Freyr - 01.05.1945, Side 18
68
FRE YR
2. Mynd: Hringmynduð ungamöðir. Loftrœstingarhólkarn-
ir, sem sfást á myndinni reyndust óþarfir. Ef vill má festa
tjald utan á móðurína neðan til.
3. mynd: Hringmynduð ungamóðir, lokið tekið af. Fyrstu
þrjá dagana þarf að gefa ungunum mat og vatn. inni í
ungamóðurinni.
N O T K U N A R R E G L U R:
Hitastigið í ungamóðurinni þarf að vera
um 38° C í 20 cm. hæð frá gólfinu, til að
byrja með, en eftir fyrstu vikuna má lækka
hitastigið um nokkur stig á viku.
Loftræsting þarf að vera góð. Þegar
móðirin er í notkun, þarf neðri
rönd hennar að vera um 10 cm.
frá gólfi. Má annað hvort láta
hana hvíla á trékubbum eða hafa
stillanlegar lappir' á henni. Ef
móðirin er ékki klædd tjaldi utan,
eins og sýnt er á 4. mynd, má
lækka hliðina, svo að neðri rönd-
in þeim megin komi nær gólfinu
(allt niður í 2 cm.), svo að ekki
kólni um of inni í móðurinni.
Hitastillir er stundum notaður
í ungamæðrum til þess að slökkva
og kveikja á einni eða fleiri per-
um eftir því sem þörf gerist. Þetta
léttir auðvitað eftirlitið, en nauð-
synlegt er það ekki.
Ef herbergið, sem ungamóðirin
er í, er vel loftræsst, en súglaust
og ekki of kalt, gefa fjórar 60
watta perur nógan hita, þó að
neðri rönd móðurinnar sé um 10
cm. frá gólfi. Ef hitastigið er of
hátt að deginum, má slökkva á
tveimur perum, hins vegar kemur
það ekki að sök, þó að hitastigið
fari yfir 38° C. inni í ungamóður-
inni, eftir að nokkrir dagar eru
liðnir frá því að ungarnir koma
úr eggjunum, því að þá fara þeir
að halda sig meira og minna utan
móðurinnar.
Ungamóðir, sem er 120 em. að
þvermáli eða 120 cm. löng og 100
cm. breið nægir fyrir 100 unga.
Séu hafðir fleiri, má búast við miður góð-
um árangri.
Fyrstu tvo eða þrjá dagana eftir að
ungarnir koma úr eggjunum, sé látin inn
til þeirra þurr fóðurblanda í smáþróm og
vatn í drykkjaríláti. Þetta virðist vera
nauðsynlegt, sérstaklega ef kalt er í her-