Freyr

Volume

Freyr - 01.03.1947, Page 30

Freyr - 01.03.1947, Page 30
110 FREYR Fyrst í stað eru hníslarnir ekki færir um að valda sýkingu að nýju. Til þess þurfa þeir að ná sérstakri þroskun, sem nefnd er sporulation. Beztu skilyrðin til þeirrar breytingar eru í raka og hlýju, og gerist þetta þá á 1—3 sólarhringum. Þessi breyting er í því fólgin, að inni í hníslin- um myndast ákveðinn fjöldi af svo nefnd- um sporocystum og aftur í hverri sporo- cystu tiltekin tala af sporozoitum. Ef þannig þroskaður hnísill berst ofan í mót- tækilegan fugl — þann sama aftur eða annan, — hefst hringrásin á nýjan leik. Talið er, að hringrásin gegnum fyglið fari venjulega fram á vikutíma, en það getur þó verið allbreytilegt. í fuglum og spendýrum er um að ræða tvær ættir hnísildýra, Eimeria- og Isospora-ætt. í alifuglum er Eimeria- ættin fast að því ein um hituna. Ættir þessar greinast sundur á því, að í Eimeria- hníslum myndast 4 sporocystur og 2 sporozoitar í hverri, en í Isospora-ætt eru tilsvarandi tölur 2 og 4, svo að 8 sporo- zoitar koma samt úr hverjum hnísli í þessum ættum báðum. Hníslarnir eru umluktir þykkri himnu og eru mjög lífseigir. Þeir standast vel öll ytri áhrif, en þurrt umhverfi og kuldi eða hiti úr hófi háir þó þroskun (sporulation) þeirra. Með tilraunum hafa menn fundið, að þessi þroskun getur ekki farið fram, sé hitinn undir 5° C. eða yfir 35° C., en beztu hitaskilyrðin til þroskunar eru 25°— 30° C. Það er því reynsla manna a. m. k. sums staðar erlendis, að faraldur af þess- ari veiki gýs gjarnan upp, þegar hlýtt er í veðri og votviðrasamt. — Sótthreinsun- arlyf í venjulegum þynningum verka ekki drepandi á hníslana, en sterkar blöndur geta þó unnið á þeim á löngum tíma. Við rotnun eyðaát þeir einnig með tíð og tíma. í saur og jarðvegi geta þeir lifað í 1 ár og hafa meira að segja fundizt líf- vænir eftir 18 mánuði. Þó að hníslarnir séu þannig ekkert lamb að leika sér við, eru þeir samt sá liðurinn í þróunarferli hnísildýranna, sem helzt er hægt að fá höggstað á í baráttunni við þennan sjúk- dóm, eins og síðar mun sagt. í hænsnum getur þessi sjúkdómur verið hvort heldur er bráður (akut) eða lang- vinnur (kroniskur), og er þá oftast bráður í ungum, en langvinnur í eldri fuglum. Eins og áður er sagt, eru einkum tvær tegundir hnísildýra mestir sjúkdómsvald- ar hænsnum, og hefir hvor þeirra sitt kjör- svið í innyflunum. Önnur tegundin, Eim- eria tenella, setzt aðallega að í botnlöng- unum, en hin, Eimeria necatrix, í mjógörn. Botnlangasóttin er að jafnaði hatrömm- ust í ungum á aldrinum þriggja til fimm vikna gömlum, en garnasóttin frekar bundin við eldri hænsni. Sjúkdómseinkenni í ungunum eru helzt þau, að þeir verða deyfðarlegir, standa hnípnir með lafandi vængi og lokuð augu. Fjaðrir verða úfnar, og þegar líður á sjúk- dóminn, verða kambar og kverkasepar fölir. Niðurgangur er mjög algengur og venjulega blóðkorgaður. Matarlyst er mjög lítil, en þó helzt oft talsverð fæða í sarp- inum. Sjúklingarnir leggja mjög mikið af, og margir drepast. Þeir, sem sýkzt hafa al- varlega en lifa þó af, eru lengi að ná sér. Þeir þrífast oft illa og verða ekki eins gagnsamir og skyldi. Og þó að fuglar virð- ist vera orðnir jafn-góðir af sýkinni, eru þeir smitberar mánuðum saman á eftir, með því að hníslar ganga niður af þeim. — Flest dauðsföllin verða innan 6—,10 daga* eftir að sjúkdómseinkenni komu í ljós. Dánartalan er ákaflega breytileg eftir öllum aðstæðum, getur jafnvel komizt upp í 90—100%, en sjaldan er þó svo rammt að kveðið. Hitt er algengt, að nokkur aftur-

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.