Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2005, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2005, Blaðsíða 20
20 MÁNUDACUR 4. APRÍL 2005 Sport DV Guðjón Valur í góðum gír Guðjón Valur Sigurðsson skor- aði átta mörk utan af velli og var markahæsti leikmaður TUSEM Essen sem vann átta marka sigur á Dynamo Astrakhan frá Rússlandi, 31-23, í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum EHF-keppninnar í handknattleik á laugardaginn. Auk Guðjóns Vals voru Rússinn Oleg Velyky og Austurríkismaður- inn Viktor Szilagyi báðir með sjö mörk. Frábær endakafli Essen breytti stöðunni úr 10-7 í 17-12 skönunu fyrir hlé og eftir það var aldrei spurnhig um að heima- menn í Essen myndu hafa gott forskot með sér í^hrv nesti fyrir seinni • leikinn sem fer f* fram í Rúss- > ' ^ landi næsta / 1» sunnudag. í f hinni undan-' i>»>ígB»\ úrslitaviður- - \ eigninni | takast á þýsku lið- Æt \ in Mag- Æ, deburg jp! Gummersbach og fara báðir leikir þeirra Uða fram í næstu viku. Börsungar sluppu vel Evrópumeistarar Celje í hand- knattleik karla unnu Barcelona 34- 31 í fyrri leik liðanna í undanúrslit- um Meistaradeildar Evrópu sem háður var í Celje í Slóveníu á laug- ardaginn en síðari leikur liðanna verður í Barcelona á laugardag og eru möguleikar spænska liðsins nokkuð góðir eftir ágæt úrslit í Slóvenfu. íþróttahöllin í Celja er af flestmn talin einn öflugasti heima- völlur sem finnst í handboltanum enda eru heimamenn óhræddir við að láta vel í sér heyra og styðja við bakið á sínum mönnum. Spán- verjinn Iker Romero skoraði tíu mörk fyrir Börsunga en Seirgei Rutenka skoraði 11 mörk fyrir heimamenn í Celje sem hefðu viljað hafa fleiri mörk með sér til Spánar um næstu helgi. Ragnheiður komin í KR Ragnheiður Ragnarsdóttir 20 ára íslandsmetshafi i fjórsundi og skriðsundi hefur ákveðið að ganga til liðs við KR en þetta kemur ffarn á heimasíðu sunddeildar KR. Ragnheiður sem er uppalin í Garöabæ, hefur æft og keppt með SH undanfarin fjögur ár þar sem hún hefur sett fjölda íslandsmeta og margsinnis orðið íslandsmeist- ari, m.a. í skriðsundi og fjórsundi á þessum árum. Ragnheiður keppti í skriðsundi á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004. Ragnheiður hóf æf- ingar með KR í byrjun vikunnar en , ■ hún er öll að koma / til eftir slæm f- a meiðsli sem hún Mjlf , varð fyrir í vetur ^ þegarhúnökkla- Smáþjóðaleik- unum i Andorra i lok maí. Ragga stefnir einnig á i \ þátttöku á HM 50 í Montreal i sumar sam- kvæmt frétt á heimasíðu sunddeildar ÍBV og Valur tryggðu sér á laugardaginn sæti í undanúrslitum úrslitakeppni DHL- deildar kvenna í handbolta eftir sigra í öðrum leikjum sínum við Víking og FH. Berglind íris Hansdóttir, markvörður og fyrirliði Vals, varði 55,8% skotanna sem á hana komu í einvíginu. Ifaröi 48 skit í tveimur leikjum Markverðir gera oft útslagið í handboltanum og það gerði Berglind íris Hansdóttir, markvörður og íyrirliði Vals- liðsins, örugglega í einvíginu við FH í 8 liða úrslitum úrslitakeppni kvenna í handbolta. Valur og IBV tryggðu sér bæði sæti í undanúrslitunum á laugar- daginn með 2-0 sigri í sínum einvígjum en í hinum tveimur einvígjum átta liða úrslitanna eru Haukar og Stjarnan 1-0 yfir gegn Fram og Gróttu/KR sem sýndu þó óvænta mótspyrnu í fyrstu leikjunum sem unnust báðir naum- lega á laugardaginn. Berglind íris Hansdóttir varði 48 skot og 55% þeirra skota sem á hana komu í einvígi Vals og FH og átti mikinn þátt í að Valskonur tryggðu sér 25-19 sigur í síðari leiknum og sæti í undanúrslitunum. „Berglind er yfirburðaleikmaður í mínu liði og er búin að vera besti markvörður á fslandi í mörg ár. Hún hefur verið rosalega góð í síðustu leikjum og er búin að ná sér vel á strik," sagði Guðríður Guðjónsdóttir, þjálfari Vals, sem var ánægð með leikinn. Besti leikurinn í langan tíma „Leikurinn okkar á laugardaginn er besti leikurinn okkar í langan tíma og sá besti allavega sfðan í október. Við náðum alveg svakalega góðri vörn í þessum leik og þá kemur markvarslan með því Begga fær ekki eins góð skot á sig þegar vörnin nær að trufla sóknarmennina. Það voru fyrst og fremst vörnin og markvarslan sem skópu sigurinn," sagði Guðríður sem nýtur nú aðstoðar Valdimars Grímssonar. „Við tókum leikhlé þremur mörkum undir í fyrri leiknum og þá má segja að Valdimar hafi lesið aðeins yfir þeim því við vorum bara mjög óhress með það sem var í gangi hjá mínum stelpum, það vantaði neista og