Freyr - 01.03.1947, Blaðsíða 20
100
FRE YR
af öðru en mæðiveikinni, einkum vegna
ills árferðis. Vorið var mjög kalt og sum-
arið lélegt heyskaparsumar, svo að nokkr-
um heilbrigðum ám var slátrað haustið
1943.
Árið 1939 var viðhald ánna ca. 10%
lægra en það hefir verið nokkurt ár síð-
an. Þetta mun fyrst og fremst orsakast
af því að í Miðfirði voru öll lömb drepin
haustið 1937 og flestar veturgamlar gimbr-
ar, svo að því nær ekkert fé hefir verið
þar til frá þessum tveimur árgöngum.
Árið 1939 hefðu ær, fæddar 1937 og 1936
verið á þriðja og fjórða aldursári, en á
þeim aldri drepst féð mest. En úr því ær
á þeim aldri voru ekki til, gátu þær ekki
drepist. — Einnig er ekki víst að þurra-
mæðin hafi þá verið komin á alla bæi í
Miðfirði. Getur það líka átt þátt í því að
vanhöldin voru fremur lítil 1939.
Á engum bæ í Miðfirði hefir fjárdauð-
inn farið minnkandi síðustu árin, en hann
hefir ávallt verið minni á bæjum í C-
flokki en bæjunum í A og B-flokki.
Linurit B sýnir hve mörg % af ánum í
Miðfirði í hverjum flokki af hverjum ár-
gangi síðan 1938 voru, í janúar 1946 lif-
andi, dauðar úr mæðiveiki og dauðar af
öðrum orsökum.
Línurit D sýnir hins vegar hve mörg %
af sömu ám í hverjum flokki af hverjum
árgangi síðan 1938, hafa verið lifandi í
ársbyrjun ár hvert síðan 1939.
Sézt þar eins og í Reykholtsdalnum að
fjárdauðinn er mestur á 3. og 4. aldursári
ánna.
Féð á þeim bæjum í Miðfirði, sem hér
er um að ræða, var í ársbyrjun 1939 aðeins
2508 kindur, en var í ársbyrjun 1946 3680,
en 1943 hefir það orðið flest síðan mæði-
veikin kom upp, 3992 kindur. Fer því held-
ur fækkandi nú og fjártalan er ca. helm-
ingi lægri nú í Miðfirði en hún var, áður
en mæðiveikin fór að geysa í Húnavatns-
sýslu.
Yfirlit.
Þær athuganir sem gerðar hafa verið
árlega síðan 1938 í Reykholtsdal og Mið-
firði á viðnámsþrótti sauðfjár gegn mæði-
veikinni og þurra-mæðinni, hafa leitt í
ljós eftirfarandi atriði:
1. járstofnarnir hafa reynst allmisnæm-
ir fyrir þessum sjúkdómum. Þó hafa engir
.
fjárstofnar fundist sem reynst hafa ó-
næmir fyrir þeim. Síðustu sjö árin hefir
árlegt viðhald ánna á þeim bæjum þar
sem féð hefir reynst næmast verið um
40% og allar kindur af þessum stofnum
hafa farist áður en þær náðu háum aldri.
Þar sem mæðiveikin og þurra-mæðin
drepa minnst, falla árlega ca. 10—15% af
ærstofninum. Á þeim bæjum er ca. 10%
af fénu það ónæmt, að það tekur hvor-
uga þessa veiki áður en því er fargað fyrir
elli sakir.
2. Misnæmi fjárstofnanna hefir all-
mikla fjárhagslega þýðingu, því unnt er
bændum að reka sæmilega arðsaman
saúðfjárbúskap ef þeir þurfa ekki árlega
meira en ca. 20 gimbrar til þess að halda
við 100 ám, en ókleyft að hafa viðunandi
arð af fjárbúi ef árlega þarf 35—50 gimbr-
ar til viðhalds 100 ám.
3. Reynslan hefir sýnt að á mjög fáum
búum er svo hraust fé að ekki þurfi a. m. k.
28—30 gimbrar árlega til að halda við
100 ám. Það orsakar að árlegt meðalvið-
hald ærstofnsins verður yfir 30% á mæði-
veikisvæðunum.
4. Fáir bændur hafa lagt sig fram við
að kynbæta fjárstofn sinn með tilliti til
hreysti gagnvart mæðiveiki og þurra-mæði.
Sumir hafa þó gert verulega tilraun tii
þess en aðeins einn bóndi, á þeim bæjum,
sem hér um ræðir, hefir náð verulegum