Freyr

Volume

Freyr - 01.03.1947, Page 12

Freyr - 01.03.1947, Page 12
94 FREYR Mæðiveikin í Reykholtsdal og Miðfirði Eftir Halldór Pálsson, ráðunaut í janúarmánuði 1946 ferðaðist ég um Reykholtsdal og Miðfjörð eins og undan- farna vetur, til þess að athuga hvaða uzla mæðisveikin gerir þar enn í fjár- stofni bænda. Skýrsla ásamt greinargerð hefir árlega verið birt í Frey síðan 1939, nema árið 1944. Árið 1938 ritaði Guðm. Gíslason læknir grein í Búnaðarritð, um byrjunarathug- anir, sem hann gerði á þessu. Töflur þær sem hér fara á eftir eru framsettar á sama hátt og s.l. ár. Þær sýna, hve mörg gimbrarlömb hafa verið sett á vetur á hverjum bæ á hverju hausti síðan 1935 í Reykholtsdal og síðan 1938 í Miðfirði, hve margar ær voru lifandi af hverjum árgangi á hverjum bæ í janúar 1946, hve margar ær hafa drepist úr mæði- veiki eða verið slátrað vegna mæðiveiki- sýkingar úr hverjum árgangi, frá því þær voru lömb til janúar 1946 og síðast hve margar ær hafa gengið úr tölunni á sama tíma af öðrum ástæðum en mæðiveiki. Einnig sýna töflurnar hve árlegt við- hald fjárstofnsins á hverjum bæ hefir verið mikið síðan þessar athuganir hófust. Ennfremur er í töflunum gefin fjártalan í janúar á hverjum bæ 1939, 1943, 1945 og 1946 og í Reykholtsdalnum áður en mæði- veikin tók að geysa þar. Línurit A, B, C og D fylgja til skýringar á töflunum. ReykholtscLalur og nágrenni. Tafla I og línurit A og C sýna vanhöld- in, viðhald ærstofnins o. fl. í Reykholtsdal og nágrenni síðan 1935. Fjárstofnarnir eru aðgreindir í þrjá flokka A, B og C eins og gert var s.l. ár (sjá Frey Nr. 10. XL árg.) Sú flokkun var byggð á því, hve mikið þurfti til viðhalds ánna á hverjum bæ frá því þessar athuganir hófust. í A flokki er féð, þar sem uppeldið hefir gengið lakast, í B flokki er féð, þar sem uppeldið hefir gengið í meðallagi og í C flokki er féð á þeim heimilum, þar sem uppeldið hefir gengið bezt og minnzt heíir þurft til viðhalds ánna. í A flokki er aðeins fé frá 3 bæjum. Fé frá Kletti var að vísu flutt þaðan vorið 1945 en mér tókst að fylgjast með stofn- inum. Árlegt meðalviðhald ánna á þessum búum 7 síðustu árin hefir verið 39,6%. í Gröf hefir viðhald ánna farið minnkandi síðustu 2 árin en á Kletti og Geirshlíð hefir það farið vaxandi. í B-flokki eru 7 bú. Meðalviðhald ánna í þessum búum síðustu 7 árin hefir verið 29.7%. Það hefir verið mjög svipað á hverjum þessara búa, lægst 28.7% en hæzt 31.4% Á Kj alvararstöðum héfir við- hald ánna farið til muna minnkandi síð- ustu árin og aldrei verið lægra en 1945, 13.8%. Féð á þessum bæ var næmt, en með ræktun virðist hafa tekist að auka mjög hreysti þess. í C-flokki eru 4 bú. Meðalviðhald ánna í þessum búum síðustu 7 árin hefir verið 26.3%. Það er ca. 10% hærra en meðal- viðhald á heilbrigðum fjárstofni. Á 10 ára tímabili áður en mæðiveikin fór að geysa um Borgarfjörð og Húnavatnssýslur, þá

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.