Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2005, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2005, Blaðsíða 37
=11 DV MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2005 37 Élt/ ' ■ Fiölskvidudiásn eimipal T flC/DC Ástralska rokksveitin AC/DC var að senda frá sér mynddiskapakkann Family Jewels. Af því tilefni rifjaði Trausti Júlíusson upp feril þessarar áhrifamiklu sveitar. AC/DC var stofnuð í Sydney íÁstralíu árið 1973 af gítar- leikaranum Malcolm Young. Hann fékk yngri bróður sinn Angus til að vera sólógítarleikari. Þeir byijuðu með söngvaranum Dave Evans, en ári seinna tók bilstjórinn þeirra Bon Scott við sem söngvari þegar Dave neitaði einn daginn að fara á svið. Þeir voru þá fluttir til Melbourne. Þegar Angus byrjaði í hljómsveit- inni var hann aðeins 15 ára og systír hans stakk upp á því við hann að hann færi á svið í skólabúningnum sínum. Skólabúningurinn varð síð- Fyrstu árin best Útgáfa: Family Jewels Hvað er ipakkanum: 2 DVD-diskar sem innihalda 40 lög frá árunum 7 975- 7 993. Á fyrri disknum eru upp- tökur með söngvaranum Bon Scott, en á þeim seinni það Brian Johnson sem syngur. Pakkinn inniheldur bæði sjónvarpsupptökur (sumar fágætar), myndbönd og tónieikaefni. Honum er ætlað að endurspegla það besta sem til eraf myndefni með AC/DC. Nokkrir hápunktar: BabyPlease Don't Co - Tekið upp iaprit 7975 i ástr- alska sjónvarpsþættinum Countdown. Bandið er í miklu formi og fer á kostum í þessum gamla ryþma- blússlagara. Bon Scott i skólastelpufötum með fléttur. High Voltage - Myndband tekið upp á tónleikum i Melbourne 7 975. Þeir tónleikar vöktu athygli á hljóm- sveitinni utan Ástraliu og leiddu til þessaðhún fékk plötusamning i Bretlandi. It's A Long tVay To The Top - Myndband tekið upp i viðskiptahverfinu iMelbourne i febrúar 7 976. Hljóm- sveitin keyrir um og spilar á vörubilspalli. Sin City - Úr bandariska sjónvarpsþættinum Midnight Special frá septemaber 7 978, en Ted Nugent og Steven Tyler voru kynnar í þættinum. Þeir eru báðir AC/DC-aðdáendur. Cirls Got Rhythm/Highway To Hell - Upptaka frá spænska sjónvarpsþættinum Aplauso. Tekið upp i febrúar 7 980, 7 0 dögum fyrir andlát Bons Scott. Hells Bells/Back In Black/Rock N Roll Ain't Noise Pollution - Myndbönd fyrir þrjú lög af vinsælustu plötu sveitarinnar Back In Black frá 7 980. Fyrstu myndböndin með Brian Johnson sem söngvara. Fly On The Wall - Öll fimm myndböndin sem voru gerð við lög af samnefndri plötu. Myndar samfellda heild með söguþræði. Tekið upp 7 985. Heildarpakkinn:Fin útgáfa fyrir AC/DC-aðdáendur. Persónulega er ég hrifnari affyrri disknum. Hann er frábær skemmtun frá upphafi til enda, en sá seinni heldur ekki athygli manns að fullu, enda hljómsveitin best fyrstu árin. Bon Scott kafnar í eigin ælu Vmsældirnar jukust mikið þegar sjötta plat- an, Highway To Hell, kom út árið 1979, en ti- tillag hennar náði 17. sæti í Bandaríkjunum og 8. sæti í Bretlandi. 19. febrúar 1980 varð hljómsveitin fyrir miklu áfalli þegar Bon Scott fannst látinn í aftursæti bfls í London. Hann hafði sofnað í aftursæt- inu kvöldið áður eftír stífa drykkjutörn og Cagnrýnendum þótti ekki mikið tilAC/DC koma i byrjun, en sveít- in hefur fyrir löngu fengið uppreisn æru. Nýlega var gata i Mel- bourne nefndíhöfud sveitarínnar. an eitt af einkennum AC/DC. Annað sem setti svip á sveitína strax í byij- un var Bon Scott. Hann áttí að baki nokkra dóma fyrir minniháttar glæpi og ástralski herinn hafði hafn- að honum vegna þess að hann þótti samfélagslega óhæfur. Þetta styrkti harðjaxlaímynd sveitarinnar. Þótti ekki merkileg í byrjun Fyrstu tvær AC/DC-plötumar, High Voltage (1974) og TNT (1975), komu eingöngu út í Ástralíu. Efni af þeim var síðan safnað saman á fyrstu alþjólegu plötuna sem kom út 1976 og fékk nafnið High Voltage eins og fyrsta ástralska platan. í júní 1976 fór AC/DC á sína fyrstu tónleikaferð um Bretíand sem aðalnúmer. Þetta var Lock Up Your Daughters-ferðin sem náði til 19 borga. Sveitín spilaði linnulaust á tón- leikum næstu árin. í upphafi spilaði AC/DC