Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1947, Blaðsíða 12

Freyr - 01.08.1947, Blaðsíða 12
250 FRE YR VOT H E Y ATHUGASEMDIR, FYR 1 R- S P U R N 1 R O G SVÖR Freyr hefir fengið fjölbreytt og skemmti- legt bréí frá Jónasi Benediktssyni bónda í Kolmúla við Reyðarfjörð. Skal hér birtur kafli úr því, varðandi vothysgerð og vot- heysnotkun og í sambandi við það spunninn þráður, sem ástæða er til að birta til frek- ari upplýsinga en gefnar eru í 4.—5. tölu- blaði Freys, þ. á. Ritstj. í síöasta blaði Freys (þ. e. nr. 4—5) eru margar ritgerðir, sem eiga erindi til okkar bændanna. Runólfur Sveinss. og þér skrif- ið um vothey, og birtið ný sannindi í því máii. Þið hefðuð átt að draga það eitthvað að skamma bændur og sjá fyrst hvernig það verkar, að nú er hœgt aö fóðra á vot- heyi eingöngu, og ekki er nauðsynlegt aö grafa heyið langt niður í jöröina, og það því fremur, sem reynsla Runólfs er aðeins á 4. árinu. Mér finnst það til of mikils ætlast, að við bændur séum á undan tilraununum og því engin „furöa“ þó við höfum ekki verk- að mikið vothey. En nú fyrst hefir það komið fram, sem munar um, og ég fyrir mitt leyti þakka Runólfi Sveinssyni og yður fyrir leiðbein- ingarnar. Ég hefi verkað vothey í mörg undanfarin ár í steinsteyptri gryfju. Ég hefi búið á 3 jörðum síðan 1910, er ég byrjaði búskap. Á fyrstu jörðinni voru góð skilyrði til að „grafa“ en á hinum hefir það ekki verið vegna vatnshættu. Ég lét þó verða af því hér að steypa og hefir það farið vel, og hefi ég gefið kúm og hestum vissan skammt og þegar innistöðudagar hafa komið, hefi ég bleytt þurrheyið, sem þörf hefir verið að gefa umfram votheyið. Ég á nú ein þrjú tilfelli af Hvanneyrarveiki, þrátt fyrir þessa varasemi gegn rykinu. Mér finnst engin von standa til þess að bændur hafi verkað mikið vothey að þessu, eins og þekkingin hefir náð stutt, en nú er allt annað mál. Bændur hafa ekki úr miklu að spila til áhættu í þessu máli og viröist sanngjarnt, að tilraunin komi írá því opinbera eða fyrirmyndarbúi eins og hér hefir komið fram. En mig langar til að spyrja ykkur Run- ólf: Er það fullprófað, að óhætt sé hiklaust að fóðra eingöngu á votheyi lambfullar ær fram yfir burð, t. d. með mikilli sjávar- beit? Ekkert segir skólastjórinn um það hvort ærnar hans stóðu inni eða var beitt að sjó. Annað er það sem mig langar til að spyrja um: „Ekki þarf að fergja í háum og djúp- um votheyshlöðum". Hvernig stendur á því að ekki þarf farg ofan á efstu hey- lögin? Ritstjóri Freys hefir sent mér „kafla úr bréfi“ Jónasar Bendiktssonar, Kolmúla. I sambandi við þær athugasemdir og fyrir- spurnir, sem þar eru vil ég taka fram: 1. Ég hefi enga sérstaka tilhneigingu til að „skamma bændur“, né aðra, en full á- stæða væri þó til, að segja bændum sann- leikann opinberlega oftar og betur en gert er, um svo margt, sem þeir láta ógert í búskap sínum. Um margt af því eru fyrir hendi gömul og ný sannindi frá tilrauna- og vísindastofnunum bæði erlendum og innlendum. Þau sannindi hafa flest verið birt bændum oft og rækilega, en þeir allt of oft skellt skolleyrunum við. Votheys- verkun er þar engin undantekning og því

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.