Freyr

Volume

Freyr - 01.03.1947, Page 8

Freyr - 01.03.1947, Page 8
90 FREYR krafa í brynningarskálarnar, að kýrböndin séu þannig útbúin að hægt sé að leysa eða binda margar kýr í einu, ryksugur eru notaðar til þess að bursta og ryksoga kýrnar með, o. s. frv. Þessar staðreyndir, er hér hafa verið taldar, hafa allar átt sína þróun, en út- breiðsla sumra þeirra er lítil enn. Nýrra leiða er leitað og endurbætur hins þekkta hjálparútbúnaðar fara fram. Fleiri og fleiri bændur fá aukin og bætt hjálparmeðul til verkaléttis. Hið nýjasta á þessu sviði skal gert að umtalsefni. Það hefir verið í rann- sókn að undanförnu í Svíþjóð, en Svíar verja stórfé árlega til þess að prófa og rannsaka þau efni, er varða byggingar og tækni og hafa þeir sérstakar stofnanir, sem starfræktar eru í þeim tilgangi einum. Tímarit sænsku búnaðarfélaganna, „Lantmannen,“ hefir varið nokkru rúmi síðustu mánuðina til þess að greina frá Þegar fóðurgeymsla er yfir peningshúsi þykir hag- kvœmt að hafa hurðir á stafni, sem dregnar eru upp og niður, til þess að fá rúm að mœniás þar sem „lilaupakötturinn" rennur. nýjungum í þessum efnum, gildi stað- reynda, sem fundist hafa í samband-i við Hlaupakötturinn rennur eftir ásnum að endilangri hlöðu. prófun nýjunganna ásamt kostum þeirra og göllum. Nýjungar þær, sem hér um ræðir eru: Sjálfvirkur útbúnaður til flórmokst- urs og tækniútbúnaður til þess að flytja fóðrið úr hlöðu eða birgðaskemmu í jötu handa hverri kú. 1. Tækni til flórhreinsunar. í stað þess að skólfa mykjunni saman í flórnum, moka henni upp í hjólbörur eöa annað ökutæki, sem síðan er hreyft með handafli og flutt á haug eða í hús, þar sem áburðurinn er geymdur, er nú leitast við að nota tækniútbúnað, rafknúinn, sem fer í gang á ákveðnum tímum og flytur burt það sem í flórnum liggur. Þess konar fyrirkomulag er að vísu ekki alveg nýtt. Nokkrir íslendingar munu t. d. hafa séð slíkan útbúnað — þeir, er heim- sótt hafa Hamrabúgarð í Svíþjóð, þar sem Alfa Laval verksmiðjurnar hafa rekið stór- I

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.