Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2005, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2005, Blaðsíða 16
7 6 MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2005 Heilsan DV Nálastungur lækka blóðþrýsting Nálastungur virðast geta dregið úr of háum blóðþrýsting ef marka má rannsóknir sem gerðar voru á rottum í háskóla í Kaliforníu. Sá sem stjórnaði rann- sókninni segir að nið- urstöðurnar bendi til þess að nálastungur geti verið frábær viðbót við hefðbundnar lækningar, sérstaklega þær sem snúa að hjarta- og æða- kerfinu. Astæðuna fyrir þessum góðu áhrilúm segir hann vera að stungurnar stuðli að losun og örvun á efna- skiptum í heilanum sem hafi góð áhrif á hringrás- arkerfi líkamans. Sífellt fíeiri konur eignast börn seint á lífsleiðinni jafnvel þótt rannsóknir sýni að hætta á ýms- um fæðingargöllum eykst eftir 35 ára aldurinn og að helm- ingur allra meðganga sem verða eft- ir að konan verður ára 42 ára endi með fóstureyðing- um, utanlegs- fóstrum eða andvana fæð- ingum. Engu að síður sýna rannsóknir lika að þvi eldri sem foreldrarnir eru því meiri tíma hafa þeir fyrir börnin og eru tilbúnari andlega til að eignast þau. Eldri foreldrar eign- ast líka oftast færri börn sem skil- ar sér i enn betri aðhaldi fyrir þau sem þau eignast þannig aldurinn ætti ekki að vera nein fyristaða ef vilji er til barneigna. DNA-skráningu barna hafnað Hugmynd um að skrá genamengi allra nýfæddra barna í Bretlandi hef- ur verið hafnað af sérfræðing- um um erfðafræði. Tværnefnd- ir skipaðar slíkum fræðimönn- um voru beðnar um að vega og meta kosti og galla slíkrar skráningar. Nefndar- meðlimir ályktuðu að það myndi ekki borga sig fjárhagslega og væri siöferðislega á gráu svæði. Stuðn- ingsmenn skráningakerfisins segja að það muni hjálpa til við aö meta Hkurnar á sjúkfjómum sem viðkom- andi einstakl/ngar kunni að fá síðar á ævinni. Meðal þeirra vandkvæða sem myndu vera á sllku kerfi væru meðal annars meðhöndlun upplýs- inganna en erfitt er að fulltryggja að þær verði ekki misnotaðar. Þá vaknar líka sú spurning hvernig eigi að koma upplýsingum um þá sjúk- dómshættu sem stafar að einstak- lingnum til skila. Mælt var með því að þetta mál yrði endurskoöaö eftir fimm ár. Hummus A vefslðunni maðurlifandi.is kennirým- issa grasa I sambandi við holla lifnaðar- hætti. Til dæmis er uppskrift að góðu og hollu áleggi, en álegg þurfa ekki að vera óholl eins og margir haida. Til að mynda er tilvaiið að útbúa hummus og nota ofan á brauð en það er gert úr kjúklingabaun- um. - 200 gr kjúklingabaunir soðnar - 3 hvítlauksgeirar safi úr 1 sítrónu - 3 msk olífuolía - 2 msk thaini örlítið af tamarisósu 1 - 2 tsk sjávarsalt 1 tsk cayennepipar handfylli af steinselju - 50 ml af appelsínusafa - örlitið af vatni eða nóg til að þynna kæfuna örlltið. - Blanda öllu vel saman f matvinnslu- vél. - Smakka til með salti eða cayenne- pipar ef með þarf. KæriLýður Við vorum nokkrar vinkonurnar að tala saman um krabba- mein og uppgötvuðum að við vitum í raun sáralítið um fyrirbær- ið. Geturðu hjálpað okkur? Okkur langar t.d. að vita hvaðan sjálft nafnið er komið, hvers konar fyrirbæri þetta er og hvað að- greinir góðkynja æxli frá ill- kynja. Og af hverju stöndum við svona ráðþrota gagnvart þessu? Er ekkert að rofa til? Vinkona Kæra Vinkona, Krabbamein dregur nafn sitt af útliti sínu eins og það kom mönnum fyrir sjónir á röntgenmyndum af brjóstum, en þar óx meinið eftir mjólkurgöngunum og fíktist eins- konar krumlu eða krabba. Meinið dregur sem sagt ekki nafn sitt af hegðun sjúkdómsins eins og marg- ir halda heldur þessu útíiti sem ég var að lýsa. Fyrirbærið krabbamein hefur eflaust fylgt mannskepnunni frá örófi en var ekki skilgreint sem sjúk- dómur fyrr en á þarsíðustu