Freyr

Årgang

Freyr - 01.03.1947, Side 36

Freyr - 01.03.1947, Side 36
 116 FREYR Frá Finnlandi Finska utanríkisráðuneytið hefir til- kynnt erlendum sendisveitum yfirlit yfir ástæður landbúnaðarins þar í landi. Er þess á meðal annars getið, að árin fyrir stríðið hafi mjólkurframleiðslan ver- ið að meðaltali 2465 miljónir kg., en árið 1944—’45 var hún 1596 miljónir kg. Fyrir stríð var meðal-ársnytin nálægt 1850 kg. á kú, en nú í kring um 1400 kg. Fjöldi nautpenings hefir minnkað um 19 af hundraði á stríðsárunum. Kraftfóður fæst naumast eða ekki. Fyrir stríðið var rúmlega y2 miljón svína í Finnlandi en er nú um 205 þús- undir. Hænsnastofninn er aðeins helming- ur á við það sem áður var, eða um 1,4 miljónir á móti tæpum þrem áður. Hrossa- fjöldinn er aftur á móti því nær óbreyttur eða um 380 þúsundir. Fóðurskortur er mjög tilfinnanlegur í Finnlandi og innfl atningur fóðurs hlýtur að verða takmarkaður um sinn sökum skorts á gjaldeyri. Þar í landi er skortur á ýmsum nauð- synjum og þjóðin verður að gera sér það að góðu að búa við þröngan kost. Kjöt- skammturinn er sáralítill. Feitmetis- skammturinn er y2 kg. á mann um mán- uðinn. Sykurskammturinn er einnig y2 kg. á mann. Egg fást á frjálsum markaði, en sökum skorts á þeim eru þau í geypi- verði. Mjöl- og brauðskammturinn er lít- ill sökum þess að uppskerubrestur var ár- ið 1945. Auk þess að það veldur miklum erfið- leikum að sjá þjóðinni fyrir brýnustu lífs- nauðsynjum er annar vandinn sá, að finna verustaði fyrir þær 436.000 manna, sem urðu að flýja land fyrir Rússum í Austur-Finnlandi. Megin þorri þessa hóps var bændafólk, sem nú er verið að útvega land til ræktunar með þvi að skipta jörð- unum niður í smá býli og ryðja og brjóta óræktað land. Kartöfluneyzla íslendingar borða miklu minna af kart- öílum en ýmsar aðrar þjóðir og mun minna en bæri að neyta, því að kartöflur er holl fæða Vísindamenn hafa staðfest með næring- arefnarannsóknum og efnaskiptaathugun- um, að fólk getur lifað mánuðum og árum saman á kartöflum og smjöri eingöngu. Þó er það ekki fullnægjandi fæði handa þeim, sem vinna erfiðisvinnu. Kartöflur innihalda svo mikið af stein- efnum, að þær mynda lútkennd efni, er vega á móti sýrum þeim sem myndast af korntegundum, kjöti og fiski, þegar þessar fæðutegundir meltast. Einkum eru kart- öflurnar auðugar af kalí. Þær innihalda venjulega 75—90% vatn. Þess vegna eru notkunarmöguleikarnir takmarkaðir. Það mundi því kostur ef hægt væri, með góðu móti og á ódýran hátt, að þurrka þær eins og Suður-Ameríkumenn gerðu fyrir mörgum öldum síðan þegar Evrópuþjóðir komu þangað fyrst. Fyrir stríðið var sums staðar farið að selja þurrkaðar kartöflur á markaði er- lendis. Voru þær seldar sem mjö’, er var búið til á þann hátt að þær voru þurrkaðar og muldar. Þetta mjöl var allt annað en hið vel þekkta „kartöflumjöl,“ en það er aðeins sterkja sem greind er frá með sérstökum aðferðum og síðan þurrkuð, Það kartöflumjöl, sem hér var um að ræða, var að efnainnihaldi mjög svipað og

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.