Freyr

Årgang

Freyr - 01.03.1947, Side 25

Freyr - 01.03.1947, Side 25
FREYR 105 hefir verið flutt inn fé (einkum hrútar) af skyldum kynjum frá Finnlandi og Noregi. Þetta sænska kyn (Lantrac) líkist mjög íslenzkum kindum. — Er það kollótt, fínbyggt, nokkuð minna en ís- lenzkt fé. Þó er nokkur stærðarmunur á hinum ýmsu stofnum. Rófan er stutt, lit- urinn aðallega hvítur, en svart, grátt og flekkótt er líka til. Ullin er bæði þel og tog. Nú eru þegar myndaðir fjórir flokk- ar með mismunandi ull. Fer flokkunin aðallega eftir hlutfalli þels og togs í reif- inu. Yrði of langt mál að koma nánar inn á þá flokkun hér. Þetta sænska kyn er harðgert, þolið, frjósamt og létt á fóðrum. Kjötið er bragð- gott fínt, en hefir að mestu sömu galla og islenzkt kindakjöt hvað fitusöfnun snert- lr. Ullin er eftirsótt í teppi og prjónles. A stöku stað framleiða Svíar einblend- inga til slátrunar, eru það kynblendingar milli Lantrac og Leicester eða Border Leicester. Hleypa þeir þá til sænsku ánna með ensku hrútunum. Reynist þetta nokk- uð vel, kjötið af einblendingunum verður iítið eitt meira og betra en af hreinrækt- nðum sænskum lömbum. Einnig þekkist að hleypa til Cheviot áa með Shropshire hrút- um. Fást með því móti væn og góð lömb. A landbúnaðarvísindastofnuninni Wiad, eru nú gerðar tilraunir til þess að mynda nýtt sauðfjárkyn með því að blanda Þantrac og Leicester. Eigi skal að svo ^töddu spáð um árangur þeirra tilrauna, en Svíar binda nokkrar vonir við þær. — A sama stað eru framkvæmdar ullarrann- sóknir, þar sem ull af öllum helstu kyn- bótahrútum og ám er rannsökuð. Léttir Þetta mjög undir starfi dómaranna á sýn- lngum og uppboðum. Sauðfjárræktarfélagið heldur árlega vetrarlangt námskeið fyrir hjarðmenn. Er það bæði bóklegt og verklegt. Námskeið þetta er aðllega fyrir þá sem vinna fyrir „sambeitarfélögin“ (sambete), en mörg þessháttar félaga hafa verið mynduð hin siðari ár. Hjarðmennirnir fara með fjölda fjár upp um fjöll og afdali að vori, gæta hjarðarinnar þar sumarlangt og koma fvrst til byggða á haustin. Öðru hvoru stofnar sauðfjárræktarfé- lagið til fjárhunda samkeppni. Eru það einkum hjarðmenn með sína skotsku fjár- hunda sem taka þátt í þessari samkeppni. Nýlega hefir félagið sett á stofn til- raunastöð fyrir sauðfjárrækt. Skal þar framkvæma fóðurtilraunir, kynbætur o. fl. Ýmislegt fleira mætti telja, sem sauð- fjárræktarfélagið og yfirvöldin láta til sín taka um sauðfjárrækt, en hér skal þó staðar numið. ★ Hvimleiðir sjúkdómar hafa nú um lang- ann tíma hamlað eðlilegri þróun íslenzkrar sauðfjárræktar, en fjáreigendurnir eru þó enn ekki af baki dottnir, enda eru skilyrði til sauðfjárræktar hér á landi í marga staði mjög ákjósanleg. Og gott er til þess að vita, að við eigum fjárkyn, sem ýmsa kosti hefir til brunns að bera. Stærsti kost- urinn er e. t. v. sá, að stofnarnir eru marg- ir og misjafnir, en það eykur úrvals mögu- ieikana. Með fastri stefnu og ötulu starfi er tví- mælalaust hægt að ná miklum árangri af kynbótum á íslenzku sauðfé. Gætum við í því starfi á ýmsan hátt tekið Svía okkur til fyrirmyndar. Sigurður Elíasson.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.