Freyr - 01.03.1947, Page 26
106
F R E Y R
Hugvekja um
nautgriparækt
Áfanga náð.
Nokkrum sinnum hefir það fallið í minn
hlut á námskeiðum og nautgripasýningum
að benda á þýðingu nautgriparæktarfélag-
anna, og sýna fram á hver árangur hefir
orðið af starfsemi þeirra þar sem vel er
unnið.
Er þá jafnan bent á það, sem bezt reyn-
ist sem fyrirmynd fyrir þá-, sem skammt
eru komnir, en þeim sem lengst eru komnir
er bent á að vinna áfram að umbótunum
og reyna að ná betri árangri en þegar hefir
náðst með áframhaldandi umbótastarf-
semi.
Það mun ekki þurfa lengra aftur í tímann
en rúm 20 ár til að koma til þess tíma,
þegar það var talið hið æskilegasta mark-
mið í umbótastarfseminni í nautgriparækt-
inni ef takast mætti að vinna að því með
umbótum, að meðalkýrin í nautgriparækt-
arfélögunum skilaði 3000 lítrum mjólkur
yfir árið. Þar sem mér er í minni hvesu
æskilegt þótti að geta náð þessum afköst-
um, má nærri geta að það var mér hin
mesta ánægja að sjá, — þegar reiknað
var út meðaltalið í nautgriparæktarfélög-
unum fyrir árið 1945 — að þessu marki
er nú þegar náð, því að meðalkýrin í naut-
griparæktarfélögunum skilaði ái'ið 1945
3016 mjólkurlítrum.
Hugvekja.
Einhverjir vildu nú ef til segja: Ja nú
getum við tekið okkur nokkra hvíld því
að lengi þráðu takmarki er náð, en slíkri
athugasemd verður að svara neitandi.
Áfram með umbótastarfið, við setjum bara
markið hærra, og vinnum nú með meiri
hraða, tækni og kunnáttu en áður þekktist!
En við notum tækifærið, meðan við dvelj
um við lengi þráð markmið, til þess að gera
nokkrar vangaveltur útaf því með hverjum
hætti tekizt hefir að ná áður gefnu ákjós-
anlegu marki.
Framförum í nautgriparæktinni —
auknum afköstum gripanna — verður ekki
náð, nema með kynbótum og bættri með-
ferð. Getum við velt því fyrir okkur, hversu
mikið af framförunum sé að þakka kyn-
bótum, og hversu mikið sé að þakka bættri
meðferð gripanna, en að greina glöggt þar
á milli er ekki létt, þar sem þetta tvennt
verður að fylgjast að, og er annað atriðið
þýðingarlaust án hins, og verður jafn erfitt
að skilja þar á milli eins og að fullyrða um
það hversu mikið kálfurinn vex á nóttunni
og hversu mikið á daginn.
Á sama hátt er ekki auðvelt að gera
grein fyrir því, hvað mikið af umbótum
þeim, sem náðst hafa síðan autgriparækt-
arfélögin hófu starfsemi sína til þessa
dags, sé að þakka starfi nautgriparæktar-
ráðunautanna og hversu mikið sé að þakka
starfsemi og áhuga bændanna sjálfra.
Einn á móti átján hundruð.
Já, það er erfitt að greina þar á milli,
en nógu gaman er að velta þessu fyrir sér.
Ljóst er, áð ein lyftistöngin í framförum
í nautgriparæktinni er, og hefir verið,
nautgripasýningarnar. Þær eru aðeins
haldnar fimmta hvert ár. Þar mætir naut-
griparæktarráðunauturinn og gefur sín ráð
og leiðbeiningar.
Setjum nú svo að þetta séu einu áhrif
hans á umbæturnar en að þess á milli
verði bændur sjálfir að velja og hafna,
hvað nota skuli til undaneldis af gripum
*
o. s. frv.
Nú eru í 5 árum a. m. k. 1826 dagar, en