Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2005, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2005, Blaðsíða 33
II DV Menning MÁNUDAGUR 4. APRlL 2005 33 Einu sinni hafði Ríkissjónvarpið metnað til að framleiða leikið ís- lenskt sjónvarpsefiii og þá voru eng- in jól og engir páskar án frumsýn- inga á íslenskum sjónvarpsmynd- um. Nú gerir stofiiunin helst ekkert sjálf sem metnaður er í nema það sé gulltryggt í áhorfi, hafi rúllað marga vetur og að þessu efni ganga afnota- gjaldendur sem vísu í dagskránni á jólum, páskum og fyrsta maí í alm- anakinu. Þessa páskana var ekkert leikið íslenskt sjónvarpsverk á dagskrá Ríkisvarpsins, ekkert íslenskt nema nýsleginn ríkisborgarari á „heim- leið” undir leikstjóm fréttastjóra Stöðvar tvö - og hefur nú orðið „fréttastjóri” fengið alveg nýja vídd. Metnaður Ekkert leikið íslenskt sjónvarps- efiú þessa páskana segi ég og harma, en hins vegar var sýnd ný íslensk heimildarmynd um leikskáldið Jó- hann Sigurjónson - mynd gerð af þvílíkum metnaði að hún bætti upp fyrir margt það sem annars vantaði í dagskrá Sjónvarpsins. Jón Egill Bergþórsson er höfund- ur Leiftursins bjarta, heimildar- myndar um lífshilaup og verk Jó- hanns Sigurjónssonar, leikskáldsins sem skipar fýrirrúm í klassískri deild íslenskra leikbókmennta. Myndin, sem er hátt í tveggja tíma löng og var sýnd í tveimur hlutum, spannar stutt skáldh'f Jóhanns við nám og rit- störf í Kaupmannahöfn á tveimur fyrstu áratugum 20. aldar. Myndin er má segja hefðbundin í ffásögninni; notast er við sögumann og viðmælendur, en framsetningin er öll nýstárleg og í stíl við viðfangs- efnið. Hér má með sanni segja að um leikna heimildarmynd sé að ræða því hvort tveggja, viðfang myndarinnar og viðmælendur, eru leiknar persónur og sögumaðurinn líka. Myndin er sviðsett í einu þeirra herbergja sem Jóhann leigði í Höfn og þar vindur sögunni fram með hjálp leikmuna, lýsingar að hætti leikhússins og að sjálfsögðu leikara sem túlka vini skáldsins og persónur leikverka þess. Á fjærvegg herbergis- ins er gluggi hvar sést vítt til allra átta, aftur og ffam í tímann eftir atvikum þeim sem sagt er frá. Leikhús í mynd Einn helsú kostur myndarinnar er sérlega vandað val á leikurum sem fara með hlutverk kunnra vina Jóhanns. Þama birtast okkkur í tilbúnum viðtöl- um byggðum á heimildum til dæmis Gunnar Gunnarsson, Ámi Pálsson og Ingeborg Siguijónsson, eiginkona Jó- hanns. Leikaramir vom allir góðir en lögðu sig greinilega mismikið ffarn um að setja sig inn í karakterinn. Jón Hjart- arson í hlutverki Sigurðar Nordal var hreint út sagt ff ábær og ekki síður tókst Erlingi Gíslasyni upp með túlkun sína á Eggerú söngvara. Þessir tveir og Hanna María Karlsdóttir í hlutverki Ingeborgar klæddu ffásögnina holdi og blóði, blésu henni lífsandann í brjóst svo hún tókst öll á flug. Baldur Trausti Hreinsson er sögumaður myndarinnar og fer með hlutverk sitt af stakri prýði. Stefán Jónsson leikur skáldið og gerir vel. Það hefði þó að ósekju mátt hleypa okkur nær Jóhanni; tökumar á skáldinu vom sjaldan í nær- mynd. Leikaranum Stefáni hefði alveg verið treystandi til að túlka söguna og spara þar með sögumanninn ögn og tímann. Óskabarn Myndin er öll faglega unnnin og víða snjallar lausnir í frásögn, sviðsetn- ingu og tengingu millli atriða. Til Leiftrið bjarta