Freyr - 01.03.1947, Side 38
118
FREYR
Svo kom veturinn.
Lengi hafði gott gengið og óvenjulegt að
sumarveðrátta ríki því nær samstætt frá
veturnóttum og fram á góu, enda voru ís-
lendingar erlendis og aðrir á þeim slóðum,
sem búið hafa við frost og fannkingi mán-
uðum saman, með uppástungur þess efnis
að gefa íslandi nýtt og hlýlegra nafn en
það nú hefir.
Sunnan lands gerði stillur og bjartviðri
laust fyrir miðjan febrúar og samtímis
hófust hríðarveður í öðrum landshlutum.
Þetta veðurfar hélzt óbreytt vikum saman.
Þegar þessar línur fara í prentun er allt
sem verið hefir, frost sólskin og fagurt
veður sunnanlands, en fannkyngi hylur
fjöll og sveitir vestan lands, norðan lands
og austan. Svo mikil voru snjóalögin á
Norðurlandi að allir vegir reyndust ófærir.
Snjóýtur fóru um vegi í Eyjafirði svo
lengi sem gengið gat, en þar að kom að
þau mikilvirku tæki stöðvuðuzt. Fann-
kyngi var svo mikið að engu varð áorkað.
Lengi ruddu þær frá sér og hlóðu sköflum
á báða vegu á daginn, en að nóttunni
fyllti gangana og náttúruöflin urðu tækn-
inni ofjarl.
Því tepptust bílferðir með öllu og mjólk-
urflutningar um leið. — Menn urðu að taka
skíðin til hjálpar um skemmri leiðir, en
þegar um langvegu var að ræða t. d. milli
landshluta, var gripið til flugvélanna. En
fyrst varð þó að ryðja flugvelli.
Fundahöld bænda.
eru venjulega mest þegar líður á vetur
og dagur lengist. — Veðrátta og færi hefir
að þessu sinni ekki gert þeim auðvelt um
að komast að heiman til fundahalda.
Fregnir hafa þó borizt um að fundafært
hafi orðið og það um leið, að stórhugur
ríki meðal bænda um framkvæmdir, enda
er knýjandi þörf á því að skipa ýmsu í
beta horf í sveitunum.
Aðalfundur Búnaðarsambands Húna-
vatnssýslu var haldinn á Blönduósi 22. febr.
Voru þar gerðar ýmsar ályktanir og sam-
þykktir og skal hér drepið á þær helztu.
Ráðstafanir voru gerðar til þess að skipu
leggja för héraðsmanna á landbúnaðar-
sýninguna í Reykjavík á komandi sumri.
Fulltrúa héraðsins á Búnaðarþingi var
falið að vinna að því, að Búnaðarþing
hlutist til um, að S.Í.S. og kaupfélögin geri
allt sem unnt er til þess að hafa fyrir-
liggjandi nægilegt af varahlutum í hey-
vinnu- og jarðyrkjuvélar.
Fundurinn beinir þeim tilmælum til
Búnaðarþings og Stéttarsambands bænda,
að lögð verð áherzla á minni álagningu
J