Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2005, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2005, Blaðsíða 19
DV Sport MÁNUDAGUR 4. APRlL 2005 19 Hver er bestur? Thierry Henry fór á kostum gegn Norwich um heigina. Hann fagnar hér einu afþrem mörkum sínum í leiknum. Thierry Henry sneri aftur eftir meiðsli á laugardaginn þegar Arsenal tók á móti Norwich og það var ekki að sjá að hann væri ryðgaður því hann gerði grín að leikmönnum Norwich í leiknum. Eiður Smári Guð- johnsen var ekki eini framherjinn í ensku úrvalsdeildinni sem hafði gott af því að hvíla í landsleikjavikunni því Thierry Henry kom einnig endurnærður eftir gott frí og skaut Norwich í kaf með þremur mörkum. Bowyer og koma í sögu ensku úrvalsdeildar- ínnar áttí sér stað í leik Newcastle og Aston Villa á laugardag. Þá slógust tveir leikmanna New- castle, Kieron Dyer og Lee Bowyer, við hvem annan og uppskám báðir rautt spjald. Alveg hreint iygileg uppákoma en peir mættu eins og litlir hvolpar með stjóranum Graeme Souness á blaðamannafimd eftír lpiHnn þar sem þeir báðust afsökunr á hegðun sinni en sáu samt ekki ástæðu til þess að biðja hvem annan afeökunar. „Við erum félagar og rífumst eins og gengur og gerist Það er engu að síður óafsakan- legtaðslástá vellinum fyrir framan 50 þúsund áhorfendur," sagði Dyer eftír að báðir aðilar höfðu beðist afsökunar en þeir tveir em mjög góðir félagar, hversu ótrúlega sem það hljómar. Báðir eiga þeir von á að minnsta kostí þriggja leikja banni fyrir hegðunina. Souness var steinrunninn á blaðamannfimdi- num. „Þetta er í fyrsta skiptí sem ég lendi f svona uppákomu. Leik- menn rífast en það er sjaldgæft að það leiði tíl slíkra láta eins og gerðust hjá þessum strákum," sagði Souness sem er þó sáttari við Dyer þar sem hann kýldi ekki Bowyer en sá frægi slagsmála- hundur gaf hvergi eftír og gaf vini sínum hvert kjaftshöggið á fætur öðm. „Bowyer á enga vöm í málinu, ég held að hann sé sekur enda kýldi hann Dyer oftar en einu sinni og verður að taka þeirri refsingu sem hann fær. Dyer á málsvöm og við sjáum hvað seturmeð hann," sagði Souness. „Það segir meira en mörg orðum þennan dreng að hann skuli getað skorað þrennu án þess að vera heill heilsu." Henry hafði ekkert leikið með Arsenal síðan 9. mars er félagið féll úr keppni í meistaradeildinni fyrir Bayern Munchen. Með mörkunum þremur komst Henry yfir 30 mörk í öllum keppnum í vetur og hann vantar aðeins fjögur mörk í viðbót til þess að jafna markamet Ians Wright hjá Arsenal. „Það lítur út fyrir að hann hafi haft gott af hvíldinni," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal eftir leikinn en það vakti verulega athygli að hann skyldi segja að Henry hefði getað leikið með franska landsliðinu gegn ísrael. Lék með hausnum „Hann lék með hausnum í dag þar sem hann fann að hann var ekki alveg orðinn heill líkamlega. Það segir meira en mörg orð um þennan dreng að hann skuli getað skorað þrennu án þess að vera heill heilsu." Arsenal náði öðm sæti deildarinnar með sigrinum þar sem Man. Utd. varð að sætta sig við markalaust jafntefli gegn Blackburn. Bæði lið em 13 stigum á eftir Chelsea og eiga enga möguleika á enska titlinum lengur. „Við emm komnir með 67 stig sem er það næstbesta undir minni stjórn eftir 31 leik í deildinni. Samt eigum við ekki möguleika á titlinum. Öll önnur ár hefði 67 stig eftir 31 leik dugað til þess að halda okkur í baráttunni um titilinn. Það er ekki hægt að gera lítið úr frábærum árangri Chelsea á þessari leiktíð. Hann er einstakur," sagði Wenger. Norwich er komið með annan fótinn í 1. deildina og stjóri liðsins, Nigel Worthington, reyndi ekki að verja tapið. Þess í stað hrósaði hann Thierry Henry. „Arsenal á mikið af frábærum leikmönnum og Henry er einn af bestu leikmönnum heims ef ekki sá