Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2005, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2005, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2005 Sport DV Man. Utd. verður að ná öðru sætinu David Gill, yfirmaður knatt- spymumála hjá Man. Utd., segir það skipta miklu máli fyrir félagið að enda í öðru sæti en ekki í því þriðja í ensku deildinni, en liðið sem lendir í þriðja sæti þarf að fara í forkeppni í meistaradeild- innL l/ -Viö ."V . - 4.* erum á „" • \ mikil- A vægu / i stigiá ite tímabilinu og megum ekki við því að slaka á núna. Baráttan um annað sætið verður hörð en við höfum misst af titlinum. Það er klárt mál. Við megum ekki lenda í þriðja sæti. Við gerum þá kröfu á okkar lið að það lendi í öðru sæti í deildinni," sagði Gill en United og Arsenal eru bæði með 67 stig. Liðið sem lendir í þriðja sæti þarf ekki bara að fara í forkeppni heldur missir það einnig af um 2 milljónum punda í tekjur og það líkar Gill mjög illa. O'Leary svarar fyrir sig Knattspymustjóri Aston Villa, David O'Leary, byijaði strax að rífa kjaft eftir að hans menn tóku Newcastle í gegn en O'Leary hefur verið harðlega gagnrýndur í vetur. „Það er gaman að geta þaggað niður í ákveðnum einstaklingum sem hafa verið duglegir við að gagnrýna mig og liðið,“ sagði O'Leary fullur sjálfstrausts. „Þetta er líka ljúft fyrir strákana en það má ekld gleyma því að við höfum tapað mörgum lykilmönnum í meiðsli í vetur og það er ánægjulegt að fá þá aftur liðið. O 'Leary er búinn að grenja út pening fyrir sumarið en stjórn félagsins hefur ákveðið að láta hann fá 20 milljónir punda sem hann getur eytt að vild. Ef það skilar ekki árangri fær hann að taka pokann sinn. Makaay tæpur fyrir Chelsea- leikinn Bayem Munchen gæti þurft að vera án tveggja sinna bestu framheija í fyrri leiknum gegn Chelsea í meistaradeildinni. Claudio Pizarro getur klárlega ekki leikið og Roy Makaay er tæpur, en báðir meiddust þeir í leiknum gegn Wolfsburg um helgina. Læknar Bayern verða með allt á útopnu við að koma Makaay í stand því annars verða þeir að tefla fram kjúklingum í framlínu liðsins gegn Chelsea og það er ekki vænlegt til árangurs. Í-C. OIV' íslandsmótiö í badminton var haldið i húsi TBR um helgina og úrslitaleikirnir í meistaraflokki fóru fram í gær. Stjarna mótsins var Helgi Jóhannesson sem kom skemmtilega á óvart og varð tvöfaldur íslandsmeistari. Helgi missti naum- lega aí þrennunni Helgi Jóhannesson úr TBR var hársbreidd frá því að verða fyrsti badmintonleikarinn síðan 1997 til að tryggja sér sigur í öllum þremur flokkunum í úrslitunum í gær, en tapaði ásamt Söru Jónsdóttur í úrslitaleik í tvenndarlerknum og varð því af þrenn- unni. Hann hafði áður sigrað glæsilega í ein- og tvíliðaleik. Ragna Ingólfsdóttir sigraði í einliðaleik kvenna, þriðja árið í röð og vann einnig í tvíliðaleik ásamt Rögnu Jónsdóttur. Fyrstu viðureignir dagsins í gær voru úrslitaleikirnir í einliðaleik karla og kvenna. í karlaflokki bar Helgi Jóhannesson sigur úr býtum eftir hörku úrslitaleik við meistara síðasta árs, Tryggva Nielsen, í tveim- ur settum 15-8 og 15-9. „Ég er ákaflega ánægður með að hafa náð að sigra í mótinu, því að allir leikirnir voru mjög erfiðir og það er því enn sætara að vinna,“ sagði Helgi Jóhannesson eftir viður- eignina. Þriðji sigur Rögnu í röð í einliðaleik kvenna var það Ragna Ingólfsdóttir úr TBR sem sigr- aði þriðja árið í röð þegar hún lagði Söru Jónsdóttur, einnig úr TBR, í tveimur settum sem bæði fóru 11-3. Ragna þurfti að hafa meira fyrir sigri sínum en tölumar gefa til kynna, því Sara veitti henni harða keppni og var í raun óheppin að tapa eins stórt og raun bar vitni. Til marks um átök- in í leiknum áttu