Freyr - 01.08.1947, Blaðsíða 5
FREYR
243
Sjóurriði eftir eins árs dvöl í sjó. % af náttúrulegri stœr'S
bændur við neðri hluta stóránna fengu
vaxandi hlut samtímis því, að hlutur
bænda oiar við þær rýrnaði. Hins vegar
hafa framfarirnar orðiö örari á þessari
öld, og hefir hin sívaxandi eftirspurn eftir
veiðifangi haft sín áhrif á þær. Lagnet
voru aðalveiðitækin í stóránum. Ádrátt-
arnet voru einnig notuð þar, sem hægt
var að koma þeim við. Á seinni árum er
farið að veiða á stöng. Kistur hafa og verið
notaðar. Rétt eftir 1920 var tekin upp
girðingaveiði á leirusvæði Ölfusár og
nokkru seinna á leirusvæði Hvítár í Borg-
arfirði. Reyndust girðingarnar fengsælar
og fjölgaði þeim ört.
Veiðirýrnunin í stóránum fór að gera
vart viö sig þegar á árunum eftir 1920
í sumum, en ekki fyrr en á árunum
eítir 1930 í öðrum, og hafa laxfiskstofn-
arnir síðan haldið áfram að rýrna, en
misjafnlega ört í einstökum ám. Til þessa
hafa menn víðast hvar ekki viljað játa
fyrir sjálfum sér, að veiði í stóránum hefir
farið rýrnandi á síðustu árum, þó að þeir
hafi vitað um það og haii beðið aðgerðar-
lausir eða aðgerðarlitlir eftir kraftaverki
til að bjarga ástandinu. Fiskiræktar- eða
veiðifélög hafa verið stofnuð við allflestar
stórárnar, en ekki hafa þau öll orðið þess
megnug að koma verulegu til leiðar til
úrbóta, að því er séð veröur. Að öðrum
félögum ólöstuðum, má telja Veiðifélag
Ásne inga, forustufélag við stórárnar. —
Þegar eftir stofnun þess, hóf það félags-
veiði á félagssvæðinu og vann þarft verk
með því að losa veiðisvæðið við þá neta-
stöppu, sem þar hafði verið árlega. Nú
sýnir félagið enn forustuhæfni sína með
því að ákveða að hefja á þessu ári stór-
kostlegri fiskiræktarstarfsemi, en þekkst
hefir áður hér á landi, til að fá skjótari
og betri árangur af uppbyggingarstarfi
sínu. Þessar auknu fiskiræktarráðstafanir
á að íramkvæma á allt að 10 árum, og
verða þær mjög víðtækar. Félögin við hin-
ar stórárnar ættu að feta í fótspor Veiði-
félags Árnesinga og hefja víðtækar ráo-
stafanir til að auka fiskstofnana í sínum
ám, og bæta með því fjárhagslega afkomu
meðlima sinna og um leið héraðanna.
Fiskisæld stööuvatnanna okkar er mjög
misjafnlega mikil, og fer hún eftir hrygn-
ingar- og uppeldisskilyrðum hvers vatns.
Vötnin eru yfirleitt lítil og þola aðeins
takmarkaða veiði. Stóru vötnin, eins og
Þingvallavatn og Mývatn, þola töluverða
veiði, en þau má ofveiða eins og önnur
vötn með mikilli veiðisókn. Helztu veiðar-
færin, sem notuð eru í vötnum, eru: Lag-
net, ádráttarnet, færi og stangir. Þegar