Freyr - 01.03.1947, Page 24
104
FREYR
bæði félaga og einstaklinga. Félags- og
eftirlitsstarfsemin hefir •— aðallega fyrir
atbeina sauðfjárræktarfélagsins — rist
mjög djúp spor á þessu sviði. Stofnaður
hefir verið aragrúi minni félaga (Bagför-
eninger). Eru þessi félög aðallega fyrir þá,
sem eiga aðeins fáar kindur. Kaupa félögin
— með styrk frá yfirvöldunum — kynbóta-
hrúta, sem síðan eru notaðir innan félags-
ins. Fjöldi eftirlitsfélaga (Kontrolfören-
inger) starfa undir eftirliti aðalfélagsins,
og mynda þannig megingrundvöll ættbók-
arfærslunnar. Einnig eru starfandi fjögur
„kynjafélög“ (Racklubber), eða eitt fyrir
hvert aðalsauðfjárkyn í landinu: Lantrac
sænskt kyn), Cheviot, Shropshire og Ox-
forddown. Mörg kynbótabú eru rekin fyrir
hvert kyn.
Allir þeir, sem eiga kynbótabú, verða að
merkja lömbin nákvæmlega strax eftir
fæðingu, vega þau og færa inn í þar til
gerðar bækur. Er þá tekið fram, hvort
lambið er fætt sem einlembingur, tví-
lembingur o. s. frv. Ennfremur eru lömbin
vep'in tveggja og fimm mánaða og þegar
þeim er slátrað. Þau lömb, sem sett eru
á, eru vegin sem veturgamlar og aftur
sem fullvaxta kindur. í hvert skipti, sem
tekið er af — oftast vor og haust — er ull-
in vegi og vigtin bókfærð. Á sama hátt
er fylgst með öllum öðrum afköstum
fjárins.
Á hverju hausti kemur umsjónarmaður
sauðfjárkynbótanna — annað hvort mað-
ur ,frá sauðfjárræktarfélaginu, ríkisráðu-
nauturinn eða héraðsráðunauturinn 1 bú-
fjárrækt — skoðar bækurnar og alla hjörð-
ina, velur lömb til lífs og færir vetur-
gamlar kindur og hrúta — sem verðug
reynast — inn í ættarbækur. Eldri ær og
hrútar, sem ekki hafa reynst vel til und-
aneldis, eru merkt til slátrunar.
Til eru þrenns konar ættbækur: 1)
„Undirbúningsættbók" — í hana eru færð
öll yngri dýr, sem vel eru byggð, hafa góða
ull og eru af góðum ættum, — 2) „Ríkis-
ættbók“ — þar eru færð inn öll þau dýr
úr hinni fyrrnefndu bók, sem þroskast vel
og skila miklum og góðum afurðum — og
3) „Úrvalsættbók sauðfjárræktarfélagsins,“
en í hana eru aðeins færð eldri dýr, er
skilað hafa sérstaklega miklum og góð-
um arði og reynst framúrskarandi til und-
aneldis.
Við sölu allra kynbótadýra er talið sjálf-
sagt og eðlilegt að fullkomin ættartafla,
með öllum æskilegum upplýsingum, fylgi
dýrunum úr garði.
Til þess að viðhalda og bæta fjárstofn-
inn hafa verið flutt inn fleiri hundruð
kynbótadýr. Frá Noregi hefir verið keypt
Cheviot og kindur af norsku kyni (stutt-
rófur), frá Finnlandi finskar kindur
(stuttrófur) og frá Englandi Cheviot,
Shropshire, Oxforddown og lítilsháttar
Leicester og Border Leicester.
Af hreinum fjárkynjum áttu Svíar 1937:
95.000 Lantrac, 68.000 Cheviot, 26.000
Shropshire og 13.000 Oxforddown kindur,
auk þess lítið eitt af Leicester og Border
Leicester ásamt Karakúl. Þessi þrjú síð-
astnefndu kyn eru þó hverfandi. Hlutföll-
in milli kynjanna munu vera svipuð nú
og fyrir stríð.
Sænska kynið (Lantrac) er merkilegt að
því leyti, að það er innlendur stofn, sem —
einkum þar sem náttúruskilyrði eru erf-
ið — virðist ætla að útrýma hinum inn-
fluttu kynjum, meira að segja Cheviot.
Þegar sauðfjárræktarfélagið var stofnað,
var þetta kyn víða úr sögunni eða um það
bil að hverfa og ýmsir töldu, að ekki væri
vert að sinna því. Eitt af fyrstu verkefn-
um félagsins var að endurbæta kynið.
Notuð hefir verið hreinrækt af beztu stofn-
unum, sem fyrir hendi voru, en auk þess