besti. Við emm ekki eina liðið sem hann hefur farið illa með og ekki það síðasta, Við emm með duglega leikmenn en langt frá því eins góða og Arsenal," sagði Worthington. henry@dv.is Henry Heitur Þittfyrsta bros... Henry leyfði sér að brosa um helgina. Töfrafestin frá Senegal Ein besta teikni- myndasagan um æv- intýri Svals og Vals er Töfrafestin frá Senegal. Plottíð er eitthvað á þáleiðaö Svalur og Valur við hóp skúrka um að hafa upp á risastór- um demanti og sér- kenni- legri töfra- festi. Þessir dýrgripir reynast þeirri nátt- úm gæddir að með þeim er hægt að láta menn hverfa og birtast aftur að vild - en þá kviknakta. Með öðmm orðum: frábær söguþráður. Ef til vill var töfrafestin frá Senegal ekki hreinn uppspuni. í það minnsta virðast íbúar þessa litla Vestur-Affíkulands búa yfir galdra- mætti. Senn em nefnilega liðin þrjú ár frá því að þeir tóku besta knatt- spyrnulið í heimi, sviptu það snilli- gáfu sinni og skildu eftir berrassað á víðavangi. Fyrir heimsmeistarakeppnina í Suður-Kóreu og Japan 2002 vóm Frakkar svalasta liðið á svæðinu. Þeir vora ríkjandi heimsmeistarar og Evrópumeistarar, auk þess sem ungir og efnilegir leikmenn virtust framleiddir á færibandi í Frakk- landi. En skyndilega var öllu lokið. Papa Bouba Diop skoraði eina markið í sigri Senegal á Frökkum í opnunarleik HM og frá þeirri stundu hefur liðið verið í frjálsu falli. Á EM f Portúgal fóm Frakkar í fjórðungsúrslit og sýndu lítil tilþrif. Líklega hefði sú frammistaða kost- að Santini landsliðsþjálfara starfið, ef hann hefði ekki fyrir mótið verið búinn að ráða sig til Tottenham. Merkilegt hvað Tottenham-menn em duglegir við að kaupa köttinn í sekknum! Lengi getur vont versnað En hörmungar tveggja síðustu stórmóta virðast þó ætla að blikna samanborið við hrakfárirnar í for- keppni HM um þessar mundir. Eftir sex leiki hefur franska landsliðið nú tíu stig (tveir sigrar og fjögur jafn- tefli). Israel hefur jafnmörg stig, en frar og Svisslendingar níu stig og leik til góða. Til áð bæta gráu ofan á svart eiga Frakkar eftir að fara bæði til írlands og Sviss í lokaumferðun- um. Hversu djúpt geta fyrrverandi heimsmeistararnir sokkið? Lið sem hefur yfir að búa slíkum leikmanna- liópi á ekki að eiga í nokkmm vand- ræðum með ísraela eða dapurt írskt landslið. Engu að síður er eins og sjálfstraustið skorti. David Trezegu- et hefur klúðrað hverju dauðafær- inu á fætur öðm og þegar honum loksins tókst að skora í síðasta leik, lét hann reka sig út af nokkmm mínútum síðar fyrir að skalla and- stæðing. Thierre Henry leikur við hvern sinn fingur hjá Ársenal, en í landsliðinu virðist hann úti á túni. Svona mætti lengi telja. Stjörnuglópur Hinn augljósi sökudólgur hlýtur því að vera landsliðsþjálfarinn, Raymond Domenech. Hann hefur lent í árekstrum við leikmenn og varð að athlægi þegar hann upplýsti á dögunum að stjörnuspeki hefði áhrif á leikmannaval hans. Þannig útskýrði Domenech iyrir furðu lostnum sjónvarpsáhorfendum að hann vildi ekki sjá varnarmenn úr Ijónsmerkinu - þvf þeir væm alltaf með stæla - og að erfitt væri að treysta á Robert Pires vegna þess að hann sé sporðdreki. (persónulega á ég erfitt með að treysta Robert Pires, en það hefur meira með ljóta hökutoppinn að gera en stjörnu- speki). Forystumenn franska knatt- spyrnusambandsins reyttu vita- skuld hár sitt og skegg yfir þessum ummælum. Þeir geta þó huggað sig við að þegar kemur að því að reka Domenech, geta þeir endurtekið klassískan brandara sem eignaður var Kelvin MacKenzie, fyrrverandi ritstjóra dagblaðsins The Sun. Hann losaði sig við stjörnuspeking blaðs- ins með því að senda honum upp- sagnarbréf. Það hófst á þessum orðum: „Eins og þú hefðir átt að geta spáð fyrir - er þér hér með sagt upp störfvim."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.