það var alltof mikið um uppgjöf hjá leikmönnum liðsins. Það var síðan alveg nýtt lið sem spilaði síðustu tíu mínúturnar og við lögðum upp með þá spilamennsku og það húgarástand í annan leikinn. Það tókst rosalega vel og ég sá það strax í byrjun að við vorum miklu einbeittari. Við erum mjög ánægðar með þetta," sagði Guðríður en Valsliðið hefur misst mikið af leikmönnum frá því að það fór alla leið í úrslitaeinvígið gegn ÍBV í fyrra. „Mér líst mjög vel á framhaldið. Auðvitað mætum við væntanlega Haukunum og erum litla liðið í því einvígi. Við höldum bara áfram með okkar takmark sem er að vinna hvern einasta leik sem við förum í. Nú er bara að skoða Haukana vel og athuga hvaða möguleika við höfum. í þessu til að fara sem lengst Alfreð Örn Finnsson, þjálfari ÍBV, var ánægður með sigurinn gegn Víkingi en eftir basl í fyrsta leiknum á heimavelli vann ÍBV öruggan sex marka útisigur, 22-28, í Víkinni og tryggði sér þar með 2-0 sigur í einvíginu. „Við spiluðum þennan leik mjög vel varnarlega og framhaldið leggst vel í okkur. Við erum í þessari keppni til að fara sem lengst," sagði Alfreð örn. í fyrstu leikjum einvígja Hauka og Fram annarsvegar og Stjörn- unnar og Gróttu/KR hinsvegar unnu Haukar og Stjarnan naumari j Berglind Iris Hans- dóttir sýndi hversu öfiugur markvörður | húnerleinvíginu ■ gegn FH í átta iiða úrsiitum DHL-deiidar kvenna. Berglind varði 24 skot að meðaltali i leikl einviginu. DV-mynd Stefán sigra ei búist \ við. Hin ujigu lið Fram og Gróttu/KR bitu vel ffá sér en reynslan vó þungt á lokamínútunum og Haukar unnu með fimm mörkum, 27-22, og Kristín lóhanna Clausen tryggði Stjörnunni eins marks sigur, 22-21, 10 sek- úndum fyrir leikslok. „Við erum með þetta í okkar höndum, einum fleiri og getum bara gulltryggt okkur þetta á lokamínútum. Við vorum hrikalega klaufaleg í okkar aðgerðum undir það síð- asta,“ sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu/KR, og Erlendur ísfeld, þjálfari Stjörnunnar, var . feginn að sigurinn var í höfn. „Þetta hafðist en þetta var langt í frá að vera okkar besti leikur. Sóknarleikurinn var skelfilegur, einstaklingsframtak í staðinn fýrir að spila saman sem lið en við stóð- um okkar ágædega í vörninni," sagði Erlendur eftir leik. ooj@dv.is Umspil milli Víkings og FH um sæti í úrslitakeppni DHL-deildar karla í handbolta FH-ingar áttundá liðið jmn í úrslitakeppnina Annað árið í röð eru FH-ingar komnir inn í úrslitakeppni DHL- deildar karla í handbolta eftir að hafa haft betur gegn Víkingum í tveimur leikjum. FH vann fjögurra marka sigur á heimavelli í fyrri leiknum, 29-25, og mátti því við að tapa seinni leiknum með tveimur mörkum, 27-29, á föstudagskvöldið. FH vann HK í umspilinu í fyrra en datt þá út fyrir Val í átta liða úrslit- unum eftir tap í oddaleik á Hlíðar- enda. Víkingar hafa aftur á móti ekki komistí úrslitakeppnina síðan 1995, eða í heilan áratug. Víkingar höfðu þriggja marka for- ystu í hálfleik í fyrri leiknum, 14-17, og virtust vera í góðum málum en frábær innkoma Elvars Guðmunds- sonar í FH-markið átti eftir að breyta örlögum Fossvogsliðsins. Elvar varði 9 skot í seinni hálfleik fyrri leiksins og hjálp- aði félögum sínum að vinna hálfleikinn með sjö mörkum og hafa fjögurra marka forustu með sér í nesti í seinni leikinn. Þar tók Elvar upp þráðinn frá því í Kapla- krika og varði alls 22 skot í leiknum og þar með 31 skot í þeim þremur hálfleikjum sem hann spilaði í leikjun- um tveimur. Víkingsliðið náði aldrei meira en tveggja marka for- skoti í leiknum og FH-liðið komst þar með í átta liða i] úrslitin þar sem það mætir nágrönnum sínum í Hauk- um. Átta liða úrslitin eru því orðin klár en þau hefjast á morgun. Haukar mæta FH, ÍBV tekur á móti Fram, ÍR fær KA í heimsókn og HK mætir á Hlíðarenda og spilar við Val. Það lið sem vinn- ur fyrr tvo leiki tryggir sér sæti í undanúrslitunum ' en ef marka má jafna leiki í úrvalsdeildinni síðustu vikurnar verður um mjög spennandi og skemmti- lega úrslitakeppni að ræða í vor. ooj@dv.is Kátur Árni Stefánsson, þjálfari FH, fagnaði vel þegar sætið i úrslitakeppninni var tryggt á föstudagskvöidið. FH-Víkingur 29-25 MÖRK FH í UMSPILINU FH tryggði sér sæti inni mei í tveimui Víkingi. Úrslit Kaplakriki: Víkin: MörkFI Hjörtur Hinriksson Hjörli Arnar Pétursson Guðmu Valur Amarson Jón Heli Heiðar Örn Árnarson Varin Elvar Guðmundsson Magnús Sig * Tölfræöi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.