Freyr - 01.03.1947, Side 21
FREYR
101
árangri af þyí starfi. Það taendir á tvennt,
að í fyrsta lagi séu sterkar líkur fyrir
Því að ónæmi og næmi fjárins sé arf-
gengt og í öðru lagi muni árangur af
kynbótastarfi til þess að auka ónæmi fjár-
ins gegn þessum sjkdómum verða mjög
seinvirkur og hjá mörgum enginn árum
saman.
Þetta er eðlilegt, þar sem aðeins lítill
hluti af fénu, þar sem það er hraustast,
ca. 10%, er ónæmt eða lítt næmt og ekki
er vitað um hvaða einstaklingar í hjörð-
inni það eru, fyrr en þeir eru orðnir fjör-
gamlir.
Kaupi bændur, sem eiga næmt fé t. d.
10 lamhrúta til kynbóta úr búi, þar sem
ca. 10—15% af fénu er svo hraust að það
tekur ekki veikina, er aðeins von um að
1 eða 2 af þessum hrútum gefi verulega
hraustari afkvæmi en hrútar af hinum
hæmu stofnum hefðu gefið.
5. Reynsla hefir sýnt að ekkert dregur
úr mæðiveikivanhöldunum siðan þessar
athuganir byrjuðu. —■ Það eru liðin 10—12
ár síðan mæðiveikin kom á alla þá bæi,
sem þessar athuganir hafa verið gerðar
á. Úr því ekkert hefir dregið úr vanhöld-
unum á þessu tímabili eru allar líkur til
þess, að það muni ekki gerast á næstu
áratugum, ef ekkert er að gert fram yfir
Það sem gert hefir verið.
6. Fénu á þessum svæðum eins og ann-
ars staðar í mæðiveikishéruðunum fækk-
aði stórlega, eftir að mæðiveikin tók að
herja á hjarðir bænda. Bændum hefir ekki
tekist að fjölga því verulega aftur, þrátt
fyrir mjög mikinn ásetning lamba.
7. Nokkur von er til þess að draga mætti
úr fjárdauða vegna mæðiveiki, með því að
allir bændur færðu ættartölubækur yfir
fé sitt, og fylgst yrði með afkvæmum allra
hrúta, til þess að finna með afkvæmarann-
sóknum þá hrúta, sem gæfu hraustust
afkvæmi. Þeir væru svo notaðir mjög mik-
ið með aðstoð tæknifrjóvgunar.
Það mundi þó taka marga áratugi og
jafnvel enn lengri tíma að rækta upp svo
ónæmt fé með þessu móti, að mæðiveiki-
vanhöldin minnkuðu svo að skaði af þeirra
völdum yrði hverfandi lítill. Þessi ræktun-
araðferð er næstum því óframkvæmanleg,
vegna þess, að svo margir bændur eru
ekki nákvæmir fjárræktarmenn.
8. Ýmsir bændur á þessum bæjum sem
hér um ræðir og annars staðar á mæði-
veikissvæðum, hafa reynt lyf það er Guðm.
Gíslason læknir hefir framleitt og ráð-
lagt bændum að nota til þess að reyna að
verjast þurra-mæði eða lækna hana. Ár-
angur þess lyfs hefir verið harla lítill
eða enginn, a. m. k. hafa vanhöldin ekki
minnkað vegna þess. Sama máli er að
gegna um Álann.
9. Fjöldi bænda er nú missa alla von
um það, að fjárræktin geti orðið arðvæn-
leg atvinnugrein meðan bæði mæðiveikin
og þurra-mæðin herja á fjárbúin með
þeim ákafa sem raun ber vitni um, auk
annarra vanhalda, enda er afkoma bænda
sem lifa eingöngu á sauðfé og búa á mæði-
veikisvæðunum mjög erfið. Allur þorri
bænda vildi reyna að komast hjá fjár-
skiptum og þrauka við fjárræktina unz
útséð yrði, hvort ekki dragi úr mæðiveik-
inni, er stundir liðu fram, annað hvort
með því að ónæmir fjárstofnar fyndust,
sem svo yrði hægt að dreifa út til kyn-
bóta, eða einhver vörn fyndist gegn veik-
inni eða lækning. Allar vonir í þessu efni
hafa brugðizt að mestu eða öllu leyti en
mikill fjöldi bænda hefir kappsamlega
unnið að því að viðhalda fjárbúum sínum
og fjölga fé aftur, en jörðin gleypir flest-
ar ærnar jafnóðum og þær eru aldar upp.
10. Þetta er ástand, sem ekki er lengur
viðhlýtandi. Bændur geta ekki gert jafn