Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2005, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2005, Blaðsíða 22
II „Það má gera ráð fyrir bættum árangri í frjálsum íþróttum með tilkomu þessarar aðstöðu, annað væri óeðlilegt, og þá sérstaklega íþeim greinum sem við höfum ekki áður keppt í innanhúss við löglegar aðstæður. 22 MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2005 Sport DV Búast mí viO stó Nú líður senn að því að hin sérhannaða sýninga- og frjálsíþróttahöll í Laugardalnum verði tilbúin til notkunar. Framkvæmdir eru í fullum gangi og eru verklok áætluð um miðjan október. Verkamenn vinna dag og nótt til að ná að ljúka verkinu á um- sömdum tíma og má nánast sjá dagsmun á umfangi framkvæmdanna um þessar mundir. Framkvæmdir hófust í janúar á síðasta ári og því.er það alls rúmt eitt og hálft ár sem áætlað er að taki að byggja þetta nýja mannvirki sem mun, ásamt tengibyggingum, funda- og ráðstefnuaðstöðu og búningsklefum, verða um 9.500 fer- metrar að stærð og rúma um 1600 áhorfendur. Mun Laugardalshöll þá alls verða heilir 16 þúsund fermetr- ar í heildina. Frjálsíþróttamenn hafa sérstaka ástæðu til að fagna því höllin er sér- staklega hönnuð fýrir æfingar og keppni í frjálsum íþróttum. Þeir geta því framvegis stundað sína íþrótt innanhúss allan ársins hring. Allt gólfefni í höllinni er lagt með sérstöku tartan-efni og felst ein helsta sérstaða hússins í því að hlaupabrautir verða þannig gerðar að 200 metra hlaupabraut má lyfta með sérstökum búnaði eftir þörf- um. Þannig mun það taka mjög stuttan tíma að breyta gólfi hússins eftir þörfum hverju sinni. Það eru Reykjavíkurborg og Samtök iðnaðarins sem sjá í sam- einingu um að kosta framkvæmd- irnar, en kostnaður er talinn vera 700-800 milljónir króna. Þar af eru um 100 milljónir sem fara í sérstak- an ffjálsíþróttabúnað sem notaður verður á keppnum og æfingum. Byiting Jónas Egilsson, formaður Frjálsí- þróttasambandsins, segir að um al- gjöra byltingu sé að ræða fyrir frjáls- íþróttastarfsemi á landinu. „Þarna er um löggilda innanhússaðstöðu að ræða, sú fyrsta og eina sinnar tegundar á íslandi, og mun koma til með að gjörbylta ekki bara æfinga- aðstöðu íslenskra frjálsíþrótta- manna heldur einnig keppnisað-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.