hrátt og kraftmikið þung- arokk undir miklum blúsáhrifum. Lögin voru einföld, grípandi gítarriff áberandi og textamir óheflaðir. Þetta var and- svar við hinum háþró- uðu og meðvituðu stór- sveitum sem höfðu þró- ast upp úr hipparokkinu og vom allsráðandi í byijun áttunda áratug- arins. AC/DC þóttí alls ekki mikils virði í upp- hafi ferilsins. í Rolling Stone var High Voltage sögð vera algjört msl og sveitin sögð „nýr botn í hörðu rokki". síðan kafnað í eigin ælu. Hljómsveit- in tók sér þó ekki langt hlé. Bræð- umir hófú fljótlega að æfa nýtt efiii til þess að reyna að vinna út úr áfall- inu. Þeir prófuðu nokkra nýja söngvara og völdu á endanum Brian Johnson, Englending frá Newcastle. Meistaraverkið Back In Black Sveitin gerði plötuna Back In Black sem kom út seinna á árinu. Plötuumslagið var alsvart til heiðurs minningar Bons Scott. Back In Black er meistarverk AC/DC. Hún fór beint í fyrsta sætí bandaríska vin- sældalistans og seldist í milljón ein- tök í fyrstu vikunni. Hún er oft á list- um yfir bestu rokkplötur sögunnar og hún er ein mest selda rokkplata sögunnar. Á henni em m.a. smell- irnir You Shook Me All Night Long, Hells Bells og Back In Black. Vinsældir AC/DC dvínuðu heldur á seinni hluta níunda áratugarins, en hljómsveitin áttí glæsta endur- komu með plötunni The Razors Edge sem kom út 1990 og innihélt m.a. ofursmellinn Thunderstmck. Lítið hefur farið fyrir sveitinni undanfarið en hún starfar þó enn. AC/DC fór síðast á tónleikaferð árið 2003, en það ár fékk sveitín endan- lega uppreisn æm þegar hún var tekin inn í heiðursflokk rokktónhst- armanna, Rock N Roll Hall Of Fame. Sviðstilþrif gítarleikarans f skólabúningnum hafa glatt rokkunnendur f áraraðir. Anguslung Bon Scott 1946-1980 Bon Scott hét réttu nafni Ron- ald Belford Scott. Hann fæddist ( Kirriemuir f Skotlandi 9. júlí 1946, en fluttist með fjölskyldunni til Ástralíu 1952. Hann spilaði í sekkjapípusveit föður síns þegar hann var krakki, en þegar hann var 15 ára hætti hann í skóla og gekk til liðs við rokkhljómsveitina The Spektors í Perth. 1967 var hann kominn í hljómsveitina The Valentines í Melbourne. Hún vakti töluverða athygli i heimalandinu, m.a. með EP-plötunni My Old Man's A Groovy Old Man sem kom út 1969. Ári seinna leystist sveitin upp eftir eiturlyfja- hneyksli. Bilstjóri með háar hugmyndir Bon gekk þá til liðs við blús- hljómsveitina Fraternity (Sydney. Með henni gerði hann plöturnar Livestock (1971) og Flaming Galah (1972). 1973 lenti hann í mótorhjólaslysi og lá eftir það ( dái (nokkra mánuði. Á þeim t(ma hætti Fraternity. Hann vann við ýmis störf þartil hann gekktil liðs við AC/DC árið 1974.1 upphafi var hann bdstjórinn þeirra, en hann hafði strax mikinn áhuga á þv( að komast ( hljómsveitina. Hann hafði lært á trommur þegar hann var unglingur og reyndi fyrst að komast ( bandið sem trommari, en þegar uþprunalegi AC/DC- söngvarinn Dave Evans neitaði að fara á svið eitt kvöldið greip hann tækifærið og bauð fram krafta sína sem söngvari. Örlaganótt í febrúar 1980 Rám rödd Bons Scott og hrár söngstíllinn hans setti mikinn svip á AC/DC auk þess sem hann var frábær á sviði.En hann var l(ka mikill drykkjubolti. Og það varð honum að falli. Hann fór með vini slnum Alistair Kennear á tónleika ( Music Machine ( Camden ( London að kvöldi 19. febrúar 1980. Þar sáu þeir m.a. hljómsveit- irnar Protex ogTheTrendies spila. Þeir drukku stíft allt kvöldið og þegar tónleikarnir voru búnir keyrði Alistair heim. Hann bjó í Suður-London og þegar þangað var komið fór hann inn að sofa,en Bon fékk að halla sér i aftursæt- inu. Þegar Alistair athugaði með hann morguninn eftir var hann rænulaus. Hann var svo úrskurð- aður látinn á King's College spltal- anum skömmu slðar. Hann er tal- inn hafa kafnað I eigin ælu. Vinsældir AC/DC héldu áfram að aukast eftir að Brian Johnson tók við sem söngvari, en flestir aðdáendur sveitarinnar eru samt sammála um að hún hafi aldrei verið betri en fyrstu árin þegar Bon Scott var (bandinu. /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.