltist við geisl- ann? B. Virðist áhugalaus? C Fær áhuga á vasa- Ijósinu en ekki geisl- anum? D. Rannsakar stað- inn sem Ijósið lýsir á? Hljóðvit 6. Virðist hundurinn þinn þekkja eftirfar- andi orð (eða þínar meiningará þeim) og ef hann gerir það hversu mörg? Matur, Dýralæknirihn, Sofa, Bless. A Já, þrjú eða fjögur B. Já, tvö C Já, eitt. D. Nei, 7. Virð- ist hundur- inn þinn skilja það þegar verið er að tala um hann? A Já, og hann virð- ist líka gera sérgrein fyrirá hvaða hátt er verið að því. B. Nei, það gerir hann ekki. C Stundum. 8. Er hundurinn þinnfær um að framkvæma ákveðin „trix" eins og „að finna ólina sína", „sækja boltann" eða „fara í körfuna"? A Já, nokkrar. B. Já, eina eða tvær. C Nei. 9. Hversu oft bregst hundurinn þinn við þegar hann heyrir að verið er að taka til mat fyrir hann (þetta á bara við þegar hann er nógu langt frá að hann sjái það ekki)? A Næstum alltaf. B. Oftast. C Stundum. D. Sjaldan, eða aldrei, ég þar oftast að kalla í hann. 10. Þegar hundur- inn þinn erað horfa á þig skaltu láta sem þú sért að hlusta eftir einhverju sem er ímyndað. Hund- urinn þinn: A Bregst umsvifa- laust við og fer að hlusta eftir„hljóð- inu" líka. B. Sýnirsmá áhuga. C Viðrist undrandi því hann heyrir ekk- ert, lætur jafnvel í sér heyra sjálfur. Félagsleg hegðun 11. Ef þú ert með hundinn þinn á opnu svæði þar sem hann getur hlaupið um án þess að vera í ól, hvað af eftirfar- andi er hann líkleg- asturtil að gera? A Hlaupa útí frelsið og reyna að týna þér eitt skipti fyrir öll. B. Hlaupa kátur og glaður um víðan völl en hverfa öðru hvoru úraugsýn. C Hlaupa um kátur og glaður um víðan völl en missa aldrei af þéraug- un. 12. Þeg- ar hann hittir annan lausan hund á opnu svæði, gerir hann yfirleitt eftirfarandi: A Reyniraföllum mætti að leika við hinn hundinn. B. Nálgast hann hægt og þefar af honum en fer fijótt í burtu. C Verður undirgef- inn D, Stirðnar upp og star- ir á hinn hundinn áðuren hann reynir / að ráðast á hann. ' 13. Hvernig telurðu að hund- urinn þinn myndi eyða frí- tíma M sínum w ef hann væri mennskur? A Með skipu- lagningu á mannamótum. B. í íþróttaiðkun. C Færi út að borða eða horfir á sjón- varpið. D. f lesturbóka eða fyrir framan tölvuna. 14. Þegar þú ferð út að labba með hund- inn lagar hann gönguhraða sinn að þínum? A Já, oftast. B. Nei, hann þráast við að toga sig áfram í ólinni þrátt fyrirað hún nánast kyrki hann. C. Upp að ákveðnu marki, hann hleypur aðeins á undan en kemur til baka þeg- ar ólin togar í. 15. Ef ólin losnar þegar þið eruð úti að labba og nálgist mikla umferðargötu, hvað gerir hundur- inn? A Líklega mundi hann hlaupa beint út á umferðargöt- una. B. Hann myndi gera sér grein fyrir hætt- unniþegarhann kæmi að götunni og bíða eftir að komast öruggur yfir. C Bíða eða koma aftur til þín og lofa þérað festa ólina aftur á. D. Líklega fá áhuga á einhverju allt öðru á leiðinni að göt- unni. 16. Virðist hundur- inn þinn muna eftir fólki sem hann hittir öðru hverju? A Nei. B. Já, sérstaklega þeim sem voru vina- legirsíðast. C Stundum. D. Nei, en hann læt- ur sem hann þekki fólk efþað hefur eitthvað handa honum að éta. 17. Þið hundurinn eruð úti að labba jr p °9 wl'W^ gan9_ ið fram á tvo hunda í slagsmálum. Hvernig myndi þinn hundur bregð- ast við? A Hann myndi gerast þátttakandi í slagsmálunum um lelð. B. Hann myndi ekki sýna þeim neinn áhuga. C Hann myndi horfa áhugasamur á en halda sig frá slags- málunum. D. Hann myndi vilja vera með efhann fengi leyfi frá mér. Heimilishegðun 18. Hvernig hagar hundurinn sér