Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.03.1947, Qupperneq 40

Freyr - 01.03.1947, Qupperneq 40
120 FREYR Gunnlaugur Kristmundsson Jandgræðslustjóri hefir verið kjörinn heiðursfé- iagi Búnaðarfélags íslands. Gunnlaugur er braut- ryðjandinn á sviði skipulagðrar sandgræðslu hér á landi. Hefir hann unnið að þeim störfum í 40 ár, en hverfur nú frá þeim að eigin ósk frá 1. apríl að telja. ★ Afburffa ær. Siguröur Lúter, á Forshól í Bárðardal, hefir sent Frey frásögn um á, — Völu — er hann keypti í Valadal í Skagafirði. Fyrsta veturinn, sem Sig- urður átti Völu týndist hún, en fannst tveim mán- uöum síðar í geil í gömlu heyi og hafði lifað þar góðu lífi án vatns þennan tíma. Um vorið var hún tvílembd. Var annað lambið gimbur, sem af til- viljun var sett á vetur, en annars var fyrirhugað að farga. Sú eignaðizt lamb ársgömul og var síðan ætíð tvílembd upp frá því nema einu sinni, en þá var hún þrílembd. Samtals eignaðizt Gríður — en svo var dóttirin nefnd — 32 lömb urn æfina, enda var hún 16 ára þegar henni var fargað, en það var haustið 1941 þegar skorið var niður í Þingeyjarsýslu vegna mæðiveiki. Sigurður getur þess, að Gríður hafi verið sú mesta afburðaskepna, er hann hafi þekkt, ætíð í góðum holdum enda dugleg að bjarga sér og lömb hennar voru ætíð væn. ★ Skurffgröfur Vélasjóffs. Á árinu 1946 komu til landsins, á vegum Véla- sjóðs, 14 nýjar skurðgröfur. Af þessum hóp komu 7 svo snemma, að með þeim var unnið meira eða minna á sumrinu, en hinar komu ekki fyrr en eftir að skurðgreftri lauk. Af nefndum 14 gröfum munu 12 verða starf- ræktar í sumar á vegum Vélasjóðs, leigðar til bún- aðarfélaga eða ræktunarsambanda. Af gröfum þess- um eru 11 enskar og 3 frá Ameríku. Engin von er um að fá fleiri gröfur frá Englandi fyrst um sinn, F RE YR — búnaðarb’að — gefið út af Búnaðarfélagi íslands og Stéttarsambandi bænda. Ritstjórn, afgréiðsla og innheimta: Lækjargötu 14, Reykjavík. Pósthólf 1023 Sími 3110. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli Kristjánsson. Ritnefnd: Einar Ólafsson, Pálmi Einarsson, Steingrímur Steinþórsson. F R E Y R er blað landbúnaðarins. Verð kr. 25.00 á ári. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Prentsmiðjan Edda h.f. en nokkrar eru væntanlegar vestan um haf á þessu ári. Afgreiðslutími þeirra er þó með öllu óviss. ★ Skurffasprengiefni er væntanlegt til landsins í vor. Er það heild- verzlunin Hekla, sem flytur það inn. ★ Lífeðlisgildi mjólkurinnar hefir löngum verið viðurkennt, enda er mjólkin eitt hinna fáu fæðuefna, sem hægt er að lifa af einu saman um lengri tíma. í félagi amerískra mjólkurvisindamanna hefir nýlega verið tilkynnt uppgötvun, er snertir lífeðlis- gildi mjólkurinnar. Er þar um að ræða nokkuð, sem kallað hefir verið, X, en það efni hefir þann eiginleika, að það verkar svipað og vitamín en hefir þar að auki áhrif á bragð mjólkurinnar. Þýðing þessa efnis virðist háð því hve mikillar næringar líkaminn krefst og til hvers hún er notuð. Einkenni þess eru meðal annars, að það þolir upphitun og eyðileggst ekki þó nýmjólkinni sé breytt í þurrmjólk eða aðrar iðnaðarvörur. Þessi X-þáttur er sagður hafa rnikið lífrænt gildi, eða svipað og vitamín. Hann berst með grasi eða votheyi yfir í mjólkina, en ekki með kraftfóðri. ★ Vísitala framfærzlukostnaðar var 310 stig í marzmánuði.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.