Freyr - 01.03.1947, Qupperneq 7
FREYR
89
Hlöðugólfin eiga að liggja í sömu hœð eða aðeins lítið eitt lœgra en gólf peningsliúsanna. Svíar
byggja hlöðúr sínar á þennan hátt og hafa þær háar. Máttviðir í hlöður, eru nú framleiddir í
verksmiöjum. Myndin sýnir nýreista hlöðu af þessu tagi. Hún var til cýnis á landbúnaðarsýningunni
í Stockhólmi í fyrra.
°g jarðvinnsluverkfæri grafa skurði og
tæta landið. Fræi er sáð, áburði er dreift,
illgresi hreinsað, upp er skorið og uppskeru
bjargað undir þak með aðstoð véla og
verkfæra. Þau bústörf, sem unnin eru undir
^úsþaki, hafa til þessa notið tækninnar í
tiltölulega takmörkuðum mæli. Einkum
gildir þetta hirðingu búfjárins. Um und-
anfarna áratugi hefir útbreiðsla mjaltavéla
yerið nokkur og farið vaxandi, en í þeim
hefir líka verið fólgin sú tækni, er mestri
útbreiðslu hefir náð innan peningshúsa.
Onnur tækni við gripahirðingu og með-
ferð afurða hefir og verið notuð hér og þar
en ekki verið almenn. Má í því sambandi
nefna sjálfmokstur mykjunnar úr fjósinu,
fóðurvagna, er ganga á sporbrautum o. fl:,
en þessi útbúnaður hefir hingað til verið
fágsetur og reynst misjafnlega.
Meir hefir kveðið að því að leitað nafi
verið hagkvæms byggingafyrirkomulags
til þess að gera hirðingu búfjárins sem
auðveldasta. Þannig er með öllu talið
óverjandi að byggja peningshús dreifð, og
fóðurgeymslu fráskilda, eins og fyrr gerö-
ist. Samstæð peningshús, með áfastri
hlöðu, veita skilyrði til þess aö hagnýta
tækni og undir þeim kringumstæðum er
það í dag talið meðalmannsverk að hirða
t. d. 20—25 kýr, en fyrr þótti hirðing 12—15
kúa meðalmannsverk.
Menn gera kröfu til þess að áburðar-
lögurinn renni sjálfkrafa úr flórnum í
þvagþró, að léttvirk eða sjálfvirk tæki
flytji mykjuna í mykjuhús eða haugstæði,
að fóðrinu sé ekið í hjólbörum eða vögnum
sem knúðir eru með rafmagni eða öðrum
vélrænum aflgjafa, að vatnið renni sjálf-