Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1947, Blaðsíða 8

Freyr - 01.08.1947, Blaðsíða 8
246 FRE YR sem bæta mega núverandi ástand. Ef til- kostnaðurinn við veiðarnar heldur áfram að aukast ár frá ári, eins og verið hefir, samtimis því, að veiðimagnið minnki, þá kemur óhjákvæmilega að því, að ekki borgar sig að veiða lengur, jafnvel í ám, sem áður voru góðar veiðiár. ★ Ríkisvaldið hefir ekki verið aðgerða- laust í sambandi við veiðimálin. Það hefir nú í rúmlega 70 ár reynt að auka vatna- fiskinn með viðurkenndum aðferðum, svo sem takmörkun veiðarfæra, stytting veiði- tíma og minnkun veiðisvæða. Árið 1876 voru staðfest fyrstu lögin hér á landi, sem gengu um nefndar ráðstafanir, og voru þau tilraun hins opinbera til að draga úr veiðirýrnuninni, sem þá þegar hafði gert vart við sig. Lög þessi voru hvorki marg- þætt né ýtarleg, en þau voru þýðingarmik- il spor í rétta átt. Þau náðu aðeins til lax- ins og fólu í sér ákvæði um styttingu veiði- tímans, takmarkanir á lengd veiðivéla, ó- friðun sels, möskvastærð neta o.fl. Tíu ár- um seinna voru staðfest öllu ýtarlegri lög um sama efni. Síðan þessi fyrstu veiðilög voru sett, hefir Alþingi á nokkra ára fresti aukið og endurbætt veiðilöggjöfina. Sett hafa verið lög um friðun silungs og veiði- aðferðir í vötnum (1909), ófriðun og eyð- ingu sels (1912), almenn ákvæði um veiði í vötnum (1923) og fiskiræktarfélög (1929). Árið 1932 voru þessi lög feld saman í einn lagabálk og mjög aukið við þau. Árið 1941 var meginmál laganna frá 1932 og megin- mál laga, sem sett höfðu verið á árunum 1933—1941, feld saman í einn lagabálk (lög um lax- og silungsveiði nr. 112, 9. október 1941). Síðan hafa nokkrar minni- háttar breytingar verið gerðar á lögunum frá 1941. Þar sem veiðilöggjöfin er fáum kunn að verulegu leyti, þykir viðeiga að minnazt hér á svið þau, sem hún grípur inn á, ef það má verða til að auka kynni manna af henni. Veiðilöggjöfinni er skipt niður í kafia, sem fjalla um veiðirétt, skrásetn- ingu veiðivatna, merkingu veiðarfæra og og veiðiskýrslur, friðun lax og göngusil- ungs, friðun vatnasilungs, veiðitæki og veiðiaðferðir, fiskvegi og aðra mannvirkja- gerð í veiðivötnum, fiskiræktarfélög, veiði- félög, ófriðun sels, stjórn veiðimála og eft- irlit, styrkveitingar til fiskiræktar, mats- gerðir, skaðabætur, refsiákvæði og rétt- arfar. Eins og sjá má af framantöldu, nær veiðilöggjöfin inn á mörg svið. Æski- legt er að sérhver veiðieigandi og veiði- maður kynni sér löggjöfina rækilega og hlýði ákvæðum hennar. Ætla mætti, að veiðilöggjöfinni hefði verið vel tekið af þeim, sem njóta áttu góðs af henni, en sú varð ekki raunin. Menn hafa litið svo á, og líta enn, að tak- markanir þær, sem hún setur á veiði, séu þeim til bölvunar. Þetta sjónarmið er harla einkennilegt, og meðan það ríkir, þá get- ur löggjöfin ekki komið að því gagni, sem henni er ætlað. Skilningsleysi manna á þýðingu veiðilöggjafarinnar og fyrirlitn- ing þeirra á ákvæðum hennar er orsök til þess, hve lítinn árangur hún hefir borið. Auk lagasetninganna, sem nú voru ræddar, hafa ríkisstjórnin, Búnaðarfélag íslands og Fiskifélag íslands kostað leið- beininga- og rannsóknarstarfsemi í þágu veiðimálanna, og ríkisstjórnin hefir styrkt fiskiræktarframkvæmdir með beinum fjár- framlögum. í yfir 30 ár hafa starfað ráðu- nautar í fiskiræktarmálum, sem hafa unn- ið mikið starf með því að leiðbeina bænd- um um fiskirækt. Nokkrir íslenzkir og er- lendir vísindamenn hafa rannsakað vatna- fiska og veiðivötn, og hafa niðurstöður af

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.