Sjónvarpið, skirdagur og föstu- dagurinn langi, 2005 Handrit og leikstjórn: Jón Egill Bergþórsson Framleiðandi: Lykilverk Sjónvarp dæmis má nefna myndskeið þar sem sögumaður segir frá bréfaskrifum Jó- hanns. Skáldið er þá sem oftar í mynd- inni í sama rými og sögumaður og myndavélin færist nær því á meðan það hugsar upphátt efni bréfsins. Svo færist myndavélin frá skáldinu aftur og er þá sögumaður kominn á annan stað í sviðsmyndinni. Við frásögn af skrif- um og uppfærslu Fjalla Eyvinds er leik- in mögnuð útvarpsupptaka með hjón- unum Helga og Helgu í hlutverkum út- laganna. Myndlausnin hér er að sýna sögumanninn sitjandi við gamalt út- varpstæld. Og það virkar. Við lok atrið- isins er búin til tenging yfir í það næsta með því að stilla upp Ijósmynd af húsi Jóhanns og Ingeborgar. Síðan klippt á þann þáú í sögu skáldsins. Leikmynd, kvikmyndataka og lýs- ing, forðun og gervi voru öll til fyrir- myndar, tónlistin allgóð en passaði ekki alls staðar. Það eru fagmenn eins og Jón Egill og félagar sem setja stand- ardinn í gerð heimildarmynda eins og þessari. Hjá mynd þeirri sem hér er um fjallað eru margar aðrar eins og skyggnusýning með upplestri eða öf- ugt, myndlýstur lestur. Takk fyrir mig. Kristinn Pétursson Þórarinn Jónsson Margt er á huldu um lífog starfÞór- arins Jónssonar. Hann bjó aldarfjórö- ung í Þýskalandi en afþví fara nær engar sögur. Hann virðist hafa veriö óvenjulegur maður á ýmsa lund, var t.d. mjög tregur til að skrifa niður tón- list slna og gerði það ekki fyrr en ! lengstu lög. Það er líka lítið sem eftir hann liggur. Upp úr fimmtugu hætti hann að semja að mestu leyti en sagðist hafa helgað sig rannsóknum í stærðfræði og stjörnufræði en þær greinar voru honum hugleiknar, sem mun vera sjaldgæft um tónlistarmen, þó ekki sé vitað neitt um fræðilegt framlag hans á þeim sviðum. Maður hefurátilfinningunni aö Þórarinn hafi aldrei náð að virkja til fulls þá Heildarútgáfa af einsöngs- og karlakórslögum Þórarins Jóns- sonar. Flytjendur: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Ingveldur Ýr Jónsdóttir, Garðar Thór Cortez, Bergþór Pálsson, Ólafur Kjartan Sigurðsson, Anna Guðný Guð- mundsdóttir, Karlakórinn Fóst- bræður undir stjórn Árna Harð- arsonar. Útgefandi Smekkleysa 2004. ★ ★★★ Tónlist hæfileika sem í honum bjuggu. Það er \eqa með. Sigrún er mistækari, ívið rp\/nr1nr milsiA t reyndar mikið þarfaverk að rita ít- arlega ævisögu hans áður en það verður ofseint. Ágætt ágrip Knúts Birgissonar af þeirri sögu er reynd- ar að fmna í bæklingi með disknum Tónmál Þórarins er siðrómantískt og á engan hátt frumlegteða nýstárlegt. En handverk hans er mjög traust, hljómrænt hugmyndaflug í kórlögun- um er umtalsvert og laglínur hans í einsöngslögunum eru oft fagrar og alltaf fágaðar. Stundum er í þeim mikil kyrrð og innhverfró sem undir- spilið dýpkar enn frekar. Sum ein- söngslög Þórarins, eins og Fjólan, eru þjóðareign. Nokkur karlakórslaga hans, svo sem Ár vas alda, Huldur og Norður við heimskaut, eru með því mergjaðasta sem til er Iþví formi. Flutningur laganna á þessum tveimur diskum eryfirleitt með ágæt- um. Garðar Thór Cortez nær afbragðs vel þeirri hljóðlátu stemningu sem einkennirþau lög sem hann syngur. Það gerir Yngveldur Ýrlíka en fær fremur sviplaus lög í sinn hlut nema Vögguljóðið fræga sem hún