Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1945, Blaðsíða 7

Freyr - 01.05.1945, Blaðsíða 7
FRE YR 57 LÍNURIT V. Kúafjöldi 3öo 2oo /oo fékk 3.1—3.3 kg., hafa drepizt, en í þeim flokki eru aðeins 5 cýr (þar af 2 dauðar), en það er ekki nægilegur fjöldi til þess að hægt 'sé að reikna með þvi. En það er með fiskimjölið eins og síldarmjölið, að það er takmarkað hve mikið má gefa af því. Línurit VII sýnir á hvaða tíma árs kýrnar drepast helzt. Það er greinilegt, að þær drep- ast mest síðari hluta vetrar og framan af.sumri. í maímánuði er kúadauðinn mestur, þótt 'ítill munur sé á apríl, maí og júní. Þó bráðdauði geri vart við sig á öllum tímum árs, ber minnst á honum síðari hluta sumars og framan af vetri. Línurit VII sýnir hvenær á mj ólkurtímabilinu kýrnar drepast. Á lálínunni miðri er burðartími kúnna settur og beggja megin við hann eru afmarkaðar með punktum 26 vikur fyrir og 26 vikur eftir burð. LINURIT VI. Kúafjöldi 0—0,1 1,1—2,0 2,1—3,0 3,1—3,3 kg. sildar- og fiskimjöl á dag. Lóðréttu súlurnar sýna dauðafjölda kúnna og afstöðu hans til burðar. Eins og sjá má af línuritinu, drepast kýrnar nokk- uð jafnt hvenær sem er á mjólkurtíma- bilinu, en þó einna mest í kringum burð. Stendur það líklega í sambandi við það, að þá hafa kýrnar minnstan viðnámsþrótt. Línurit nr. IX. sýnir aldur kúnna. Á lálínunni er aldur kúnna í árum og lóðréttu línurnar sýna hve margar kýr eru í hverjum aldursflokki. Skástrikaði hluti súlunnar táknar hve margar kýr hafa drepizt úr hverjum flokki. Línurit nr. X sýnir, hve margar kýr af hverjum hundrað hafa drepizt úr hverj- um aldursflokki. Af því, sem hér hefir verið skýrt frá, virðist ekki vera nokkurt orsakasamband milli bráðdauðans og aukinnar kjarnfóð- urnotkunar. Ennfremur má benda á það,

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.