Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.03.1947, Qupperneq 27

Freyr - 01.03.1947, Qupperneq 27
FREYR 07 aðeins einn þessara daga er það ráðunaut- urinn, sem velur og leiðbeinir um val grip- anna. Þó það sitji ekki á mér að gera of mikið úr starfsemi ráðunautanna, vil ég þó ætla að þessi eini dagur — sýningar- öagurinn — vegi á móti 25 venjulegum öögum að því er umbæturnar snertir, og eftir verður þá útkoman einn á móti átján hundruö. Nýja markmiðið. Nú hefir náðst gamalt, lengi þráð mark- mið, það er: Að fullmjólka meðalkýrin í nautgriparæktarfélögunum framleiði 3000 iítra mjólkur yfir árið, og þetta hefir tekizt Þrátt fyrir mikla fjölgun kúa í eldri félög- unum og tilkomu nýrra félaga, sem öll hafa orsakað töf á hækkun á meðalnytinni. Nautgriparæktarfélögunum ber því nú að setja sér nýtt markmið að keppa að í framtíðinni, og legg ég til að markmiðið Verði, að meðalkýrin skili 4000 lítr. mjólk- ur á ári eða 16 þúsund fitueiningum. Já fram, áfram, áfram á þessari braut, °g gætið þess þá, hverjir hafa völdin! Völdin liggja hjá bændunum sjálfum, þeirra er valdið, sem átján hundruð á móti einum, þeim ber að þakka framfarirnar í nautgriparæktinni bæði hér og þar, einnig í Eyjafirði þar sem þeir hafa dáð og dug til að útvega sér sína eigin starfsmenn til að vinna að umbótunum. Látum nú framfarirnar í nautgripa- rsektinni verða með meiri hraða en fyrr, keppum að áðurnefndu markmiði. En hvenær næst það markmið? Ég treysti mér ekki til að segja til um það. Bændur segja til um það, þeirra eru völdin, átján hundruð á móti einum. Gunnar Árnason. Joð-kasein handa kúm Um undanfarin ár hafa verið gerðar til- raunir með joð-kasein handa mjólkandi kúm í Ameríku, Englandi og á Norður- löndum. Joð-kasein er ekki notað sem venjlegt fóður vegna næringargildis þess heldur í þeim tilgangi að það verki sem „hormón- ar,“ er ráða efnaskiptum líkamans og auka mj ólkurf ramleiðsluna. Það er nú komið á annan áratug síðan að því fyrst var veitt eftirtekt, svo sögur fara af, að þegar mjólkandi kúm voru gefnar þurrkaðir skjaldkirtlar, óx nyt- hæð kúnna að mun, stundum allt að 30%. Við nánari rannsóknir sýndi það sig, að þessar verkanir áttu rætur sínar að rekja tll þess, að í skjaldkirtlinum er efni, sem heitir tyroxin, en það eykur efnaskipti líkamans. Sökum þess að þaö var dýrt og erfitt að handsama, voru ekki gerðar frekari athuganir varðandi þetta efni þá. Frekari rannsóknir hafa síðar leitt í Ijós, að eggjahvítuefni sem innihalda amíno- sýru nokkra, er heitir tyrosin, hafa tyr- oxinverkanir, þegar í þau hefir verið bland- að joði, með sérstökum aðferðum. Þau eggjahvítuefni, sem innihalda þessa amínosýsru, og léttast er að blanda joði í, er kasein mjólkurinnar og ardein í hnet- um og blóðmjöli. Að þessu er það svo að segja eingöngu kasein mjólkurinnar sem notað hefir verið í þessum tilgangi og nafnið kemur af því — joð-kasein. Alls staðar þar, sem joð-kasein hefir verið notað handa kúnum, hefir nythæð þeirra aukist verulega en kýrnar hafa tapað holdum og orðið beinagrindum líkar á tiltölulega stuttum tíma. Flestar tilraunirnar hafa annars verið

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.