Freyr - 01.05.1945, Page 21
PRE YR
71
Orka og ylur
(Höfundur sá heitu vatni veitt til Reykjavíkur,
og varð þá til hin fyrsta eftirfarandi vísna; hin-
ar eru framhald hennar).
Lindin flæð'ir funaheit,
frónskur gæðasjóður.
Stáls um æðar ofan úr sveit
okkar blæðir móður.
Konan situr brjóstaber,
bljúg með svitaköfum:
lætur vita, innra er
auðg af hitagjöfum.
Moldin jarðar framlagsfús
færir arð svo lifum;
jurtagarðar, gróðurhús
gengi varða og þrifum.
Starfið vöndum, vinnum að
vexti, og blönduninni;
máttug höndin helgar það
hlýju önduninni.
Rættust aldrei íslands fyr
orkufaldir draumar
en komu að haldi hagnýtir
heitir og kaldir straumar.
Sumir menn virðast hafa tilhneigingu
til þess aS gera lítið úr gagnsemi íslenzka
hestsins, og þar á meðal P. Z. og virðist
það stafa helzt af því, að nokkrir bændur
í vissum landshlutum hafa óþarflega
marga hesta, en það kastar engum skugga
á hestana, heldur aðeins stóðeigendurna
sjálfa.
Að lokum vildi ég ráðleggja P. Z. að næst
þegar hann heldur ræðu fyrir okkur bænd-
urna, ræði hann aðeins um kýrnar, án
þess að blanda öðrum skepnum þar inn í,
því sjóndeildarhringur hans virðist ekki
ná út yfir fjósin.
Eyfirskur bóndí.
Heiðadyngjum fallnar frá
frjálsar syngja elfur,
fossa springur bylgjan blá,
bergið kringum skelfur.
Frumstæð tökin fossbúans
fánýt mök við skoliö.
Elja stök er hæfni hans
hreims, og vökuþolið.
Þessu breyta þarf í vil,
þráða skeyta kerfin,
sterkrí veita orku og yl
út um sveit og hverfin.
Ekkert hindri hugsjón þá:
hlekkja blindan máttinn,
ef í skyndi efla má
einn framvindu-þáttinn.
Varpa hríðar vályndar
vetrarkvíða í bæinn,
en árnar skríða ótamdar
út í víðan sæinn.
JÓN PÉTURSSON.
Haustið 1943 heimti Jón Jónsson, í Grundar-
kosti, í Blönduhlíð um seinni göngur veturgamla
gimbur nýborna, virtist lambið ei geta verið eldra
en viku til hálfsmánaðar gamalt. Lambið var látið
lifa, og gekk undir móður sinni meðan hún mjólk-
aði, en var annars látið ganga upp í tóft tíma
úr sólarhringnum, og var það fljótt liðugt í að
sneygja sér upp í garða og ofan úr honum. Svo
leið veturinn, og þreifst lambið vel, þó því væri
ei gefinn matur. Þegar kom fram um sumarmál
var farið að beita gemlingunum og virtist gimbrin
litla sperrt. En þann 28. maí bar hún svo, hefir
þá um veturinn einhvern tima komizt ofan í af-
króning, sem var innst í húsinu og hrútur var í.
Litla lambið lifði og þreifst það svo vel, að þegar
því var lógað í haust, var það aö kroppþunga
12 kg.
Þess má geta, að sumarið virtist hafa farið
prýðilega með þessa ungu móður.