Freyr

Årgang

Freyr - 01.03.1947, Side 29

Freyr - 01.03.1947, Side 29
FREYR 109 Halldór Vigfússon og Guðmundur Gíslason: Hníslasótt (Coccidiosis) Hníslasótt*) er til í mörgum tegundum spendýra og fugla svo sem í nautgripum, svínum, sauðfé, geitum, hundum, köttum, ^anínum, í mönnum sjaldan, öndum, gæs- UrP kalkúnum, fasönum, dúfum og spör- íuglum, en mestan usla gerir þessi sjúk- dónaur í hænsnum, einkum ungum, og verður hans vart í öllum löndum, þar sem hænsnarækt er stunduð. Er þetta einn hinn algengasti sjúkdómur, sem hænsna- ræktarmenn eiga við að stríða, og er hýsna erfiður viðfangs. Orsök hans eru iitil sníkjudýr, sem setjast að í melting- arfærunum. Þau ganga hvarvetna undir nafninu coccidia, en eru hér nefnd hnísil- ðýr. Þetta eru frumdýr og mjög smávax- ln, hvert kvikindi aðeins ein fruma, og eru frumdýrin yfirleitt minnstu lífver- Ul'nar, sem teljast til dýraríkisins, enda sjást þau ekki nema með mikilli stækkun. Sýking á sér naumast stað milli ólíkra öýra, því að hver dýrategund er sér um Slna sérstöku tegund eða tegundir hnísil- hýra. í hænsnum þekkjast 7 eða jafnvel 8 tegundir þessara sníkjudýra og eru þó tvær skaðlegastar (Eimería tenella og Eimería necatrix). ★ Þróunarferill hnísildýranna er með sér- stökum hætti, og taka þau margvíslegum rpyndbreytingum. í aðalatriðum er þetta eins hjá öllum tegundum hnísildýra og 1 I þessari grein er orðið hnísill tekið trausta- taki og notað í nýrri merkingu, enda þótt það sé Samalkunnugt í merkingunni litill bandhnykill. fer þannig fram í stórum dráttum, að móttækileg skepna, t. d. hænu-ungi, fær ofan í sig, með fæðu eða drykk, saurindi úr sýktum fugli eða fuglum, og þar með sjúkdómsvaldinn í þeirri mynd, sem kall- ast hnísill (oöcysta). Þessir hníslar eru hnöttóttir eða egglaga og tiltölulega stórir, en þegar þeir eru komnir ofan í hænu-ungann, rakna þeir sundur við áhrif meltingarvökvanna og skiptast í svo kall- aða sporozoita, sem eru afiangir og odd- myndaðir og geta hreyfzt úr stað af sjálfs dáðum. Þeir bora sér inn í þekjufrumur þarmanna, þróast þar og tútna út og verða að schizontum, en þeir klofna síðan í fjöldann allan af einstaklingum, sem kallaðir eru merozoitar. Við starfsemi merozoitanna eyðileggjast þekjufrumurn- ar, sem þeir eru í. Losna þeir þá þaðan, en flytjast aðeins um set og bora sér inn í nýjar frumur, breytast þar í schizonta, og þeir aftur í marga merozoita, og þannig koll af kolli, svo að miklar skemmdir hljótast af. — Þegar þessi kynlausa fjölg- un hefir farið fram í nokkra liði, verður breyting á þróuninni. Merozoitarnir hætta að ummyndast í kynlausa schizonta í þekjufrumunum, en þess í stað taka að myndast karl- og kvenkyns frumur. Síðan fer eins og við hverja aðra eggfrjóvgun, að ein karlfruma (microgamete) nær að sameinast kvenfrumu (macrogamete), og myndast þá það, s em nefnist hnísill (oöcysta). Þá eru þáttaskipti, og ganga þessir hníslar niður af fuglinum með saurnum. Skapast þannig leið til nýrra „landvinninga.“

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.