Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1947, Síða 32

Freyr - 01.03.1947, Síða 32
112 FREYR fara í það, því að þrennisteinninn getur framkailað beinkröm í ungunum, sé of mikið gefið af honum. Nú á síðari árum hefir athyglin beinzt mjög að tilraunum með sulfalyf, einkum sulfaguanidine og sulfamerazine, og er þetta enn á tilrauna- stigi. — Gamalt ráð við þessari sótt er að gefa súra mjólk eða undanrennu. Er þá mjólkin eða undanrennan látin súrna af sjálfu sér, svo að hún hlaupi. Sumir telja, að ógerilsneydd mjólk sé hentugri til þessara nota en gerilsneydd. Dagskammturinn af þessari súrmjólk er hafður slíkur, að 2—3 lítrar verði handa ca. 100 ungum. Mjólkurgjöf þessari er haldið áfram, meðan sóttin gengur yfir. Að sjálfsögðu er þetta ekki neitt lækn- ingalyf, en hugsanlegt, að mjólkin sé styrkjandi og holl næring í sjúk innyfli. — Talið er til bóta að hafa stöðugt nægan mat hjá ungunum, meðan hætta er á sýk- ingu. Á það að vera í því skyni, að þeir kroppi síður í sig slæðing, sem velkzt hefir í saur á gólfinu. Eins og oftar, er mest um vert, að fá varizt veikinni. Þeir, sem unga út í vélum, ættu að gæta þess vandlega að ala upp ungana algerlega einangraða frá fullorðnu hænsnunum og varast að láta nokkuð ber- ast þar á milli. En komi sýkin upp í unga- hóp, þá er að notfæra sér þá vitneskju, að hníslarnir í saurnum þurfa nokkurn tíma til að þroskast svo, að þeir geti valdið sýk- ingu að nýju, og er um að gera að koma þeim fyrir kattarnef áður. Er því ráð að hreinsa burtu allan saur og óhreinindi á hverjum degi og brenna eða ganga svo frá, að hænsni komist ekki í það sorp. Einkum þarf að beita ýtrasta hreinlæti við matar- og drykkjarílát, og er ráðlegt að hafa þau nokkuð upphækkuð, svo að fuglarnir dríti síður í þau. Forðast ber raka og hitasvækju í húsunum. Gott — en allumstangsmik- ið — er að hafa ungana á vírneti, svo að dríturinn falli niður. Ef jarðvegurinn í hænsnagarðinum hefir mengazt hníslum, er bezt að skipta um land, ef hægt er, en pltégja garðinn eða stinga upp að öðrum kosti. — Yfirleitt má segja, að með hrein- láeti og góðri umhirðu megi mjög stemma stigu fyrir útbreiðslu hníslasóttarinnar. Hér á landi mun hníslasótt í hænu- ungum eigi vera óalgeng. Á hverju vori og sumri höfum við á undanförnum árum haft tækifæri til að ganga úr skugga um veikina í fleiri og færri hænsnabúum hér í Reykjavík og nærlendis, einnig i Hafnar- firði, Þingvallasveit og Borgarfirði. En að öðru leyti hefir ekki gefizt kostur á að rekja eða sannprófa, hversu útbreidd sýk- in er um landið. Eins og við er að búast, hefir lang-mest borið á hníslasóttinni í ungum, og hafa flest tilfellin, sem okkur hafa borizt, verið af því tagi. Hefir þetta víða reynzt hin mesta plága, ungadauðinn orðið 30—50 af hundraði og sums staðar jafnvel meiri, en afturkippur komið í marga þá unga, sem lifðu af. Þau ráð, sem gefin hafa verið, hafa verið í samræmi við það, sem sagt er hér að framan, þ. e. a. s. hreinlætisráðstafanir og súrmjólkurgjöf. Eru þeir, sem reynslu hafa, samdóma um það, að þetta hafi komið að góðu haldi. Þess má að lokum geta, þó að óskylt sé alifuglasjúkdómum, aö hér hefir einnig orðið vart við hníslasótt í kanínum. Enn- fremur mun Ásgeir Ó. Einarsson dýra- læknir hafa fundið þessa veiki í kindum á nokkrum bæjum á Austurlandi.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.