Freyr - 01.05.1945, Page 4
54
FRE YR
ist síst í rénun s. 1. vetur, skrifaði .ég
Rannsóknarráði ríkisins þann 20. apríl s.
1. og sýndi fram á brýna nauðsyn þess, að
þegar yrði hafizt handa að rannsaka or-
sakir kúadauðans, svo að hægt yrði að
koma í veg fyrir hann. í bréfinu fór ég
þess á leit við Rannsóknarráð ríkisins, að
það beitti sér fyrir þessum rannsóknum").
Rannsóknarráð ríkisins féllst á uppá-
stunguna og fór þess á leit við mig, að
ég ferðaðist í sumar um þær sveitir lands-
ins, þar sem kúadauðinn hafði undanfar-
ið gert mest vart við sig, og safnaði skýrsl-
um um hann.
Ég fór til Vestmannaeyja síðast í júní
og hafði tal af flestum kúaeigendum þar.
Stjórn Búnaðarfélags Vestmannaeyja fékk
mér mann til fylgdar og greiddi götu mína.
Eftir það fór ég til Norðurlands um
Skagafjörð og Eyjafjörð, með viðkomu á
Siglufirði, og síðan austur á Hólsfjöll. í
Eyjafirði hefir borið allmikið á þessum
dauðafaraldri undanfarin ár, en á Sauðár-
króki og á Hólsfjöllum varð hans fyrst
vart s. 1. vetur. Á Húsavík var mér sagt,
að skammt væri síðan hann hafði komið
fram þar.
Hér í Reykjavík og nágrenni,(Kjalarnesi,
Mosfellssveit, Álftanesi) og Hafnarfirði
safnaði ég einnig skýrslum um kúadauð-
ann. Páll Zóphóníasson ráðunautur hefir
látið mér góðfúslega í té bréf frá Raufar-
höfn og Akureyri um kýr, sem drepizt
höfðu úr honum. Á ferðalaginu heimsótti
ég ekki aðeins þá bændur, sem misst
höfðu kýr úr bráðadauða, heldur einnig
marga, sem ekki höfðu orðið fyrir því tjóni.
Með samanburði á fóðrun kúnna var at-
hugað, hvort hægt. væri að rekja orsakir
dauðans í stórum dráttum til sérstakr-
ar fóðrunar.
2) Páll Zophoníasson mun einnig haía skrifaö'
ríkisstjórninni, síðar á árinu, um þetta sama efni.
í skýrslu þeirri, sem ég tók af bændum
fékk ég að vita, hvað margar kýr höfðu
farizt úr bráðadauða þessum, sjúkdóms-
einkenni þeirra, aldur kúnna, mjólkur-
magn, búrðartíma, heyfóðurgjöf, fóður-
bæti alls, magnið af síldarmjöli og fiski-
mjöli, ásamt fáanlegum upplýsingum um
áburðarnotkun, sláttutíma, hirðingu heys-
ins, nýræktartöðu o. fl. Einnig safnaði
ég allmörgum sýnishornum af töðu til
rannsóknar. Þegar ferðalaginu var lokið,
hafði ég safnað upplýsingum um 586 kýr
og þar af höfðu 89 drepizt úr bráðdauða.
Úr þessari skýrslu hefi ég unnið, og mun
ég greina frá helztu atriðum hennar, í
eftirfarandi kafla.
TAFLA I.
Kjarnfóðurgjöf kúnna.
0—2.0 kg., 106 kýr, þar af 31 dauðar 29.2 %
2.1—4.0 — 371 — 49 — 13.2 %
41—6.0 — 28 — — — 3 — 10.7 %
61—7.0 — 81 — 6 — 7.4 %
Tafla I sýnir hvað kýrnar hafa fengið
mikið kjarnfóður á dag, hvað margar kýr
eru í hverjum matarflokki og hvað marg-
ar af þeim hafa drepizt.
Línurit nr. 1 er af töflu nr. 1. Á lálín-
unni er kjarnfóður kúnna á dag í kg. frá
0 til 7 kg. og 2.0 kg. á milli fóðurflokk-
anna.
Lóðréttu súlurnar sýna tölur kúnna alls
í hverjum kjarnfóðurflokki og skástrikaði
hluti súlunnar táknar hve margar hafa
drepizt úr bráðadauða í hverjum flokki.
T. d. í kjarnfóðurflokknum, þar sem kýrn-
ar hafa fengið 2.1—4.0 kg. á dag eru 371
kýr alls og þar af hafa 49 drepizt eða
13.2%.
Línurit nr. 2 sýnir hve margar kýr af
hverjum hundrað hafa drepizt í hverjum
flokki.
Eins og fyrr segir hefir getum verið