Freyr

Årgang

Freyr - 01.03.1947, Side 23

Freyr - 01.03.1947, Side 23
FREYR 103 aðgreindur þar, flokkaður og síðan seldur. Með þessu fyrirkomulagi fæst mun hærra verð fyrir ullina, þar sem miðstöðin getur boðið fram mikið magn af sama flokki í einu, en það er stór hagur fyrir ullarverk- smiðjurnar, sem jafnan framleiða sömu vörutegund í stórum stíl. hefir félagið beitt sér fyrir frystingu lambakjöts, með þeim árangri, að nú er markaðurinn miklu tryggari en áður var. var þá verðið á lambakjöti oft afar lágt um sláturtímann, vegna hins skyndilega framboðs. Óðru hvoru heldur félagið „áróðurssýn- ingar“ (slagtefárs- og reklamustállinger). A þessum sýningum eru sýndar sauðfjár- afurðir, framleiðendum bent á, hvernig þeir eigi að framleiða vöruna, svo að hún verði sem útgengilegust, og kaupendum gert ljóst, hvernig þeir bezt geti notið hennar. Auk Þessara sýninga tekur félagið jafnan þátt i öllum stærri landbúnaðarsýningum og eru þá sýndar kindur og sauðfjárafurðir. Árlega heldur félagið fjögur hrúta- uPpboð — eitt fyrir hvert aðal fjárkyn í landinu — og eru þau sölumiðstöð flestra yngri kynbótahrúta, því að á uppboðunum Wæta áhugasamir sauðfjáreigendur úr öllum landshlutum. — Áður en hrútarnir eru sendir á sölustaðinn, eru þeir gaum- gæfilega athugaðir af eftirlitsmanni fé- lagsins, sem oft er héraðsráðunautur í húfjárrækt. Hafi hrútarnir áberandi galla, eru þeir ekki teknir til greina. Ættartöflur °g aðrar skýrslur verða að vera í fullu samræmi við kröfurnar, en þær eru ekki ■smávægilegar. Krafist er upplýsinga um forfeður og mæður í fleiri ættliði, fæðing- ardag þeirra og ár, þyngd við fæðingu, tveggja mánaða, fimm mánaða, eins árs og fullvaxta, gæði og magn ullar, verðlaun öll, lambatölu ánna o. s. frv. Áður en uppboðið hefst,eru allir hrútarn- ir dæmdir, og kemur þá oft fyrir, að ein- staka dýri er hafnað, þrátt fyrir áður- nefnda athugun heima. Dómararnir eru heldur ekki vægir, enda hafa þeir ákveðnar reglur að vinna eftir. Ullin er dæmd sér í lagi og eru gefnar fyrir hana tvær eink- unnir, önnur fyrir ullargæði og húð (8S), hin fyrir útbreiðslu og magn ullar (5). fyrir kroppinn eru gefnar tíu einkunnir: höfuðlögun, eyru og kyneinkenni (5), háls og höfuðburður (5), brjóst og bógar (5). hryggur og spjaldhryggur (5), malir og staða rófu (5), læri og huppar (5), fætur og gangur (5), litur (5), samræmi kropps- ins (5) og heildareinkenni eða heildarútlit (10). Af þessu sézt, að gaumgæfilega er gengið til verks. Verðlaunin fara eftir því, hvað hrúturinn fær marga „púnkta“ (háa tölu). Veitt eru verðlaun fyrir ull og kropp hvort í sínu lagi, þannig, að sami hrútur getur t. d. fengið fyrstu verðlaun fyrir ull og þriöju verðlaun fyrir kropp. Sama fyrirkomulag' er notað á sýningunum og við upptöku í ættbækur. Ærnar eru þó dæmdar eftir lítið eitt einfaldari aðferðum. ^ður en dómarnir ljúka starfi sínu á uppboðinu, láta þeir hengja upp spjöld með öllum æskilegum upplýsingum hjá hverjum hrút ásamt verðlaunaspjöldunum. Geta væntanlegir kaupendur þá kynnt sér allt, er þeir girnast að vita um hrútinn, og hagað kaupum sínum þannig, að líkur séu fyrir, að þeir bæti galla hjarðarinnar og viðhaldi hinum góðu eiginleikum hennar. Á uppboðum þessum og sýningum er sýndur árangur kynbótastarfseminnar, en á bak við hana liggur mjög mikið starf *) Talan í sviga er sú hæsta tala, sem gefa má íyrir hvern lið. Að síðustu eru tölurnar lagðar saman og fer stærð verðlaunanna eftir hæð töl- unnar.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.