áhorfendur fótum sínum fjör að launa undir lok leiks- ins, þegar spaði Söru gekk henni úr greipum í einni bakhöndinni og þeyttist inn í áhorfendaskarann, án þess þó að nokkrum yrði meint af. „Mér finnst ég vera aðeins hraðari og sterkari í ár en í fyrra og kem líka ákveðnari til leiks núna, sem skilaði sér vel í dag,“ sagði Ragna. Broddi bætir einum í safnið Keppni í tviliðaleik karla var æsispennandi, en það voru þeir Broddi Kristjánsson og Helgi Jó- hannsson sem höfðu betur í úrslita- leik við þá Tryggva Nielsen og Svein Sölvason í tveimur settum, 17-15 og 15-7. Hinn nýkrýndi íslandsmeistari í einliðaleik nýtti sér þar reynslu fé- laga síns Brodda Kristjánssonar og í sameiningu knúðu þeir ffarn sigur, eftir að hafa verið nokkuð lengi í gang. Broddi er sem kunnugt er margfaldur íslandsmeistari í bad- minton og við spurðum hann hvort hann hefði orðið pláss fyrir verð- launagripi heima hjá sér. „Nei, það er varla. Ég hugsa að manni verði bara hent út með bikarinn þegar maður kemur heim,“ sagði Broddi hlæjandi. Reynslan vegur þungt I tviliðaleik kvenna var það sama uppi á teningnum, þar sem ný- krýndur íslandsmeistari Ragna Ing- ólfsdóttir vann sinn annan titil á mótinu, þegar hún, ásamt silfur- verðlaunahafanum Söru Jónsdóttur, hafði sigur á þeim Tinnu Helgadótt- ur og Halldóru Jóhannsdóttur. Þær síðarnefndu veittu sér eldri og reyndari keppendum harða keppni og stóðu sig með prýði, en það dugði þeim ekki til því þær töpuðu í tveim- ur settum, 15-10 og 15-7. Helgi missti af þrennunni f tvenndarleiknum léku til úrslita þau Helgi Jóhannesson og Sara Jónsdóttir úr TBR gegn Magnúsi Inga Helgasyni og Tinnu Helgadótt- Átök Leikmenn Celje Lasko taka hér hraustlega á Iker Romero, leikmanni Barcelona, sem skoraði 10 mörk i leiknum sem fram fór i Slóveníu. Helgi sló f gegn Helgi Jóhannesson sló Igegn á Islandsmótinu iBadminton um helgina og varð tvöfaidur meistari. DV-mynd E.ÓI. ur, einnig úr TBR. Hart var barist í þessum síðasta leik mótsins, þar sem Helgi gat með sigri orðið fýrsti badmintonleikarinn í átta ár til að tryggja sér þrefaldan sigur á íslands- meistaramóti. Helgi og Sara höfðu frumkvæðið framan af fyrsta sett- inu, en urðu að játa sig sigruð 15-12 eftir að Tinna og Magnús hrukku í gang og kláruðu síðan annað settið eftir rafmagnaða framlengingu 17- 15 og eru því íslandsmeistarar í tvenndarleik. „Við vorum frekar lengi að komast í gang og vorum undir lengi í fyrsta settinu, en eftir að við fundum okkur, náðum við að keyra upp hraðann og klára þetta þó það væri rosalega tæpt í endann," sagði Tinna. batdur@dv.is Ciudad Real sigraði Montpellier Fínn leikur hjá Ólafi Ólafur Stefánsson lék á alls oddi þegar Ciudad Real lagði franska félagið Montpellier, 30-24, í fyrri leik liðanna í undanúrslitum meistaradeildarinnar en leikið var á Spáni. Ólafur skoraði sex mörk í leiknum og gaf þar að auki fjölda stoðsendinga. Hann hefði getað aukið muninn í sjö mörk undir lokin er hann tók vítakast. Hann reyndi að vippa, líkt og hann gerði gegn Tékkum á HM, yfir franska markvörðinn sem greip boltann frekar auðveldlega. Þessi forysta er naum en spænska liðið er það öflugt að það'á vel að geta varið slíkt forskot. Annars er það ekki hug- hreystandi tilhugsun að þýsku meistararnir í Flensburg töpuðu með Qórtán mörkum í Frakklandi í átta liða úrslitum keppninnar. Sigur hjá Celje Hinn undanúrslitaleikurinn fór fram í Celje í Slóveníu og þar sigruðu Evrópumeistarar Celje Lasko spænska félagið Barcelona með þriggja marka mun, 34-31. Það forskot verður án ef erfitt að verja fyrir liðið. henry@dv.is Óli góður Ólafur Stefánsson skoraði sex mörk gegn Montpellier.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.