þegar borðað erá heimil- inu? A Ekki vel, hann geltir, lætur illa og er óþolinmóður að bíða eftirað fá mat- inn líka. B. Hann situr þolin- móður nálægt borð- inu því hann veit að lengi er vona á að hann fái einn og einn bita efhann er góður. C Hann sýnir engan áhuga á matnum og missir því algerlega afþví er einhver vill lauma íhann bita. D. Hann situr eins nálægt þér og hann mögulega get- ur, tilbúinn með biðj- andi augna- ráð, ýiir og v setur sig í sníkjustelling- 19. Taktu blað og krumpaðu það saman í bolta Hentu því svo til hundsins. Hann: A Kemur með blað- ið aftur til þín. B. Rífur það í tætlur um leið. C Horfir á blaðið lenda og starirá það án þess að bregðast frekar við. D. Leggur framlöpp- ina á blaðið og fer að leika með það. £ Hefur engan áhuga á svona leið- inlegu dóti. 20. Hvernig hagar hundurinn þinn sér þegar hann er grip- inn glóðvolgur að gera eitthvað sem hann má ekki og veit að hann hefur verið gripinn? A Hann lítursektar- lega út og smokrar sér í burtu með eyr- un niðri og skottið á milli lappanna. B. Hann sprettur í burtu með hræðslu- svipá andlit- inu. C Hann sprettur i burtu með stríðnis- svip á andlitinu. D.Er kyrrog verður undirgef- inn fyrirframan þig. 21. Hvað gerir hundurinn ef þú tekur fram hárþurrk- una, ryksuguna eða álíka hljóðbært tæki? A Lætursig hverfa hljóðlega um leið og hann sér tækið. B. Fer í burtu um leið og tækið er sett í gang. C Gerir ekki neitt, lætursem hann heyri ekki hljóðin. D. Reynir aðráðastá tækið, krafs- ar og geltir á það. 22. Rótar hundur- inn þinn stundum í ruslafötunni? A Nei, ég held hon- um hafi bara aldrei dottið það í hug. B. Nei, honum hefur verið kennt að gera það ekki. C Já, en hann gerir þaðsvo laumulega að það er varla hægt að sjá ummerki þess. D. Já, og hann ruslar ölluútum alltíleið- inni. E Aðeins efhann ersvangur. 23. Margir hundar hafa mjög ná- kvæma innri klukku og vita því hvenær eigendur þeirra eru væntan- legir heim úr vinnu eða hvenær er að koma matur og fleira. Hversu nákvæm er þessi klukka hjá þínum hundi? A Upp á mínútu. B. Nokkuð nákvæm. C Ég held að hund- urinn minn hafi ekki slíka klukku. D. Daglegt lífhjá mér ersvo óreglu- legtaðþaðer ómögulegt fyrir hundinn að notast við innri klukkuna. 24.Þegarókunnug- ur kemur í heim- sókn: A Geltir hundurinn þartil hann sérað ég er ekki í hættu, þá fýlgist hann grannt með og þeg- ir. B. Geltir eða ýlfrar þar til gesturinn klappar honum á kollinn. C Glefsar í ökkla þess ókunnuga, geltir eða ýlfrar og þagnar ekki þangað til gesturinn er far- inn aftur. D. Tekur hlýlega á móti þeim ókunn- uga. £ Geltirúrsérbark- ann þar til eitthvað annað vekur at- hygli hans. Leggið nú saman skoríð eftir því sem stigin fyrír aftan svar ykkar gefa til kynna: 1: A=3 B=2 C=1 9: A=4 B=3 C=2 D=1 17: A=2 B=1 C=3 D=4 2: A=2 B=3 C=1 D=4 10: A=3 B=1 C=3 18: A=2 B=4 C=1 D=3 3: A=3 B=4 C=2 C=1 1-1: A=1 B=3 C=2 19: A=4 B=2 C=1 D=3 E=3 4: A=3 B=2C=1 12: A=3 B=3 C=1 D=1 20: A=4 B=2 C=1 D=3 5: A=2 B=1 C=2 D=4 E=4 13: A=2 B=2 C=1 D=3 21: A=4 B=3 C=1 D=1 E=2 6: A=4 B=3 C=2 D=1 14: A=4 B=3 C=4 22: A=1 B=4 C=4 D=2 E=3 7: A=4 B=1 C=3 15: A=1 B=4 C=2 D=1 23: A=4 B=3 C=1 D=2 8: A=4 B=3 C=1 D=1 E=2 16: A=1 B=4 C=3 D=2 24: A=4 B=2 C=3 D=2 E=1 Niðurstöður: 75 stig eða meira: Hundurinn þinn er gæddur snilligáfu. 60 til 74 stig: Hundurinn þinn er með góða greind. 40 til 59 stig: Hundurinn þinn getur verið snjall. 24 til 39 stig: Hundurinn þinn er frekar heimskur. 24 stig og færri: Hundurinn þinn er nautheimskur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.