feryndis- hástemmd í Ave Maria en tekur Hjarðljóðið með sinni háu sönglínu glæsilega og er hlý og innileg í hinum lögunum. Bergþór er bæöi kröftug- ur og íhugull en aðeins ójafn á stöku stað í sálmin- um Dagur austurloft Ijóm- ar, sem samt er óvenju greindarlega sunginn efsvo má segja, ofmiklum skilningi og innsæi. Ólafur Kjartan er djarfur og dramat- ískurnema íhinu gamansama fyrsta lagi slnu sem hann syngur af nokkuð yfirdrifmni kfmni. Meðleikur Önnu Guðnýjar er mjög nærfærinn og vandaður í alla staði. Söngur Fóst- bræðra er tær og skýr en stundum óþarflega hvass á háu nótunum og mætti vera ögn tilþrifameiri. Það er mikill fengur afþessum diskum. Þeir setja Þórarinn Jónsson aftur á Islandskortið. Á seinni diskn- um er þó tónlist í aðeins 27 mínútur. Það er ansi naumt skammtað og hefði alveg mátt bæta þar við því verkisem margir telja meistarastykki Þórarins Jónssonar: prelúdíu og tvö- faldri fúgu yfir nafnið Bach fyrir ein- leiksfiðlu. Sigurður Þór Guðjónsson Síðast en ekki síst var sviðsframkoma þessara listakvenna einhver sú fallegasta sem hér hefur sést. Þær klöppuðu hvor fyriri annarri og föðmuðust og kysstust fyrir augum tónleikagesta. Mesta gleðin í lífinu Lettnesk tónlist heyrist sjaldan hér á landi. Fyrri hluti þessara tón- leika bætti dálítið úr því. Ungar konur frá Lettlandi léku þá listir sínar. Nokkur píanóverk eftir tutt- ugustu aldar tónskáldið Lucija Garuta sem voru leikin eru litrík virtúósaverk sem minna dálítið á tónfist Skrjabíns. Þau voru flutt með sannkölluðum glæsibrag af Erlihu og fór þar saman leikni og einstök snerpa og drifkraftur. Fjór- ir masúrkar eftir Chopin voru spil- aðir með sömu einbeitni en jafn- framt af afar næmri kennd fyrir formbyggingu og hljómskiptum. Framar öllu voru þó innri raddir- nar í tónlistinni ákaflega skýrt dregnar fram og þar með leitt í ljós hve mikil víravirki þessir masúrkar eru, hve þeir eru djúpar og marg- slungnar tónsmíðar. Hins vegar skorti nokkuð í flutningnum þann fínleika og dulúðugu melankólíu sem er sálin í verkum Chopins. Maija Kovalevska hefur maka- lausa söngrödd. Hún er eins og stórfljót, reyndar ekki ólgandi og straumhart, heldur síjafht og vold- ugt, djúpt og máttugt. Að heyra Söng og píanótónleikar. Maija Kovalevska, sópran, Dzintra Erliha píanó. Tónlist eftir lettnesk tónskáld, Chopin, Bellini og Puccini. Salurinn i Kópavogi 31.mars. Tónlist þessi eistnesku lög sungin af hjart- næmri innlifun af þessari líka ótrú- legu rödd með firnagóðu undirspili var óvenjuleg listreynsla. Flutningurinn á óperuaríum eftir Bellini og Puccini var líka óvenjulegur vegna þess kyngi- krafts sem í honum bjó þó radd- leikni söngkonunnar væri reyndar örlítið óörugg á rétt stakasta stað í Kavatínu Normu eftir Bellini. Kannski var krafturinn reyndar of mikill í aríum Puccinis á kostnað ljóðrænu og fínlegra blæbrigða sem eru ómissandi í þessum arí- um. Meðleikurinn var fyrsta flokks, syngjandi næmur og sér- lega blæbrigðaríkur. Síðast en ekki síst var sviðsframkoma þessara listakvenna einhver sú fallegasta sem hér hefur sést. Þær klöppuðu hvor fyrir annarri og föðmuðust og kysstust fyrir augum tónleika- gesta. Og það kom greinilega alveg frá hjartanu í ósvikinni listagleði. Og hún er mesta gleðin í lífinu. Sigurður Þór Guðjónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.