öld. Krufningameistarar þeirra tíma uppgötvuðu þá afbrigðilega útvexti sem virtust á skjön við annað inn- vols. Síðan þá hafa orðið stórstígar framfarir í greiningu, stígun og flokkun þessara meina sem geta að því er virðist poppað upp í hvaða líf- færi sem er. Oft á dag Ekkert einhlítt svar er við tilurð krabbameina en margar kenningar eru í gangi. M.a. er því haldið fram að krabbameinsvísar myndist mörg- um sinnum á degi hverjum en varn- ir líkamans koma þeim fýrir kattar- nef strax í fæðingu. Líklegast er um að ræða stökkbreytíngar en það ku vera breyting sem gerist allt í einu á starfsemi frumu, stundum til góðs, stundum ekki. Hagstæð stökkbreyt- ing eykur hæfni og gerir heildinni þannig gott, óhagstæð stökkbreyt- ing er öndverð þessu og í tilviki krabbameina má segja að góðborg- ari breytist í harðsvíraðan bófa og skemmdarvarg. Nákvæmur ferill slíks viðsnúnings er hulinn en al- mennt er þetta rakið til erfða og um- hverfisþátta. Góðkynja og illkynja Góðkynja æxli eru eðlilega starf- andi líkamsfrumur en á vitíausum stað. Þau geta stækkað hratt og þrýst á aðliggjandi æðar, taugar og líffæri og þarf oft að fjarlægja æxlið af þeim sökum. Þau hins vegar virða landa- mæri og sá sér ekki þannig að brott- nám þeirra þýðir fullnaðarlækn- ingu. Ulkynja æxli eru kölluð krabba- mein. Hversu illkynja fer eftir fjar- lægð frá móðurfrumunni, meiri fjar- lægð, meiri illkynjun. Helsta áhuga- mál illkynja fruma er kynlíf og þær fjölga sér hratt. Annað er skeytíngar- leysi gagnvart grönnum sínum, þær vaxa inn í nærliggjandi hús og leggja þau í rúst. Einnig senda þær útsend- ara sína til fjarlægari svæða þar sem hugað er að frekari landvinningum. Slfkt er kallað meinvörp. Krabba- meini má því sumpart líkja við út- ungunarstöð hryðjuverkamanna sem virða engar reglur og svífast einskis. Oft er erfltt að flnna þessi hreiður en augljóslega því fyrr því betra. Ekki ráðþrota Ég er ekki sammála því að við stöndum ráðþrota gagnvart þessum vágesti, gríðarlegar framfarir hafa orðið á umliðnum árum og áratug- um. Árlega sigrast ótalmargir á þess- um fjanda og teljast læknaðir þó til- hneigingin sé sú að h'ta fremur til hinna sem falla í valinn. Orðið krabbamein er líka fremur skelfandi og eðlilega engum fagnaðarefni. Höf- um þó hugfast að enginn lifir lífið af og einhver ráð þarf skaparinn að hafa tiltæk svo veröldin sitji ekki uppi með sömu eintökin öld eftír öld. Meö heilsukveðju, LýðurAmason læknir Hráætur við góða heilsu Þeirsem eru á hráfæöi boröa ein- ungis hrátt grænmeti, hráa ávexti, fræ, hnetur og sjávarþara. Sam- kvæmt þeirra fræöum má ekki hita matinn upp fyrir 48 "C til aö eyöi- leggja ekki ensími I matnum. Því hefur oft verið haldið fram aö þeir sem neyti hráfæöis eigi i meiri hættu á aö fá beinþynningu en þeir sem neyta heföbundins matar. Fréttir BBC afnýiegum athugunum visindamanna benda þó til þess aö hráætur séu viö góöa heilsu og þó bein þeirra séu oft léttari en annars fólks þá bendir ekkert til þess aö þau séu stökkari eöa viökvæmari fyrir því að brotna, en rannsóknin var framkvæmd á 18 einstak- lingum sem aðeins höföu borðaö hrátt grænmeti i 10 ár aö minnsta kosti. Læknirinn sem stóö aö rannsókn- inni, Dr. Fontana, segir aö þó bein- þynning sé sterklega tengd lágri líkamsþyngd hafí þaö ekki verið rauninn meö hráæturnar. Vissu- lega hafi þær verið léttar og marg- ar visbendingar bent til þess aö bein þeirra ættu að vera í verra ásigkomulagi en þeirra sem neyta heföbundinnar vestrænnar fæðu, svo sem mjólkur- og kjötvara, en þaö hafi ekki verið rauninn. Bein hráætanna voru i góöu lagi og innihéldu aö auki meira afD vítamíni en aörir, jafnvel þó þær neyti ekki mjólkur sem talin er ein helsta uppspretta D vítamíns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.