Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2005, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2005, Blaðsíða 23
DV Sport MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2005 23 stöðu. Þarna verður hægt að halda alþjóðleg mót og það er einmitt í undirbúningi að halda Norðurlandameistaramót í þess- ari höll árið 2008,“ segir Jónas en bætir við að aðstaðan sé því mið- ur ekki fullnægjandi fyrir heims- eða Evrópumót. „Það má gera ráð fyrir bættum árangri í frjálsum íþróttum með tilkomu þessarar aðstöðu, annað yrði óeðlilegt. Sérstaklega í þeim greinum sem við höfum ekki áður keppt í innanhúss við löglegar að- stæður. Þar ber fyrsta að nefna hringhlaupin, eins og 800 og 1500 metra hlaup. Við höfum einfald- lega ekki getað keppt við löglegar aðstæður í slíkum hlaupum hing- að til,“ segir Jónas en áætlað er að fyrsta mótið í hölhnni verði hald- ið um miðjan október, þá hugs- anlega í tengslum við árlegt mótaþing Frjálsíþróttasambands Evrópu sem haldið verður hér á landi næsta haust. Toppurinn á tilverunni Með tilkomu hallarinnar munu íslendingar ekki þurfa að halda frjálsíþróttamót á tveimur eða fleiri stöðum eins og verið hefur. Hingað til hafa spretthlaup og flestar stökkgreinar farið ffam í Baldurshaga en aðrar greinar í öðrum íþróttahúsum víðs vegar um bæinn. „Þarna er hægt að keppa í öllum greinum á esama staðnum og við löglegar aðstæð- ur. Þetta mun samnýtast Laugar- dalshöllinni og þar mun vera hægt að hafa upphitunaraðstöðu og aðra æfingaaðstöðu þannig að við erum að fá þarna eina bestu innanhússaðstöðu sem völ er á í heiminum.," segir Jónas. Aðspurður hvort það sé ekki gaman að vera formaður FRÍ á þessum tíma segir Jónas það vissulega vera svo. „Þetta verður toppurinn á mínum ferli sem formaður, það er ekki spurning." vignir@dv.is 1 áhorfendur I saeti. pV-mynd T.ark 16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.